Æ æ er hún móðguð

Ég verð nú líka að lýsa furðu mynni á Umhverfisráðherra og hennar störfum, skilst að málið sé búið að veltast um í skúffum hennar Ráðuneytis í 7 mánuði.

Sé ekki betur en hún sé bara móðguð yfir því að Suðurnesjamenn hugsi og framkvæmi sjálfstætt, málið er ekki hennar til að dunda sér við í rólegheitum, á meðan við blasir að Norðurál vill fjárfesta í Álveri, sveitarfélöginn vilja fá Álverið í Helguvík, og allt er í samræmi við lög og reglugerðir.

Það er ekkert einkamál Ráðherra né i valdi hennar að stöðva framkvæmdina, til að uppfylla draumsýn og gaspur um rómantíska náttúruvernd á kaffihúsafundum.

Venjulegt fólk út í samfélaginu, þarf að hafa atvinnu til að standa undir skuldbindingum sýnum við samfélagið, og geta tryggt börnum sýnum framtíð.

Við greiðum ekki skattana og lánin með draumsýn, við menntum ekki börnin né færum þeim mat á borð fyrir gaspur, við framfleytum okkur ekki á rómantískum draumum umherfisráðherra.

Stjórnmálamenn á Alþingi eiga að setja landinu lög og reglur, til þess eru þeir kosnir.

Ráðherrar eiga að stýra sýnum Ráðuneytum, fylgja lögum og setja reglugerðir ef svo falið af Þingi.

Það er ekki hlutverk þessara aðila að vera að skipta sér af rekstri einstakra fyrirtækja, sem eru ekki á vegum eða í eigu Ríkisins.

Lagaramminn er leiðsögn fyrirtækjanna, ekki persónulegar skoðanir einstaka stjórnmálamanns.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Flott ádrepa hjá þér Þorsteinn. Þórunn virðist vera algjörlega vitfyrrt.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.3.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þórunn virðist hafa dagað upp í hinu lokaða opinbera umhverfi, sem flest allir okkar stjórnmálamenn virðast vera aldir upp í.

Oft eins og þetta fólk búi í öðrum heim.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.3.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband