Að þekkja sinn vitjunartíma

Það er ekki öllum flokksformönnum gefin sú skynsemi að þekkja sinn vitjunartíma og mörgum finnst þeir ómissandi þrátt fyrir að þeir skili engum afla og áhöfninni sé nánast öll farin.

Að reka stjórnmálaflokk eins og stéttarfélag  og einkaklúbb er trygging fyrir því að flokkar verða bara litlir og mynni en litlir fyrir rest.

Greinilega þarf að skipta um forustusauði í örflokknum sem hefur góð málefni til að berjast fyrir en nær aldrei neinu fram vegna þrálátrar setu manna sem engum afla skila öðrum en sýnum föstu mánaðarlaunum fyrir setu á þingi.

Maður sér það betur og betur með hverju árinu að banna á setu formanna lengur en 4 ár í einu, ef þeir sitja lengur virðast þeir gleyma að kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki.

Það er ekkert okkar ómissandi í heildarmyndinni en fyrir fjölskyldur okkar gæti svo virst, því ættu sjálfumglaðir leiðtogar að taka sé hlé og sinna þeim sem heima bíða.

Við hin komumst alveg af án þeirra.


mbl.is Flótti úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Rétt hjá þér. Það eru margir sem ekki þekkja sinn tíma eða vita ekki að fáir vilja þá lengur. Þar kemur til allra þeirra sem að "kaupa flokkana"

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.2.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband