Á ábyrgð stjórnvalda

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld í gegn um Íbúðalánasjóð rekið miskunnarlausa stefnu uppboða og jafnvel útburða ef þörf, mörg þessara uppboða á heimilum fólks má eflaust rekja til þess að ólögleg lán hafa verið sett í innheimtu og sýslumenn verið settir í að selja ofan af fólki.

Þrátt fyrir að í raun sé um þjófnað að ræða á eigum fólks er það haft eftir stjórnvöldum að ef eign hafi verið seld sé ekki aftur snúið því ránið sé óafturkræft í boði og með hjálp Sýslumannsembættanna.

Hugsanaleysið í þessu samfélagi lögleysu og villimanna er orðið yfirgengilegt, fjölskyldum er sundrað og vinabönd rofinn með ófyrirsjáanlegum hörmungum fyrir alla aðila til framtíðar.

Samstaða og fjölskyldubönd hins friðsæla Íslenska samfélags eru sundurtætt sökum græðgi aurasafnara sem aldrei munu fá nægju sýna né finna frið, þúsundir eru flæmdar eignalausar úr landi.

Afleiðing þessara aðgerða er að skila sér í félagslegum vandamálum, lögleysu og sundrungu, fjölmargir leita að leiguhúsnæði og stjórnvöld vilja koma á öflugum einkareknum leigumarkaði en gammarnir sjá sér færi á meiri gróða með okur leigu.

Stjórnvöld þrengja að atvinnulausum en lækka skatta sem gjöld af þeim efnameiri í samfélaginu eins og það sé stefnan að sundra þjóðinni enn meira og kljúfa niður eftir efnahag, til að skapa skýran stéttamun á milli þeirra sem hafa verið flokkaðir í stétt eignamanna eða vonlausra.

Það hefur lengi verið notaður frasinn um að hlutirnir séu til fyrirmyndar og góðir „víða erlendis“ en fyrir mér eru fátæktar og félagsmálablokkir ekki það sem ég vill sjá tekið upp af erlendri fyrirmynd, brotið fólk sem búið er að setja á vanskilaskrá og hirða allar eigur af er afrakstur af aðgerðum stjórnvalda á undanförnum árum og til að ná stjórn á þessu vilja menn vopna almenna lögreglu.

Fyrir nokkrum árum er hér varð hrun boðaði ég sem frambjóðandi þá stefnu að gera sátt við þá eigendur íbúðahúsnæðis sem væru að lenda í vandræðum því ég óttaðist um fjölskyldurnar sem eru kjarni samfélagsins, vinina og ættingjanna sem voru í ábyrgð fyrir hvern annan og afleiðingar sundrunar á börnin.

Það er enn hægt að bakka í mörgum málum og bjarga því sem bjargað verður af samborgurum okkar en til þess þarf kjark, framsýni og áræði sem ég er því miður ekki að sjá hjá stjórnvöldum sem haga sér sem hrægammasjóður með styrkum stuðning lífeyrissjóðanna.


mbl.is ÍLS gæti þurft yfir 9 milljarða framlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ÍLS var ekki að vetia ólögleg lán

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 13:09

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Enda segi ég það ekki heldur bendi á orsakasamhengi, ég er ábyrgur fyrir orðum mínum en ekki hvernig fólk skilur þau

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.1.2014 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband