Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Skjótari viðbrögð
Held að enn einu sinni sé að koma í ljós að staðsetning allra þyrlna í Reykjavík er vitleysa.
Höfn og Akureyri ættu líka að vera staðir þar sem þyrlurnar séu staðsettar, því það munar um flugtímann.
![]() |
Vélin enn ófundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, slæmum eða GÓÐUM. STUNDUM ER LÍKA GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOGG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG og hef ekkert að fela ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA
Efni
Nýjustu færslur
- 24.2.2025 Ekki gert í samráði við þjóðina
- 24.2.2025 Þakklæti þeirra sem voru frelsaðir
- 26.1.2025 Sóun í rekstri ríkisins
- 29.11.2024 Gott að hafa tölur réttar
- 29.11.2024 Ég borga ekki
- 13.11.2024 Fyrir hönd þjóðar
- 7.9.2024 Ofbeldi talað upp
- 2.9.2024 Ráðist á innviðina
- 30.8.2024 Að sjá ekki
- 4.7.2024 Er lífið svona flókið
- 15.6.2024 Spilling eða viljandi dugleysi
- 24.2.2024 Vitleysingarnir orðnir hræddir
- 22.2.2024 Stattu að baki mér skræfa
- 10.2.2024 Að axla ábyrgð
- 30.1.2024 Hetjurnar hugrökku
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- andrigeir
- annaeinars
- arh
- arinol
- arnim
- askja
- astasvavars
- astromix
- austurlandaegill
- axelthor
- baldvinj
- bellaninja
- bf
- birgitta
- bjarnijonsson
- don
- einarbb
- einarborgari
- eirag
- ekg
- elvira
- eyvi
- framtid
- frjalshyggjufelagid
- fullvalda
- gattin
- gisgis
- gisligislason
- gmaria
- gretarmar
- gthg
- gummih
- hagbardur
- hallarut
- hallibjarna
- hannesgi
- harleyguy
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- hordurhalldorsson
- hreyfingin
- inhauth
- islandsfengur
- isleifur
- jari
- johannbj
- joiragnars
- jonlindal
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kreppan
- kreppukallinn
- krist
- ludvikludviksson
- lydvarpid
- lydveldi
- maeglika
- malacai
- marinogn
- morgunbladid
- mullis
- nilli
- oddgeire
- pallvil
- photo
- prakkarinn
- ragnar73
- ragnarfreyr
- raksig
- raudurvettvangur
- reginar
- reputo
- reykur
- siggigretar
- siggisig
- sighar
- sigurjonth
- sisi
- sjonsson
- sjoveikur
- skagstrendingur
- skari60
- skulablogg
- solir
- steingerdur
- steinisv
- sunna2
- svarthamar
- tbs
- thjodarsalin
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- tofulopp
- toro
- tsiglaugsson
- umbiroy
- utvarpsaga
- valdemar
- vefritid
- venus
- vestskafttenor
- vga
- vidhorf
- zerogirl
- adhdblogg
- arikuld
- ammadagny
- eeelle
- gillimann
- bofs
- gummigisla
- straumar
- gudruntora
- noldrarinn
- truthseeker
- jennystefania
- kristbjorg
- maggiraggi
- sumri
- shhalldor
- vala
- valdimarjohannesson
- ylfamist
- thjodarheidur
- thordisb
Tenglar
Hvatning til dáða
- Ólaf sem forseta 2012-2016 Undirskriftasöfnun á áskorun um framboð Ólafs
- Rödd skynseminnar Er ástæða til að vorkenna sjálfum sér
- Skammta stærðir af mat Ráðgefandi síða um matarkaup og skammtastærðir per einstakling
Mitt líf
- Fortíðarsögur og annað STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA SIG FRÁ GÖMLUM MINNINGUM, EÐA AÐ GÓÐUM. STUNDUM ER GOTT AÐ SKRIFA HUGLEIÐINGAR, SVONA Á SVIPAÐAN HÁTT OG AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN SIG, TIL AÐ SKIPULEGGJA HUGANN OG FÁ UPP HEILDARMYND Á HUGSUNINA. ÞETTA BLOG ER FYRIR MIG, EN ÞAR SEM ÉG REYNI AÐ EIGA ENGINN LEYNDAMÁL UM SJÁLFAN MIG, ÞÁ MÁTT ÞÚ LESA.
Stjórnmál
- ADVICE.is Fróðleikur og rök gegn Icesave 3 Fróðleikur og rök gegn Icesave 3
- Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið Vettvangur þeirra sem krefjast siðbóta og að stjórnmálamenn axli ábyrgð
- Auðlindir hafsins í þjóðareign Heimasíða thjodareign.is
- Nýtt framboð Vettvangur til að kynna skoðanir og ræða um samfélagið okkar
- Völd á Íslandi
- Animal Farm Þekkja ekki allir stjórnarfarið sem við bjuggum við og höfum enn
Tenglar annað
Bloggarar ofl
- Suðurnesjablogg Fortíðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 62
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 233
- Frá upphafi: 106589
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 150
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta þyrlumál ekki bara klassískt dæmi um það að maður á ekki að hafa öll egginn í sömu körfunni.
Gestur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:49
Það hefði nú ekki bjargað neinu í dag að hafa þyrlu á Akureyri, þó síður sé. Svo er nú aldrei hægt að fullyrða hvenær menn eru seinir á vettvang í svona tilfellum.
thorben (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:13
Thorben, það hefði kannski hjálpað að hafa vél á Hornafirði, en enginn getur fullyrt það.
Það virðist allt þurfa að vera í Reykjavík, eins og þar verði alltaf veður gott og ekkert geti komið fyrir.
Það þarf ekki mikla reiknisgáfu til að sjá að flugtími styttist verulega, við það að geta flogið frá Td Hornafirði eða Akureyri í útkall ef slys hefur orðið fyrir Norðan eða Austan landið, svo ekki sé talað um slys á landi.
Í vetur er búið að koma ítrekað fyrir að flug frá Reykjavík er út úr myndinni vegna veðurs, en vel hefur verið hægt að fljúga á aðra staði fyrir Norðan eða Austan.
Og þá sitja allar þyrlurnar, lamaðar á Reykjavíkurflugvelli engum til gagns.
Ekki mikil viska í svona andvaraleysis skipulagi, vona svo sannarlega að aldrei komi neitt fyrir á Reykjavíkursvæðinu, því þar er búið að hrúga nánast öllum neyðarviðbrögðum saman í eina körfu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 01:44
Tíminn hefði styst enn meir, ef um 3000 tonna varðskip búið öflugri þyrlu hefði verið staðsett sunnan við landið.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 04:48
Engin ástæða til annars en að hafa þyrlur víðar en í Reykjavík. Það hlýtur hver og einn að sjá út frá heilbrigðri skynsemi svona almennt séð - eða hvað
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 09:35
Pétur, það er rétt en það þarf líka að vera til staðar endastöðin sem er venjulega sjúkrahús.
Á Akureyri er gott sjúkrahús til staðar og vel má efla aðstöðuna á Hornafirði, því slys verða líka á landi.
En það hlýtur að fara að koma þetta varðskip okkar, þyrftum að eiga 2 svona skip.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 10:42
Sammála.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:08
Í guðana bænum þarna fórst maður rétt sunnan við landið, þetta er sjálfsagt saklaus ungur maður að reyna að bæta við sig flugtímum með því að ferjuflytja flugvél milli Ameríku og Evrópu. En því miður hann var óheppinn og lenti í ýsingu eða einhverju því verra sem von er á á þessum árstíma. Ég er að hugsa um að setja upp vefsíðu með upplýsingum fyrir ferjuflugmenn um hættur sem eru því fylgjandi að fljúga yfir Atlantshafið yfir vetrartímann. Eflaust hefur aðilinn sem réði þessa tvo ógæfusömu flugmenn sem hafa farist síðustu daga við ferjuflug ekki spáð mikið í því hversu hættuleg þessi flugleið er og kaupandanum er jafnvel slétt sama þar sem hann fær vélina borgaða frá tryggingunum en flugmaðurinn, tja hann er látinn í sjónum og ástvinir hans fá ekkert nema hann sé sjálfur líftryggður.
Þetta er sorgar saga, ég er sjálfur flugmaður og sem Íslendingur veit ég það að ég myndi aldrei reyna að fljúga svona litlum flugvélum yfir Atlantshafið á þessum árstíma. Það ætti að vera skyldulesning fyrir ferjuflugmenn að lesa fyrstu bók Jóhannesar Snorrassonar, Skrifað í Skýin þar sem hann lýsir fyrstu ferjuflugum sínum frá Ameríku til Íslands yfir há vetur, þar má segja að hann hafði heppnina með sér að hafa komist lífs af en því miður þá hefur sú skemmtilega og fróðlega bók ekki komið út á 'útlensku'.
Sigtryggur Sigtryggsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:55
Ég tek það samt fram að ég tel að þyrla eigi að vera staðsett í Reykjavík og á Akureyri.
Sigtryggur Sigtryggsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 01:10
Sigtryggur.
Svona atburðir eru engum gleðiefni, og því verðum við að gera það sem hægt er, til að koma í veg fyrir þá, með því að vera betur undir það búin, að fást við svona og svipaða hluti.
Staðsetning flugflota Landhelgisgæslunnar er atriði sem þarf að endurskoða með tilliti til styttingu flugtíma, veðurfars og fleiri atriða, jafnvel skoða með reglulegar tilfærslur á milli staða út frá ,til dæmis, staðsetningu fiskveiðiflotans og fleiri atriða.
Vestur,Suður og Austurland, á að skoða í þessu sambandi, vel er hægt að hafa fastar starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, því þar eru öflug Sjúkrahús, en til dæmis Ísafjörður og Neskaupsstaður eða Hornafjörður, eru staðir sem flytja má vélarnar á, þegar það er talið henta vegna aðstæðna.
Mestu máli finnst mér samt skipta að menn komi út úr fílabeinsturnum andvaraleysis, og fari yfir málið.
Þetta er spurning um heildarsýn á leitar, björgunar og sjúkraflug á Íslandi öllu og nágrenni.
Þetta er líka spurning um að það sitji ekki allt fast í Reykjavík, sökum veðurs eða skammsýni og andvaraleysis.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.