Raunsætt mat

Raunsætt mat Seðlabankans fer fyrir brjóstið á mörgum, sérstaklega fasteignasölum, byggingarfyrirtækjum og bankamönnum, sem hafa gert út á bjartsýni og væntingar almennings.

Fasteignaverðið hefur farið langt upp fyrir raunkostnað við byggingu húsnæðis, og búið var margoft að vara við þessum afleiðingum, en enginn vildi hlusta.

Sveitarfélöginn og bankarnir bera þunga sök í þessu máli, en eru bæði sið og ábyrgðarlaus í raun, útboðsaðferð lóða hefur verið notuð af sveitarfélögunum til að fara á sveig við lög, og afla tekna umfram raunkostnað við framkvæmdir, Bankarnir hafa fylgt í kjölfarið, fjármagnað framkvæmdir byggingaraðila og svo kaup almennings á eignum sem eru verðlagðar langt umfram raunvirði, en seldust vegna offramboðs á verðtryggðum lánum, með smáu letri um reglulega endurskoðun vaxta.

Og núna þegar ískaldur raunveruleikin blasir við, er ráðist á sendiboða illra tíðinda af offorsi, og talað um sprengja upp Seðlabankan og galdrabrennur, til að reiðin beinist nú ekki að hinum seku.

Það þarf að setja Sveitarfélögunum miklu stífari lagaramma, og stoppa ábyrgðarlausa hegðun þeirra.

Það þarf að setja lánastofnunum líka lagaskorður, afnema verðtrygginguna og eða svipta bankana réttinum á að geta sett verðtryggingu á lán, sem bera breytilega vexti, eru tryggð með fasteign og jafnvel líka með sjálfskuldaábyrgðum fjölda einstaklinga.

Þessi réttur lánveitanda til að krefja endalaust ábyrgða og trygginga fyrir allri áhættu, hefur skapað áhættulausar og ábyrgðalausar stofnanir, sem taka nánast enga áhættu, en geta endalaust kúgað vexti og kostnað út úr landsmönnum.

Á Íslandi, er að taka við samfélaginu kynslóð vaxtarþræla, sem engan sjálfsbjargarmöguleika hefur, fólk mun gefast upp og samþykkja inngöngu í Evrópusambandið, þó ekki sé nema til að losna undan okrinu og græðginni, eða afglöpum Íslenskra stjórnmálamanna og spillingu.


mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt satt og rétt. Merkilegt hvernig fjölmiðlum hér á landi tekst alltaf að leiða hjá sér kjarna málsins. Ánægjulegt að rekast á skynsaman mann í botnlausu blaðri bloggheima.

Karl (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:29

2 identicon

Þetta er lang gáfulegasta greinin sem ég hef lesið hér um raunhæfa spá Seðlabankans og auðvitað svíður fasteignasölum og  bankafólki, sem hefur mergsogið almenning í uppsveiflunni. Nú fer þessu liði hins vegar best að þegja einfaldlega í hinni hröðu niðursveiflu sem framundan er. Hið siðlausa bankafólk sem tróð lánum upp á fólk, sérstaklega yngra fólk ætti að skammast sín núna þegar það er búið og mun skella hurðum á viðkomandi fólk sem sumt hvert mun verða gjaldþrota þegar fasteignaverðið hefur lækkað um 30 %. Í Bretlandi og fleiri löndum er fasteignaverð á hraðri niðurleið og þar þykir það hið eðlilegasta mál. 

Stefán (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta eru orð að mínu skapi.  Seðlabankinn hefur verið samkvæmur sjálfum sér allan tímann.

Mér finnst fréttnæmast hvað fjölmiðlar voru gagnrýnislausir á það var augljóst að myndi gerast.

Ég bloggaði fyrst um þetta í apríl 2007:

    http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/entry/170812/

Af hverju bentu fjölmiðlar ekki ungum lántakendum á þetta?  Er annars kennt heimilisbókhald í grunnskólum?

Kári Harðarson, 11.4.2008 kl. 13:54

4 identicon

Loksins les maður almennilegt blogg, svo margir haugar í þessum heimi. Vel skrifað :) Thumbs up !!!!

Þorbergur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:58

5 identicon

Góður pistill

Íslendingar virðast vera algjörir vitleysingar í fjármálum.

Það er búið að plata meginþorra almennings í langan tíma með allskonar lýðskrumi.

Allir halda að þeir séu "nýrikir Nonnar" og sé boðið í veizluna með Elton John og einkaþotu/helikopter klíkunni..

Íslenzkir fjölmiðlar hafa illa brugðist skyldu sinna að upplýsa almenning um gang mála

Fasteignaverð á eftir að lækka meira en 30% , kannski 43.5% (Sjá graf Shiller's)

Vísbendingu um þróun fasteignaverðs í framtíðinni er hægt að sjá með að skoða Shiller's graph.

Fasteignaverð frá 1890 til dagsins í dag. A History of Home Values

http://patrick.net/housing/contrib/housing_projection.html

Um höfundinn Robert Shiller á Wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/Robert_Shiller

Heimasíða hans:

http://www.econ.yale.edu/~shiller/

Ragnar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

úff....þarna fara menn nú í nokkra hringi, sýnist mér.....

Haraldur Bjarnason, 11.4.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband