Verið að kirkja landsbyggðina

Verið er að kirkja landsbyggðina smá saman með ruglinu sem kallast samkeppni á raforkumarkaði, þar er nánast eingöngu um opinber fyrirtæki að ræða sem virðast hafa fengið sjálftökurétt einokunar undir yfirskini samkeppni.

Búin voru til ný fyrirtækjaheiti (ohf) vegna aðskilnaðar sem var krafist samkvæmt EES tilskipun.

Álíka mikið bull og að skipta venjulegu heimiliseldhúsi upp í 3 rekstrareiningar, innkaup, framleiðsla og dreifing sem þýðir að það þarf þrjá til að vinna verk sem einn getur annast, í raun tvö til þreföldun á kostnaði því samkeppni á að vera á milli aðila og því er hver og einn aðili með sín innkaup, framleiðslu og því ekki verið að nýta hagkvæmni stærðar né samlegðar áhrif.

Samhliða þessari OHF væðingu ruku greiðslur til stjórna upp úr öllu samhliða fjölgun þeirra og allt hefur þetta skilað hærra verði til almennings, við fáum aldrei lægra verð þó lán séu greidd upp og stofnkostnaður virkjana afskrifist því rjómanum er fleytt annað.

Allt þetta yfirgengilega kostnaðarfarg er lagt á okkur neytendur í dreifbýli því stóriðjan er með samninga sem tryggja þeim undankomu

Sjá:  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-4002 og 

 http://asi.is/Portaldata/1/Resources/ver_lagseftirliti_/raforka_januar_2014_-_til_birtingar.xlsx


mbl.is Verulegar hækkanir hjá Rarik dreifbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Þorsteinn Valur æfinlega - og þakka þér fyrir liðnu árin !

Nákvæmlega - og sýnir fávitahátt og undirgefni Íslend inga að sætta sig við þennan fjanda.

Orkusalan - er eitt skýrasta dæmið um ''samkeppnina'' og víst er að ég á eftir að finna þau í fjöru þó síðar verði.

Ekki minnist ég þess - að hafa verið spurður álits umfram aðra þegar það fyrirbæri dúkkaði upp á árunum 2005 - 2006 misminni mig ekki.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 20:15

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þakka Óskar Helgi og sömuleiðis gæskur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.1.2014 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband