Krossferð Sjálfstæðisflokksins gegn landsbyggðinni

Landsbyggðin virðist vera eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hatar sem pestina, ef fólk fer yfir feril Bæjar og Ríkistjórna þess flokks síðustu kjörtímabilin, þá má meðal annars sjá eftirtaldar aðgerðir flokksins, oft  unnar í skjóli samstarfsflokka, sem dæmi um þessa eyðingarstefnu.
  • 1. kvótakerfið, sem svipti fólkinu atvinnu og sjálfbjargræðis möguleikanum, gerði eignir þess verðlausar og í mörgum tilfellum nánast óseljanlegar. Kerfið hefur kvatt til slíkrar rányrkju á miðunum að nú er nánast búið að eyðileggja fiskistofnana til frambúðar.
  • 2. Landflutningarnir, sem eru komnir til vegna aðgerða í einkavæðingu og tollamálum, flutningskostnaður er að sliga heimilin á landsbyggðinni og að gera öll framleiðslufyrirtæki vonlaus í rekstri og ósamkeppnishæf, með svipuðum afleiðingum og kvótakerfið.
  • 3. Raforkumarkaðurinn, sem var gerður að samkeppnismarkaði á milli ríkisfyrirtækja, og opnaði fyrir skriðu kostnaðarhækkana, hækkaði verð á raforku og gjöld á landsbyggðinni, sem nýtur í engu þess að orkan er framleidd í túnfætinum.
  • 4. Útboðsfyrirkomulag byggingarlóða, sem er aðferð sveitarfélaga til að komast framhjá reglum, sem bönnuðu þeim að reikna gatnagerðargjöldin hærri en nam sannanlegum kostnaði við lóð, sem hefur sprengt allt lóðarverð upp í jafnvel tugi miljóna og gert fólki ókleyft að byggja sjálft, nema með óhóflegri skuldsetningu á okurvöxtum bankana, sem hefur gert landsbyggðarfólki nánast ómögulegt að flytja til stærri þéttbýlissvæða, vegna verðlítilla eigna á landsbyggðinni, er hafa étið upp allt, eigið fé fólks.
  • 5. Væntanleg Íbúðarlánasjóðs útför, sem á að vera gjaldið fyrir hryðjuverkahegðun stóru bankana á orðstír landsins erlendis, Íbúðarlánasjóður er eina von landsbyggðarinnar til að njóta kjara á við þéttbýlið, dauði sjóðsins mun stöðva nýbyggingar og sölu á landsbyggðinni, nema á stærstu stöðum. Gegndarlaus græðgi og sjálftaka launa hefur einkennt bankana, og svo á að refsa almenningi fyrir áhættusækni bankana erlendis, með því að ráðast á Íbúðarlánasjóð og loka fyrir aðgang almennings, sem verður þá ofurseldur okurvöxtum bankanna.
  • 6. Stóriðjudekur stjórnmálamanna hefur verið notað sem plástur á sárin, en er eingöngu til þess að flýta fyrir eyðingu landsbyggðarinnar utan nokkurra verksmiðjuþorpa sem verða svo háð verksmiðjunum, að við brotthvarf þeirra leggjast þessi þorp nánast af. Það er fyrir séð að þegar hagkvæmari verksmiðjur rísa annarstaðar, verður núverandi lokað.

Hvaða ályktanir getur maður dregið af þessari glæsilegu ferilskrá, Ríkisstjórna Sjálfgræðgiflokksins undanfarinn ár, aðrar en markvissa stefnu til eyðingar búsetu utan stærstu þéttbýlisstaða.

Verði ekki farið að vinna í eflingu byggðar á landsbyggðinni, verðu Ísland að mestu óbyggt til sveita og stranda.

Smávægilegur vonarneisti getur samt kviknað við lengingu flugbrauta, þar sem grundvöllur er fyrir eflingu ferðaþjónustu og vöruflutninga.

Við eflingu á flutningshöfnum í landsfjórðungum.

Við opnun á möguleika fyrir, netþjónabú, iðnfyrirtæki og aðra stórra notendur, til að njóta nálgunar við stóriðjutaxta til starfsseminnar, sé flutningsvegalengd raforkunnar styttri en þvert yfir landið.

En stærsta einstaka, og áhrifaríkast aðgerð, sem hægt væri að framkvæma fyrir landsbyggðina, væri sú að gefa krókaveiði smábáta frjálsa.

Sú aðgerð myndi valda straumhvörfum, og þýfið kæmist þá aftur heim.

Þá yrði samskonar frelsisgjöf til handa Íslenskum landbúnaði, álíka áhrifarík til sveita landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var búinn að setja niður tölusett innlegg og allt, tók fyrir lið fyrir lið, hvað væri hreinlega ósatt í þessu innleggi.

Geri það seinna.

1.  Kratar og frammarar settu saman Kvótakerfið (allt frá Gylfa Þ til norðdal)

2.heimildir til að auka skattheimtu í formi Hafnagjalda =Kratar

3. við opnuðum á, að bændur gætu framleitt inn á netið og selt þangað.  Það vorum við sem gerðu bændum kleyft að verða orkubændur líkt og Hvestubændur í Arnarfirði eru.

4.  Það var R-listinn sem hóf útboð á lóðum, þeir fokkuðu öllu því upp GEGN STÖÐUGUM MÓTMÆLUM ÍHALDSINS Ekki einusinni á Seltjarnarnsi hafði ÁÐUR verið boðið út með uppboðakerfi.

Síðustu lóðir sem settar voru út i Rvík án uppboðs voru sjávarlóðirnar sem dregnar voru uppúr hattinum góða, upp úr hverjum komu einungis frændur vinir og venslamenn Ingibjarngar Sólrúnar.

5.  það er ekki nema ofurfrjálshyggjumennirnir í mínum flokki sem þetta vilja við hinir erum verulega andstæðir niðurflagningu sjóðsins Heuyrist nú að Sú Gráa vilji nú skoða málið.,

Þú ert að skjóta á okkur Íhaldsmenn en ættir að beina þínum hlaupum að KRÖTUNUM.  ÞAr eru meinsemdir ísl. þjóðfélags og óværa á þj´joða´líkamanum.

með virðingu og óskum um góða helgi með ánægjulegu bjórþambi í tilefni afmælis frelsis til að teyga þann mjöð á Íslandi aftur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.2.2008 kl. 15:07

2 identicon

Heilir og sælir !

Afbragðs færzla; hér hjá þér, Þorsteinn Valur, sem vænta mátti.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband