Fimmtudagur, 27. nóvember 2014
Höldum friðinn
Við höfum kosið að vera herlaus þjóð og halda friðinn, það hefur reynst okkur vel. Vilji menn fara að vopna almenna lögreglu þá er rétt að slík ákvörðun sé kynnt kjósendum af þeim sem eru í framboði til Alþingis, Þingið tæki svo ákvörðun um að hervæða lögregluna eða ekki að loknum umræðum ef meirihluti væri fyrir því á þingi.
Það er ekki hlutverk yfirlögregluþjóna eða embættismanna að breyta stefnu þjóðar í öryggismálum, né einstaka stjórnmálamanna að draga okkur sem þjóð inn í átök annarra.
Það er til staðar sérsveit sem getur vel séð um að bregðast við ef vopnuð átök verða, lögreglan hefur nú þegar skotið geðfatlaðan mann en enginn lögreglumaður hefur þurft að láta fjarlægja byssukúlu.
Það er greinileg ofnotkun til staðar á sérsveitinni og þeim oft beitt án þess að tilefni sé til, það er sífellt verið að vitna í fréttum í málaskrá lögreglu sem notar orð eins og vopn um allt sem hægt er að nota sem vopn.
Þar er oft um að ræða einföld handverkfæri iðnaðarmanna eða eldhúsáhöld sem önnur almenn áhöld, skráningin virðist því miða að því að hafa X fjölda af vopnuðum atburðum á málaskrá til að réttlæta aukin búnað og mannskap vegna tilbúinnar hættu.
Það sama virðist hafa verið ástæðan fyrir ofnotkun sérsveitar, til að ná að skrá nógu mörg útköll á vopnaða sveit.
Glæpum hefur verið að fækka töluvert á Íslandi en fjölgar víða erlendis sem og eru alvarlegri þar sem vopnuð almenn lögregla er til staðar, til hvers að breyta um stefnu ef vel gengur með núverandi aðferðum.
Það hefur aldrei tekist að benda á óvini Íslands til að réttlæta hervæðingu almennrar lögreglu og hvað þá sóun hundruða miljóna króna vegna veru herflugvéla yfir Íslandi.
Hvernig á ISIS að komast til Íslands án þess að eftir sé tekið, við búum á eyju í miðju Atlantshafi og margar hindranir eru á leiðinni.
Ég er hlynntur því að lögregla í flugstöð Leifs Eiríkssonar sé vopnuð sem og fái lögreglumenn í Keflavík sérstaka þjálfun og búnað til að bregðast við atburðum á flugvallarsvæðinu, en almenn lögregla hefur ekkert við hríðskotabyssur að gera þó á landsbyggðinni verði að vera til staðar kindabyssur til að aflífa slösuð dýr
Eina hættan sem ég sé sækja að okkur Íslendingum eru misvitrir stjórnmálamenn sem Þvaðra á fundum og í fjölmiðlum, og sækjast eftir að láta þjóðina taka þátt í hernaðarbrölti erlendis með þeim sem endalaust hella olíu á ófriðarbálin sem eftir þá sjálfa loga um allt.
Það þarf að fara fram alvöru umræða um hvert við viljum stefna sem þjóð, ætlum við að halda friðinn og vera sátta og griðastaður þar sem deilendur geta leitað lausna.
Eða viljum við vopnaða almenn lögreglu í borg óttans þar sem glæpamennirnir munu líka vopnast og læra að best er að skjóta á undan, því þannig er líklegra að þeir sjálfir lifi af átökin.
Viljum við hafa þetta eins og víða erlendis?
Eitt er víst, þeir sem helst reyna að etja þjóðinni út í vopnuð átök ætla ekki sjálfir að vera í framlínunni.
![]() |
Hryðjuverkavarnir takmarkaðar hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2014
Það má víst skattleggja þrotabúin
Löggjafavaldið er á Alþingi, sé vafi á lagalegri heimild fyrir skattlagningunni tryggir Alþingi einfaldlega að hún sé til staðar með því að breyta lögum.
Það er líka löngu tímabært að taka gjaldþrotalöginn til endurskoðunar og þrengja verulega heimildir skiptastjóra til að ráðstafa eignum til annarra á undirverði sem og sitja að búinu uns allt fjármagn er búið.
Það er enginn heiðarlegri en hann kemst upp með og það á við um lögfræðinga líka.
![]() |
Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2014
Að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði
Það birtast reglulega fréttir þar sem hin ýmsu handverkfæri og eða íþróttavörur eru kölluð vopn og það hvarflar að manni að blaðamenn séu að éta gagnrýnilaust upp það sem skrifað er í málaskrá lögreglu.
Í þessari frétt er slaghamar kallaður vopn og því eru flest allir verkamenn, bændur, iðnaðarmenn og aðrir sem nota handverkfæri, vopnaðir einstaklingar samkvæmt þessari skilgreiningu og gætu jafnvel talist hættulegir og ógnandi ef morgunfúlir.
Er verið með orðhengilshætti að safna nógu mörgum skráningum um vopnaburð til að réttlæta kröfuna um skotvopn og eða rafbyssur hjá almennu lögreglunni.
Er svo eða eru blaðamenn almennt bekkingalausir kjánar, ég vill frekar trúa því að þeir séu of mikið að láta mata sig og taki þátt í spunanum til að fréttin seljist.
Óttaiðnaðurinn er drjúgur við að sá fræjum óttans og fréttamenn eru flestir of leiðitamir til að hægt sé að treysta eða trúa því sem frá þeim kemur, skýrust verður myndin þegar fjárveitingavaldið er að vinna og ýkjufréttirnar sem eiga að sýna nauðsyn ýmissa stofnana streyma fram til að sýna þörfina fyrir þær.
Það eru margir að réttlæta fjárveitingar til sinna stofnana og sumir grunaðir um að vera að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði.
Ég vona samt að þetta sé samsæriskenning því ef svo er ekki þá erum við illa sett
![]() |
Ekið á vopnaðan mann á Miklubraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. nóvember 2014
Að snúa öllu á hvolf
Að snúa öllu á hvolf eru viðbrögð Forsætisráðherra sem virðist ekki skilja hvað var rangt af Hönnu Birnu að gera, segir það ekki allt sem segja þarf um siðferðisþroskann.
Skelfilegast er samt að sjá hvað innviðir stjórnsýslunar eru orðnir skemmdir og veikburða eftir áratuga inngrip stjórnmálamanna í starfsmannamál, þeir sem eiga að þekkja lög og reglur gefa eftir sem fúasprek fyrir yfirgangi ráðherrans og aðstoðarmanna.
Af þessu þarf þingið að læra og styrkja innviði stjórnsýslunar, tryggja hæfi starfsmanna og vernd gegn yfirgangi tímabundinna stjórnmálamanna.
Þingið ætti líka að hafa vit til að taka á ráðningu aðstoðarmanna ráðherra og láta það ferli fara fram á vegum stjórnsýslunar, þar á hæfasti umsækjandinn að vera ráðinn og skýrt að húsbóndavaldið sé ekki stjórnmálamannsins.
Við ættum líka að ræða í fullri alvöru breytingar í þá átt að ráðherrar séu ráðnir á faglegum grunni til að stýra stjórnsýslunni og svara á Alþingi fyrir störf sýn, en ekki sé mishæfum tímabundnum stjórnmálamönnum komið í embætti sem þeir hafa hvorki getu né þekkingu til að takast á við.
Auk þess voru þessir stjórnmálamenn aldrei kosnir til að gegna ráðherraembætti, þeir voru kosnir til að sitja á Alþingi Íslendinga sem fulltrúar við setningu laga en ekki til að vera að grufla í daglegum störfum stjórnsýslunar.
Það hefur lengi verið talið einkenna þá sem ekki ráði við starf sitt að þeir gangi stöðugt inn í störf undirmanna sinna, að fólk á löggjafaþinginu sé sífellt ð ganga í störf stjórnsýslunar er því ekki gæfumerki.
Ég skil samt vel að forsætisráðherra sé órótt við að sjá hvað þjóðin er orðin virk og farin að fylgjast vel með verkum stjórnmálamanna, sem hingað til hafa nánast gengið lausir um sameiginlega fjármuni og eignir þjóðarinnar.
Fjármála og forsætisráðherra sem eru fulltrúar hinna efnameiri hafa eflaust orðið áhyggjur af komandi endalokum valdatíðar og hugsanlegu uppgjöri á þeirra eigin verkum.
Trompið sem felst í að skattleggja þrotabú föllnu bankana á samt eflaust eftir að virka sem afsalsbréf ef vel tekst til.
![]() |
Þjóðin læri af lekamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. nóvember 2014
Einangrun Rússa og stríðsfíknin
Það er greinilegt að bjarga á efnahag USA með sölu vopna til Evrópu og stríðsæsings gegn Rússum til að tryggja sölu sem og samþykki fyrir nýjum herstöðvum.
Vilji menn yfirtaka ríki án átaka og tryggja efnahagsleg yfirráð, er best að láta ríkið biðja sjálft um vernd gegn óvini sem þú hefur búið til.
Leikritið sem réttlætti yfirtöku á auðlindum í miðausturlöndum hefur og mun kostað tugi ef ekki hundruð þúsunda mannslífa og miljónir eru á flótta, nú er róið að sömu upplausn í og umhverfis Úkraínu.
Fyrst var það Halldór Ásgrímsson sem ataði Íslenskan þjóðfánan blóði saklausra Íraka, nú vill Gunnar Bragi fá blóðslettur frá Úkraínu í safnið.
Merkilegur flokkur þessi Framsóknarflokkur sem vill ólmur fá að vera með í liði strýðsfíklana sem lifa á að skapa upplausn og valda hörmungum um allan heim.
Rússar virðast hafa tileinkað sér speki Napoleons.
"Never interrupt your enemy when he is making a mistake."
Napoleon Bonaparte
![]() |
Pútín fær ekki hlýjar móttökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. október 2014
Hver stjórnar þessu landi?
Er það svo að embættismenn eins og Ríkislögreglustjóri og Forstjóri Landhelgisgæslu eru að njósna um Íslenska ríkisborgara, og um það sem gerist innan okkar lögsögu fyrir erlendar leyniþjónustur gegn greiðslu í vopnum.
Landhelgisgæslan fyrir Norðmenn og Ríkislögreglustjóri fyrir Bandaríkjamenn.
Geta þessir menn bara komið sér upp vopnuðum og hervæddum sveitum að eigin geðþótta?
Er verið að endurtaka valdaránið sem Jörundi Hundadagakonungi mistókst, eru fullorðnir menn látnir komast upp með að vera hér í stríðsleikjum á kostnað skattborgara.
Kusum við einhvern flokk sem boðaði hervæðingu lögreglu og landhelgisgæslu, ásamt viðvarandi æfingarflugi erlendra herþotna fyrir okkar skattfé.
Kusu kjósendur virkilega flokk sem hefur sett ógæfu mann í ráðherraembætti, mann sem fer um heiminn og biður á hnjánum um að fá að vera með í hóp sem er að myrða óbreytta borgara út um allan heim.
Er það virkilega svo að Ísland er orðið boðberi ófriðar og átaka, frekar en friðar og sáttaumleitana.
Báðu kjósendur um að Ísland yrði óttavætt með njósnum og hervæddri lögreglu?
Fyrir stuttu var geðfatlaður maður skotin af lögreglu í atburðarás sem einkenndist af fáti og viðvaningslegum flumbrugang, er ekki betra að læra af þeim atburð en fjölga slíkum.
Er ekki skrítið að núna er afbrotum hefur fækkar mikið eigi að hervæða lögreglu, man einhver til þess að lögreglumaður hafi verið skotin á Íslandi?
Er þetta það land sem við viljum erfa komandi kynslóðir af?
Er það svona sem við viljum skila þeim arfi kynslóðanna sem okkur var trúað fyrir, skaddaðri náttúru sökum græðgi og óttavæddri þjóð.
![]() |
Leynd yfir byssum engum til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. október 2014
Samfélagssátt þarf um hvað dugar til
Það þarf að tryggja að lágmarkslaun félagsmanna ASÍ, sem eru notuð sem viðmið í bótakerfi ríkisins verði aldrei undir raun framfærslu og það er best tryggt með lögum um lágmarkslaun.
En það þarf líka að gera samfélagssátt um þak á yfirgengilega græðgina sem þrífst best þar sem siðlausir einstaklingar fara með annarra fé, við getum sett þak með lögum um hámarkslaun og notað kostnað við menntun í stað neysluviðmiðs þannig að fólk fái laun til samræmis við kröfur um fjárfestingu í menntun.
Við þurfum að gera samfélagssátt um skiptingu þess auðs sem við fengum í arf og eða myndum sjálf, við getum ekki haldið áfram að kljúfa þjóðina niður með misskiptingu lífsgæða og sundrað henni enn frekar en orðið er.
Það er löngu tímabært að fara að sauma saman sárin sem skorin hafa verið í samhjálpina og samstöðuna undanfarin ár, örin munu samt standa enda áminning um hvernig græðgin og spillingin getur farið með þjóð.
Sátt um lágmark og hvað telst nóg, væri gott veganesti í slíkan leiðangur sem þjóðin verður sjálf að leggja í því ekki eru þeir sem sköpuðu vandan færir um að leysa hann eins og sést á áformum um frekari misskiptingu.
![]() |
Ræða þak á laun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. október 2014
Animal Farm samfélagið
Fyrir ekki svo löngu skaut Íslenska lögreglan mann til bana sem átti við geðræn vandamál að etja, ég veit ekki til þess að lögreglumaður hafi verið skotin til bana af íbúum þessa lands.
Er ekki réttara að auka fyrst kröfur um menntun og þjálfun lögreglumanna sem og um fagleg vinnubrögð frekar en að gera svona lagað.
Aldrei hef ég heyrt af rannsókn sem sýnir að öryggi lögreglumanna hafi aukist við vopnaburð né að alvarlegum glæpum hafi fækkað, hinsvegar hef ég heyrt af stigmögnun í framhaldi af svona aðgerðum.
Lengi hafa talsmenn lögreglufélags talað um virðingarleysi fyrir lögreglu og óskað eftir vopnum til verndar sér, það er misskilningur að virðing skapist við ógnun eða hótun um notkun svona vopna: http://youtu.be/1ZaIX6LccTg
Þetta eru einfaldlega skýr skilaboð til glæpamanna um að nú skuli þeir líka vopnast og vera tilbúnir til átaka, því ekki sé lengur um hefðbundnar stimpingar við handtöku að ræða.
Þetta mun valda breytingu á viðhorfi til lögreglu, hún er ekki lengur skjól að sækja til heldur ógn að varast sem mun skila sér í þögulli andúð og aukinni fjarlægð.
Ótti þeirra sem hafa með blekkingum og græðgi söðlað undir sig auðlindir og fyrirtæki þjóðarinnar er skiljanlegur, og þeim finnst þeir eflaust öruggari með vopnaða vernd gegn borgurum þessa lands.
Mikið afskaplega er Íslenskt samfélag að verða ömurlegt og líkt Animal Farm samfélaginu sem Georg Orwell lýsir svo vel með þessari mynd: http://youtu.be/w0pys7boNro
![]() |
Hríðskotabyssurnar norsk gjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2014 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8. október 2014
Líklega einn stærsti þjófnaður Íslandssögunar
Það virðist unnið að því með skipulögðum hæti að gera Íslendinga að leigjendum að eigin húsnæði sem búið er að selja ofan af þeim vegna hækkunar verðtryggðra lána. Lána sem hækkuð hafa verið að mestu með handstýrðum hætti undanfarin ár.
Er þetta ekki einn stærsti þjófnaður Íslandssögunar sem Íbúðalánasjóður er að framkvæma.
Sjá http://kjarninn.is/ahrifamikid-myndband-um-meinsemdina-i-reykjanesbae og sjá http://www.ruv.is/innlent/gott-ad-bua-i-gami
http://www.visir.is/soluferli-ibudalanasjods-ognar-ekki-husnaedisoryggi-leigutakanna/article/2014710089949
Ekki mikil reisn yfir framtíðarsýn leiðtogana fyrir þessa þjóð
![]() |
ÍLS selur 400 íbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. september 2014
Með allt niður um sig
Það er ótrúlegt að núna fyrst sé verið að dreifa mælum þegar töluvert er liðið á gos og í stað þess að setja upp fasta mæla upp á heiðum sem hringi inn ástandið, eigi að láta lögregluþjóna skottast um með mælana í vasanum.
Hélt að niðurskurður hefði fækkað lögreglumönnum svo mikið að ekki væru til lausamenn í vísindaleik.
Ef menn hefðu lesið gamlar heimildir um eldri gos væri löngu búið að setja upp mælanet ofan við byggð en ekki inn í byggð, það er ekkert nýtt að gerast og til skammar að það hafi verið mælar hjá ALCOA sem greindu þetta fyrst fyrir slysni.
Yfirvöld og stjórnmálamenn hafa verið sem sofandi larfar, uppteknir við að taka selfie í samhæfingarmiðstöð og fá mynd af sér í þyrlu við að skoða aðstæður þó mér vitandi hafi þeir enga þekkingu til að meta aðstæður né sé þörf á að þeir leiki sér á þyrlu eins og litlir strákar í dótakassa.
Þetta er víst gert í útlöndum að eyða miljónum af almannafé í ímyndasköpun stjórnmálamanna í stað þess að kaupa búnað fyrir peningana, og dreifa sem næst hugsanlegum notkunarstað.
Trú mín á getu yfirvalda til að takast á við vandan er nánast enginn en ég hef hinsvegar tröllatrú á flestum starfsmönnum hinna vinnandi stofnana og fyrirtækja ríkisins.
Við skulum vona að stjórnmálamenn hafi vit á að láta þá um undirbúning og framkvæmd aðgerða, en selfie leikurinn og sviðsettu viðtölin verði bundin við sjálfhverfu Action Man drengina.
Þetta er ekki fyrsta né síðasta gos á Íslandi og rétt að skoða sögu og reynslu fyrri atburða, nú þegar hefur þetta haft töluverð áhrif á heilsu fólks á svæðinu og dæmi um brottflutning af heilsufarsástæðum eru til staðar.
![]() |
Vilja viðbragðsáætlun fyrir Austurland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |