Kjarni samfélagsins

ljósanóttÞær eru ekki áberandi á forsíðum samfélagsmiðla og sjaldan í dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, samt eru þær driffjaðrir samfélagsins sem í þögn vinna afrek sem of sjaldan eru lofuð.

Þetta eru mæður, ömmur og frænkur sem mynda saman félagskap kvenfélaganna um allt Ísland, konurnar sem afla fjár til verkefna sem bæta líf okkar allra í frítíma sýnum að lokinni vinnu, uppeldi barna og heimilisrekstri sem gerir þær flesta að góðum framkvæmdastjórum.

Þeirra fjáröflun hefur í gegn um árin oftast byggst á veitingasölu sem löggjafinn hefur oft ráðist gegn með fylkingu hagsmunahópa sem vilja frekar ná þessum tekjum í eigin vasa frekar en leyfa kvenfélögum að afla og gefa til styrktar þeim sem þurfa.

Græðgin og ofstjórnin hefur hatrammt barið á samhjálp og náungakærleik í gegn um tíðina en þessar samfélagshetjur okkar gefast sem betur fer ekki upp fyrir þessum öflum

Mér finnst löngu tímabært að gera Dag kvenfélagskonunnar sem er 1. febrúar ár hvert að þakkagjörðahátíð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband