Lögleiðum vændi og fíkniefni

Hér er slóð á óhugnanlegt myndband fyrir eldri en +18 ára sem sýnir aðstæður þeirra sem við þetta starfa: http://www.youtube.com/watch?v=BAPDjRA3z3U

Eina leiðin til að stöðva þetta og margt annað er að lögleiða vændi og fíkniefni þannig að hægt sé að hafa eftirlit með þessu, bönn eru bara til þess að allt fer í felur og því virka slík lög og reglur sem fjárhagslegur stuðningur við glæpamenn.

 

Að tryggja neytendum fíkniefna aðgengi að betri efnum og sprautum samhliða fræðslu og hjálp skilar meiri árangri en eltingaleikur og fangelsun. Að lögleiða vændi gerir vinnu umhverfið öruggara og betra sem og losar seljendur undan glæpalýðnum sem drottnar yfir og hirðir peningana, þá er hægt að koma á heilbrigðiseftirliti og gera seljendum vændis kleift að leita til lögreglu ef þarf og mæta í reglulega heilbrigðisskoðun til dæmis.

Með því að draga þessa starfssemi upp úr skúmaskotum og skuggasundum er verið að taka tekjurnar af glæpaliðinu sem og ná til þeirra sem þarf að bjóða hjálp og aðstoð til að losna undan þessu líferni.

Við getum svo sem bannað þetta áfram eins og kjánar og látið þá sem við þetta starfa fela sig, það leysir engan vanda heldur skapar meiri hörmungar og spurning hversu lengi við ætlum að fórna fólki til þess að nokkrir örgeðja einstaklingar geti talið sér trú um að allt sé gott.

Það má segja að þetta sé svipað og að líma myndir af sól og blómum fyrir alla glugga, það breytir samt raunverulega engu frekar en bann við neyslu fíkniefna og vændissölu.

Afneitun á vandanum er að valda mörgum óþarfa þjáningum, ef það kviknar eldur inn í íbúðinni hjá okkur þá viljum við hringja á slökkviliðið. En gerum við það ef slíkt kostar fangelsisvist.

Ef við værum fíkniefnaneytendur og í boði væri aðstaða þar sem hægt væri að fá gott og tryggt efni þá mundum við leita þangað frekar en í efni með óvissum íblöndunarefnum.

Leiðréttum mistökin og afnemum lög sem skapa meiri kostnað og vanda en þeim var ætlað að leysa, tökum á þessu að hætti þroskaðra og fullorðinna einstaklinga. Lögleiðum fíkniefni og vændi en tryggjum stjórn á meðferð fólks og leiðum inn á betri braut.

Ef einstaklingar í árabát róa í sitt hverja áttina er miklu auðveldara að taka á vandanum með því að allir rói um stund í sömu átt, á meðan stjórn er náð á stýrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rosalegt rugl er þetta í þér að vilja lögleiða þetta.

Ertu genginn í stuttbuxnadeild ofurfrjálshyggjumanna*? "Öðuvísi mér áður brá," gætirðu þá sagt !

Sjá einnig hér:

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 23:24

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fer ekki mikið fyrir rökum hjá þér

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.1.2014 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband