Pólitísk rétthugsun

Það er greinilegt að pólitísk rétthugsun verður lykillin og nú verður spariféð okkar notað af fólki sem ekkert eigið fé á í þessum sjóðum til að skipta um stjórnendur í yfirteknum fyrirtækjum.

Eflaust verður gætt að því að rétt kynfæri séu á þeim sem til stjórnunar verða skipaðir og að pólitísk rétthugsun ríki.

Fólk fordæmdi aðskilnaðarstefnu Suður Afríku vegna litarháttar en blessar Íslenska aðskilnaðarstefnu vegna kynfæra.

Það á að ráða hæfustu einstaklingana til starfa á grundvelli þekkingar og reynslu en ekki endurtaka mistök fyrri áratuga, þegar reynslulausir en hámenntaðir háskólastrákar tóku við bankakerfinu og keyrðu í þrot.

Ef þessi frétt er rétt, er mikil vá fyrir dyrum og yfirlýsingar stjórnarformansins sem fer með annarra manna fé um að flokka fólk eftir pólitískri rétthugsun en ekki lögum og viðskiptalegum rökum valda hroll.


mbl.is Framtakssjóður Íslands fjárfestir til að hafa áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það eina sem við eigum eftir eru Lífeyrisjóðirnir- að mestu- furða samt miðað við að einnræðisherrar stjórna þar eins og víðar.

Þeir sem eiga þewssa sjóði-  almennigur - verða þeir ekki að fara að passa betur hvað er í gangi ?

við höfum ekki efni á að næsta yfirtaka Víkinganna verði lifeyri Landsmanna.

Kv. ERLA M

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.2.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt Erla, þetta er okkar framtíðarfé sem verið er að nota af fólki sem á jafnvel ekkert í þessum sjóðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband