Fimmtudagur, 13. mars 2008
Ríki í Ríkinu
Það er ekki hlutverk lögreglumanna að koma sér upp Ríki í Ríkinu.
Saklaus uns sekt er sönnuð, er undirstaða réttarríkisins og merkilegt ef rétt er eftir lögreglumönnum hafta, að þeir hafi dæmt mennina sem seka frá degi eitt, er hægt að treysta rannsókn máls frá mönnum sem tamið hafa sér þetta viðhorf frá upphafi, eru rannsóknargögn lituð af þessu viðhorfi og eingöngu dregnar fram staðreyndir sem styrkja ákæruvaldið, en ekki líka gögnum sem styðja vörn ákærða.
Lögreglumenn eru ekki skyldaðir til starfans né þvingaðir til að gegna embætti lögreglumanna, þeir hljóta menntun til sérhæfingar sem gæslumenn laga og réttar, þeirra er að gæta laga og réttar, en ekki að setja lög eða reglur sem þeim hugnast.
Alþingi hefur löggjafavaldið, og þangað ber að snúa sér með óskir og rökstuðning fyrir lagabreytingum, þetta eiga Lögreglumenn að vita.
Að ráðast í sífellu á Héraðsdóm, ef dómsniðurstaðan er ekki þóknanleg Lögreglumönnum, segir meira um lélega löggjöf og virðingarleysi Lögreglumanna fyrir Dómstólum, en Héraðsdóm og hans dóma, það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir yfirstjórn Löggæslumála að sjá hvernig komið er.
Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú stefna að troða lögreglumönnum inn í bíla og hætta daglegum göngum um helstu verslunargötur og daglega verustaði fólks, þetta rauf samskiptaformið og myndaði gjá, í dag boðar koma Lögreglunar yfirleitt ekki vinsamlegt viðmót og úrlausn vanda, heldur yfirgang og frekjulegt viðmót manna, sem helst vilja komast í handalögmál og niðurlægja fólk.
Væri ég í sporum þessara ungu manna, sem brugðust við sýnilegu áreiti á kunningja sýna, hefði ég gert það sama, það á ekkert að vera sjálfgefið að einhverjir yfirgangsseggir séu endilega Lögreglumenn, og því eigi bara að horfa fram hjá svona áreiti.
Það væri ábyrgðarlaust af Héraðsdóm, að senda þau skilaboð út í samfélagið, að ef fólk sjái hóp manna áreita einhvern, sé best að forða sér og skipta sér ekki af málinu, lögreglumenn verða bara að undirbúa svona kvöldgöngur betur og fara að hegða sér eins og samstarfsmenn hins almenna borgara, en ekki hegða sér eins og úlfahjörð í leit að bráð, slík áframhaldandi vinnubrögð munu efla andstöðuna enn meira, og Lögreglumenn munu lenda í æ harðari átökum sem viðhalda þessari einstefnu í samskiptum, sem hefur leitt þá út í þetta öngstræti.
Starf Lögreglumanna er ekki auðvelt né létt, þeir koma á miklum sorgar og harm stundum sem og á miklum gleði stundum í lífi fólks, þeir þurfa að hjálpa fólki á ögurstundu sem og taka á ofbeldismönnum, þetta er ekki einfalt né auðvelt starf, og hafa rannsóknir sýnt hærri tíðni sjálfsvíga og annarra starfstengdra vandamála, meðal Lögreglumanna en annarra starfsstétta, samskipti við almenning og viðmót fólks, hefur mikil áhrif á lögreglumenn sem annað fólk, því verður ímynd Lögreglunnar að batna til muna, og jákvætt viðmót og tíð almenn samskipti hafa þar mikið að segja.
Rafbyssur og úðabrúsar er ekki leiðinn til bættra samskipta við borgarana, og kjánaskapur að þenja sig alltaf út eins og móðgaðar prímadonnur í hvert skipti sem Héraðsdómur hlýðir ekki né þóknast Valdsstjórninni.
Kæri Dómsmálaráðherra, er ekki komin tími á endurmenntunarnámskeið og uppstokkun innan Lögreglunar á Höfuðborgarsvæðinu, áður en samskiptagjáin við borgarana er orðin óbrúanleg.
Virðing er áunnin, en ekki í lög sett.
Hér er slóð á dóminn : http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800128&Domur=2&type=1&Serial=1&Words
Kurr í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Athugasemdir
Saklaus uns sekt er sönnuð, er undirstaða réttarríkisins og merkilegt ef rétt er eftir lögreglumönnum hafta, að þeir hafi dæmt mennina sem seka frá degi eitt, er hægt að treysta rannsókn máls frá mönnum sem tamið hafa sér þetta viðhorf frá upphafi, eru rannsóknargögn lituð af þessu viðhorfi og eingöngu dregnar fram staðreyndir sem styrkja ákæruvaldið, en ekki líka gögnum sem styðja vörn ákærða.Það er hárrétt, víða í löggjöfinni segir berum orðum að opinberir starfsmenn eigi í störfum sínum að gæta hlutlægni og “að horfa jafnt til atriða sem horfa til sýknu sem og sektar” – Það eru meira að segja dæmi þess að dómstólar hafi sýknað þegar það lítur út fyrir að lögregla/stjórnvald hefur viljandi horft framhjá gögnum/staðreyndum sem voru ívilnandi fyrir sakborning.Nú er þessi ákæra ekki gefin út af lögreglunni, heldur af ríkissaksóknara, sem er ekki aðeins sjálfstæður frá henni heldur hefur hann eftirlit með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, getur t.d. óskað eftir að tilteknum gögnum verði aflað, að ákveðin atriði verið rannsökuð betur o.s.frv. Hann ber einnig ofangreinda hlutlægnisskyldu, auk þess sem hann má aðeins höfða mál, telji hann meiri líkur en minni á sakfellingu, hann á m.ö.o. aldrei að nota dómstólana og sakborninga sem prófun, eða til að sjá hvað gerist.Lögreglumenn eru ekki skyldaðir til starfans né þvingaðir til að gegna embætti lögreglumanna, þeir hljóta menntun til sérhæfingar sem gæslumenn laga og réttar, þeirra er að gæta laga og réttar, en ekki að setja lög eða reglur sem þeim hugnast.Sammála því.Alþingi hefur löggjafavaldið, og þangað ber að snúa sér með óskir og rökstuðning fyrir lagabreytingum, þetta eiga Lögreglumenn að vita.Þeir eru ekki að biðja um lagabreytingar, heldur að gildandi lögum sé framfylgt, þar á meðal sönnunarreglum og að refsiramminn sé nýttur í svo alvarlegum tilvikum. Ég er reyndar sammála því að dómstólar eiga ekki að vera í því að “senda skilaboð út í samfélagið” í einstökum málum eða “gera fordæmi” úr einstökum mönnum, þar eð slíkt er klárt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár.Að ráðast í sífellu á Héraðsdóm, ef dómsniðurstaðan er ekki þóknanleg Lögreglumönnum, segir meira um lélega löggjöf og virðingarleysi Lögreglumanna fyrir Dómstólum, en Héraðsdóm og hans dóma, það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir yfirstjórn Löggæslumála að sjá hvernig komið er.Væri ég í sporum þessara ungu manna, sem brugðust við sýnilegu áreiti á kunningja sýna, hefði ég gert það sama, það á ekkert að vera sjálfgefið að einhverjir yfirgangsseggir séu endilega Lögreglumenn, og því eigi bara að horfa fram hjá svona áreiti.Ég veit ekki hvort þú hefur séð þá, en er nú ekki beint erfitt að sjá að þetta séu lögreglumenn, þeir eru alltaf nokkrir saman með talstöðvar í eyrunum og með mjög áberandi tækjabelti um mittið með handjárnum, mace-úða, kylfu og ýmsu öðru. Að auki eru þeir með lögregluskilríki um hálsinn eða í vasanum sem þeir verða alltaf að sýna til að þeir hafi gert grein fyrir sér sem löreglumenn. Skv. lögreglulögum nægir annað af tvennu, að koma fram í búningnum eða að sýna skilríkin. Þeim gat ekki dulist hverjir væru þar á ferð.Kæri Dómsmálaráðherra, er ekki komin tími á endurmenntunarnámskeið og uppstokkun innan Lögreglunar á Höfuðborgarsvæðinu, áður en samskiptagjáin við borgarana er orðin óbrúanleg.Hvað með vettvangsferð dómara með lögreglu á næturvakt um eina helgi?
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:14
Þú lýsir því yfir að sjáir þú einhvern áreita kunningja þinn þá myndir þú umsvifalaust láta hendur skipta. Þú gerir sjálfkrafa ráð fyrir að lögreglumenn sem voru að gegna störfum sínum hafi með því sýnt áreitni. Það er fulljóst hverjum manni með fullu viti að þessir menn höfðu engan rétt til þess að ráðast á lögregluna einfaldlega af því að þeir töldu að hún færi í taugarnar á vinum sínum. En þetta finnst þeim eðlilegt, og þér líka. Þú leggur til endurmenntunarnámskeið fyrir lögregluna af þessu tilefni, þó lögreglan sé sá aðili sem varð fyrir árás. Þér virðist umhugað að vitna til lagalegra réttinda; það vill reyndar svo til að tjáningarfrelsi er bundið í lög á þessu landi og þar af leiðir að allir, jafnt lögreglumenn sem aðrir, hafa fullan rétt til þess að gagnrýna dóma og forsendur þeirra. Afhverju fer það svona í taugarnar á þér að lögreglumenn svari þessu opinberlega? Mér sýnist af þínum málflutningi að þér sé illa við lögregluna. Tilfinningakennd viðbrögð þín við umfjöllun um dóminn bera því vitni. Hefur þú kannski komist í kast við lögin? Er þér illa við lögregluna vegna þess? Þú værir ekki sá fyrsti.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:47
Ég sé ekki betur en að einkunnarorð þín á þessari síðu séu eitthvað á þá leið að þú "æskir gagnkvæmrar virðingar fyrir ólíkum skoðunum". Hugsar þú um það þegar þú ræðst á lögregluna þegar hún er að tala við félaga þinn, æ fyrirgefðu "áreita" félaga þinn.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:51
Þú klikkar á einu "smá atriði" fólkið sem lögreglan var að hafa afskipti af þekkti árásarmennina EKKI NEITT þau höfðu aldrei séð þá áður þannig að kunnigja commentið þitt stenst ekki.
Jón (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:14
Arngrímur Eiríksson: þakka þér fyrir málefnalega útskýringar á skoðun þinni og viðhorfum, ég tel vettvangsferð dómara með lögreglumönnum á næturvakt ekki inn í myndinni, það eru nefnilega tvær hliðar á öllum málum og ber dómurum að vera án tengsla við málsaðila.
Þorgeir Ragnarsson : Umfjöllun þín er varla svara verð, þú sakar mig um tilfinningaleg viðbrögð, andúð á Lögreglu og feril sem afbrotamaður. Ég reiknaði með allavega svona viðbrögðum frá bloggheim, svona að draga persónuna sem ekki sýnir "rétta" skoðun á málinu niður í ræsið, efast um heillindi og heiðarleika, gefa í skin annarleg sjónarmið hjá viðkomandi og svo framvegis.
Þetta er gömul og þekkt aðferð frá vettvangi stjórnmálana, ef skortur er á rökum er brugðið á það ráð að ráðast á persónuna sjálfa.
Þór : Vinsamlegast lesið svar til Þorgeirs Ragnarssonar.
Jón : Ég hef bætt við slóð á dóminn hjá Héraðsdóm, þar kemur fram ástæða þess að mennirnir töldu að vinkonu sinni vegið.
Það þarf tvo til í öllum deilum, og ekki bæta mismunandi tungumál.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.3.2008 kl. 18:40
Feiki góður pistill
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:05
Takk Guðrún
Virðist samt ekki alveg skila sér, sumir virðast halda að ég sé sáttur við ofbeldi gegn Lögreglumönnum, sem ég er alls ekki.
Ég hef bara átt töluverð samskipti og samvinnu við Lögregluna í gegn um tíðina, og það er eins og svart og hvítt að eiga samskipti við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og svo utan Höfuðborgarsvæðisins
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.3.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.