Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Afætukerfi milliliða
Afætukerfi milliliða er helsta vandamál landbúnaðarins og alskins höft og hindranir.
Gefa þarf bændum frið frá "gáfuðum" forsjárhyggjumönnum á skrifstofum í Reykjavík og víðar.
Opna uppboðsmarkað fyrir mjólk og kjötvörur, ásamt öðrum landbúnaðarafurðum, og afnema einokunaraðstöðu afurðarsala.
Bændur eiga að geta sjálfir framleitt matvörur heima og selt sýnar afurðir þar sem þeir vilja, í samráði við Heilbrigðiseftirlit.
Ég er sáttur við styrkjakerfið ef því verður beint til bænda, í stað þess að milliliðirnir eti upp alla styrkina, eins og þeir gera að mestu í dag.
Ná verður þjóðarsátt um mjólkurframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
- 26.12.2023 Skil vel gyðingahatur
- 8.12.2023 Gefum valfrelsi um Jólin
- 20.11.2023 Kurteisi og virðing
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 106183
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, burt með milliliðina. Á meðan bændur fá nokkra hundraðkalla fyrir hvert kíló, fá milliliðirnar margfalt meira. Þeir bólgna út á meðan bóndinn er við hungumörk
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:16
Sammála, mér finnst líka góð hugmynd sem Andri Snær setur fram í Draumalandinu, nefnilega að leyfa mönnum að hafa sérstöðu. Ef þú getur framleitt besta smjör í sveitinni eða meyrasta kjötið þá er þér velkomið að auglýsa þig og markaðsetja upp á eigin spýtur. Austurlamb er skemmtileg tilraun til að gera svona og það mættu fleiri fara að dæmi þeirra.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:36
Það er reyndar ekki rétt að afurðastöðvarar fá einhverja ríkisstyrki og það eru ekki milliliðirnir sem hirða ágóðan heldur eru það búðirnar.
Dæmi: 250 kg naut sem bóndinn er búinn að ala í 2 ár, hann fær 445 kr fyrir kg. sem gera 111.250 kr. Vinnslukosnaðurinn hjá sláturhúsinu (slátrun, úrbeining og pökkun) er 190 kr. sem gera 47.500 kr. Samtals 158.750 kr. Skrokkurinn er þá beinlaus og vigtar þá 175 kg. sem gera 907 króna meðalverð á kíló án 7% vsk. Sláturhúsið sér um að koma kjötinu í búðirnar. Af hverju er hreint íslenskt nautahakk selt á 1500 kr.? Ef maður kaupir heila skrokk í kjötborði Nóatúns kostar hann u.þ.b. 400.000 kr. Gífurleg álagning. Fyrir utan það þá getur kaupmaðurinn skilað því kjöti sem hann ekki selur. Þannig á áhættan hjá honum er enginn.
Annað dæmi hvað kostar ærfile? Veit það ekki nákæmlega e-ð á þriðja þúsundið. En bóndinn fær bara 105 kr fyrir kg. kindin vigtar 25 kg. sem gera 2625 kr fyrir kindina. Okur.
Björgvin (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:18
... Björgvin, kaupmaðurinn getur EKKI skilað öllu því kjöti sem hann selur ekki... það er mjög mikið sem fellur beint á búðina... og varðandi útreikninginn á kindinni, þá veit ég ekki um neina kind sem er bara file frá toppi til táar... og 25 kílóa rolluskrokkur er ansi stór... einhversstaðar á ég í fórum mínum útreikning á rolluskrokki (nenni ekki að leita að honum) kostnaðarverði og útsöluverði og þar kemur fram að álagning smásöluverslunar er ekki hár... innkaupsverðið er hátt og þar liggur hundurinn grafinn...
Brattur, 7.2.2008 kl. 20:22
... álagningin ekki há (afsakið)...
Brattur, 7.2.2008 kl. 20:41
... gleymdi einu áðan, Þorsteinn... ég er mjög hrifinn af hugmyndum um að bændur selji sínar eigin afurðir... það á vonandi eftir að aukast í framtíðinni...
Brattur, 7.2.2008 kl. 21:10
Mér finnst að við eigum að nota "búsetustyrki" í stað framleiðslustyrkja. Styrkja þá sem vilja búa og framleiða en gefa framleiðsluna og innflutning frjálsan. Ég hef mikla trú á því að landbúnaðurinn geti staðið sig í samkeppni. Hann hefur til þess margar forsendur, m.a. vörugæði, hreinleika aðurðanna og marga góða búmenn sem myndu blómstra ef þeir fengju tækifæri til nýta hugvit sitt í samkeppni. Þeir sem vilja annað kúakyn eiga að hafa val, líkt og þegar menn kaupa sér bíl eða traktor. Ég sé ekkert að því að við notum sama fjármagnið og nýtt hefur verið til að styðja við greinina. En við eigum að aftengja styrkinn frá framleiðslunni. Þá lækkar verðlagið.
Hagbarður, 7.2.2008 kl. 22:32
Samkvæmt upplýsingum frá OECD og á vef Sauðfjárbænda, er stuðningurinn um 16 miljarðar á ári og þar af er um það bil helmingur, verndartollar og innflutningsgjöld.
Stuðningur við lambakjöt er 51% af verðmæti framleiðslu.
Kílóverð til bænda er 365 kr kg - sláturkostnaður og flutningsgjald, við borgum 500 kr kg fyrir útsölukjöt í Bónus.
Stuðningur við mjólkuframleiðslu er 74% af verðmæti framleiðslu.
Lítraverð til bænda er 49,96 kr, en við borgum 73 kr í Bónus.
Ég er fylgjandi innflutning landbúnaðarafurða, ef þær standast gæðakröfur, heilbrigðiskröfur og sæta tollaálagningu sem samsvarar ríkisstyrkjum í viðkomandi framleiðslulandi.
Hafa þarf í huga að ef Íslenskum landbúnaði sem er gert frjálst að hagræða og stækka rekstrareiningar, gætu bændur vel staðist samkeppni við innfluttar vörur, sem þurfa að bera flutningskostnað til Íslands umfram innlenda vöru.
Ég hef þá trú að þetta mundi bara efla Íslenska bændur og vera öllum til hagsbóta.
Einokunaraðstaða afurðarsala er varin af alskins reglum og lagalegu umhverfi sem gerir alla samkeppni og hagræðingu nánast ómögulega, þetta umhverfi þarf að opna, og gera virka samkeppni kleifa í mjólk og kjöti á opnum uppboðs markaði.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 22:39
Ég er á móti innflutningi landbúnaðarafurða.
Eigum við að rífast ?
Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:14
Splasssssssssss Anna panna,
Henti í þig snjóbolta
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 23:24
... ætli innkaupsverð verslana á mjólk sé ekki nálægt því að vera 71-72 kr. svo ekki er verslunin að græða mikið á blessaðri mjólkinni...
... það eru stór og sterk öfl í þjóðfélaginu sem vilja leggja niður landbúnað á Íslandi... mér líst ekki á þau áform...
... framleiðslan á íslenskum landbúnaðarvörum verður alltaf dýr vegna smæðar markaðarins... ég er hinsvegar tilbúinn að borga meira fyrir íslenskar vörur en innflutar... hvers vegna? jú, ég tel þær betri og ég er öruggari með það að ég sé ekki að kaupa hormónakjöt... eða þá að ýmsir sjúkdómar geta fylgt þessum innflutningi...
... megum ekki gleyma því að það eru fjöldi manna sem á einn eða annan hátt hafa atvinnu í kringum landbúnaðinn... heyrði nefnda töluna 20-30 þúsund... en nefni hana hér án ábyrgðar...
Brattur, 7.2.2008 kl. 23:27
Áts.
Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:29
Hef svo mikla trú á Íslenskum landbúnaði að ég mundi ekki óttast samkeppni, og held að frelsi til bænda kæmi margfalt til baka í sterkari landsbyggð og öflugri sérvöruframleiðslu um allt land.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.