Illa gert

Það er illa gert að spila á vonir fólks og trú, um gæfuríka framtíð með velgengni, til þess eins að tryggja sér og sýnum rekstri, framtíðartekjur og hagnað.

Stofnanir og fyrirtæki sem eru tryggðar í bak og fyrir gegn nánast allri áhættu, eru og verða ávallt ábyrgðarlaus og græðgidrifin, með þann eina tilgang að afla eigendum hagnaðar.

Fjöldi einstaklinga er nú fastur í þrælanet bankana og á enga útgönguleið, oft vegna þess að bankarnir passa sig á að flækja nánustu skyldmennum og vinum í sjálfsábyrgðarnetið með lántakendunum, og einstaklingar með verðtryggð okurvaxtalán á bakinu eru trygging fyrir því að fangelsi eigna eru ávalt full af vaxtar þrælum, sem færa lánveitendum arðinn, sem borgar fyrir þotuferðirnar og veislurnar, svo sér almannatengslafulltrúin um að kalla til blaðamennina, sem sjá um að auglýsa upp góðverk öðru hvoru og kæfa gagnrýnisraddir. 

Það eru stjórnmálamenn þessa lands sem bera ábyrgðina á ástandinu, þeir afnema ekki verðtrygginguna né setja bönkunum og sveitarfélögunum skorður, þeir eru of uppteknir við að efla og bæta eigin hag, komnir með fínt eftirlaunafrumvarp, farnir að fljúga um heiminn í einkaþotum, fá orðið að kyssa blóðugar hendur böðla Íraks, á meðan þeir eru að tryggja aðalsstéttinni forgangs áritanir vegabréfa til U.S.A, þeir eru að ganga frá stórfelldri fjölgun aðstoðarmanna fyrir þingmenn, til viðbótar við aðstoðarmenn Ráðherra og eru sammála um að flokkarnir eigi að njóta veglegra ríkisstyrkja upp á hundruð miljóna, deila á milli sýn skattfé almennings eins og gestir við hlaðborð alsnægta, eða eru þetta mútur samtryggingarinnar.

Skítt með horaðan almúgann, það er komin sérsveit með byssur og vel hægt að berja niður mótmæli og þras.

Og hugsa sér, að við kusum þetta sjálf yfir okkur í lýðræðislegum kosningum án þvingana, sömu tungufossana aftur og aftur á þing, erum við ekki að leggja blessun okkar yfir spillinguna með eigin aðgerðum og aðgerðaleysi.

Viljum við þetta í raun, eða erum við svona huglaus og löt.

Grátkór fasteignasala grætur nú krókódílatárum og ber sér á brjóst, enda hafa þeir mokað inn peningum í uppganginum, og hafa haft mestan hag af því að spenna verð upp til að söluprósentan skili miklu, svo koma talsmenn þeirra og þykjast hafa hag almennings í huga, en svíður í raun bara tekjutapið, þeir eru að reina að æsa upp kröfukór sem krefur Íbúðarlánasjóð um hærri lán og meiri útgjöld, þeim er alveg sama um allt nema eigin gróða, og axla enga ábyrgð á þátttöku í uppsprengdu verði á fasteignum, né tælandi sölumennskunni sem hefur lokkað marga til að fjárfesta langt umfram getu, og hefur nú sett þrælshlekkina á líf þeirra til framtíðar.

Margir þessara sölumanna reka svo líka innheimtufyrirtæki samhliða, þannig að nú verður bara skipt um grímu, og vaxtarþrælarnir blóðmjólkaðir fram að kistulagningu, Það á samt við í þessari starfsstétt eins og öllu öðru, að heiðarlegt og gott fólk er til á meðal fasteignarsala, en skussarnir eru áberandi, fjóra fasteignarsala hef ég átt viðskipti við á lífsleiðinni

Nr:1 Leyndi upplýsingum um lánakjör og seldi skjallsölu með hag sýn og seljandans einan í huga.

Nr:2 Þurfti að kæra til Eftirlitsnefndar, til að fá söluferlið klárað og uppgjör 5 árum eftir útgáfu afsals.

Nr:3 Framvísaði uppkasti af samning sem frumeintaki, og leyndi þannig kvöð, sem ekki kom fram á veðbókarvottorði en var samt þinglýst á eign, og naut þar óafvitandi, opinberrar aðstoðar vegna afglapa starfsmanns sýslumanns, sem móttóku til skráningar en færðu ekki inn í bók.

Nr:4 Ávann sér traust, með opnum og heiðarlegum vinnubrögðum í alla staði, en var greinilega undrandi á tortryggni minni.

Stjórnvöld verða að setja skýran samræmdan lagaramma um fasteignarmarkaðinn, allt frá gatnagerð til niðurrifs bygginga og tryggja rétt sem ábyrgð, allra sem koma að málinu.

Síðast en ekki síst, verður að gera fjármálakennslu að skildugrein í grunnskólum og láta nemendur í 9 og 10 bekk, fara í gegn um sýndarveruleika heimilisreksturs, en bæta svo við fasteignakaupum seinna, og tryggja þeim raunverulega þekkingu með gagnrýnni hugsun, áður en væntingarsölumennirnir fá þau í hendurnar til að tæla í þrældóm sýndarmennsku.

Lífið er of dýrmætt og stutt, til að eiða því í svona hluti.


mbl.is Úr 5 milljónum í plús í 5,5 milljónir í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Algjörlega sammála þér í þessu máli og mér finnst alltaf vanta spurninguna hvernig á fólk með meðaltekjur að borga af 18000 000 kr láni þegar að formaður félags fasteignasala er að tala um of lagt hámarkslán. En ef maður les söguna þá er svona ástand eins og hér er núna oft undanfari breytinga eins og til dæmis þeirra sem urðu i Frakklandi og Rússlandi ef almúgin er klipin og mikið rís hann upp kannski eru vörubílstjórar fyrsta merkið um það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2008 kl. 22:46

2 identicon

heyr, heyr!!! Eins og talað frá mínu hjarta.

gunnar róbert (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góð færsla, ég er 100% sammála öllu sem sagt er. Ég held að fyrsta skrefið verði að vera aflagning verðtryggingarinnar. Án hennar geta bankarnir ekki tapað og almúginn ekki komið sér út úr skuldunum. Það er auðvitað eitthvað að ef upphæð lánsins er hærri í árslok, þó að alltaf sé staðið skil á afborgunum.

Villi Asgeirsson, 13.4.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Landfari

Það er mikið til í þessu hjá þér. Málið er bara að fasteignaverð var orðið allt of hátt og komið langt upp fyrir framleiðslukostnað. Þau okkar sem keyptu á þessu verði lenda óneytanlega illa í því ef verðið lækkar til raunveruleikans sem það hlýtur að gera. Spurningin ekki hvort heldur hvenær.

Það eru fasteignasalar með dyggri aðstoð bankanna sem hafa spennt upp verðið í eigin þágu. Því finnst manni heldur klént að heyra vælið í þeim núna.  Skortur á lóðum hafði líka áhrif til hækkunar en það sýnir sig núna að það var nóg framboð á lóðum í það heila tekið miðað við fjölgun íbúa. Annars stæðu ekki þúsund íbúðir tómar núna.

Fæ samt illa séð hvernig hægt er að kenna ríkistjórninni um þetta. Það var búið að vara fólk við að vera að kaupa á 100% lánum. Búið að benda á að íbúðaverð hefði hækkað um 100% meðan byggingakostnaður hefði aðeins hækkað um 30%.  Fyrri ríkistjórn vildi ekki fella niður stimpilgjöldin til að ýta ekki undir kaupæði fólks þó það hafi verið stefnan að fella þau niður.

Það glataðasta af öllu væri samt að afnema vertrygginguna af lánunum. Þá fyrst myndu nú vextirnir hækka svo um munaði og upphæðin koma til greiðslu strax en ekki dreifast á lánstímann eins og hún gerir núna. Þá yrðu hér fjöldagjaldþrot einstaklinga.

Landfari, 13.4.2008 kl. 12:37

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Af hverju myndi afnám verðtryggingar hækka vexti? Af hverju er ekki boðið upp á fasta vexti eins og í nágrannalöndunum?

Villi Asgeirsson, 13.4.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband