Mánudagur, 5. apríl 2021
Af hverju er íbúðarhúsnæði svo andskoti yfirverðlagt?
Á sýnum tíma var farið eftir lögum sem gerðu sveitarfélögum það skylt að hafa lóðarverð ekki hærra en nam kostnaði við viðkomandi lóðir, sveitarfélöginn fundu að venju leið fram hjá þessum lögum með því að bjóða út lóðir sem skortur var á og því fóru þeir sem vildu byggja í það að yfirbjóða hvern annan sem sprengdi verðið upp. Á eftir fylgdu bankar og sjóðir sem dældu fjármagni í þennan iðnað og lánuðu líka fyrir lóðum sem ýtti verðinu enn hærra, sem í framhaldi var fylgt eftir með hærra láns og veðhlutfalli í byggingum. Bankar og sjóðir sem í græðgi sinn voru búnir að setja hættulega mikið af fjármagni inn í þetta kerfi voru og eru komnir í þá stöðu að verða að halda fasteignaverði upp í ofverðlagningu til að geta tryggt lánasöfnin og sýnt fram á ávöxtun lánasafna. Til að halda þessari rússnesku rúllettu gangandi er nauðsynlegt að hafa kaupendur til að taka á sig ævilanga greiðsluskyldu og sætta sig við að vera tekjuþrælar á kvíðalyfjum það sem eftir er.
Og svo er það spurningin, hvaða leið er best að fara til að komast út úr þessu sjálfskaparvíti?
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.