Hol og skilningslaus mynd

Mér finnst þessari mynd hampað um fram það sem hún á skilið, það er enginn sannfærandi leikur í gangi og vottar varla fyrir skilningi á þeirri örvæntingu sem grípur menn er dauðinn bankar upp á. Túlkun leikaranna á örvæntingunni er dofinn og dauð sem viðbrögð hasshausa, þessi mynd varð mér mikil vonbrigði. Eftir að hafa sjálfur tekist á við ískaldann sjó í vetrarmyrkri og haldið að öllu væri lokið tel ég mig bæði hafa upplifað viðbrögð annarra, sem og fundið eigin ótta og þá örvæntingu sem grípur. Það er enginn tilfinningaleg flatneskja í gangi við svona aðstæður í byrjun þó kuldinn skapi hana er heilinn fer að tapa hita og menn fara að ruglast. Ég dró fram úr hófi að horfa á þessa mynd því bæði tilfinningar og minningar virðast vakna af dvala, dvala sem maður vill gjarnan viðhalda. Loksins er ég horfði á myndina þá fannst mér ég sem svikinn því þessu mikla tækifæri sem leikararnir og leikstjórinn fengu þarna til að vinna afrek, með því að sýna örvæntinguna og baráttuna fyrir því að lifa. Var gjörsamlega klúðrað.

Pinch 


mbl.is Baltasar: „Það er bara næst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband