Að tapa miljörðum


Hvers virði er starfsreynsla er upp er staðið ?

Viðvarandi æsku og skjaladýrkun undanfarinna áratuga virkar sem trúarbrögð frekar en skinsemi er horft er til þess hversu miklum verðmætum atvinnulífið kastar frá sér.

Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012.

Ef við gefum okkur að við séum 20% af vinnutíma að þjálfast eða læra að fást við verkefni og nýja hluti, fara um 80.000 krónur á mánuði í þjálfunar og námskostnað starfsmanns.

Það eru því 964.800 krónur á ári, sem vinnuveitandinn er að fjárfesta í færni og starfsreynslu viðkomandi starfsmanns.Samvinna

Starfsmaður sem fer á milli margra vinnustaða er stöðugt að takast á við nýjar aðstæður og fjárfesting  í færni og starfsreynslu byggist upp, töluvert af þessari fjárfestingu skilar sér inn á vinnustaðinn eftir því sem starfsmaðurinn miðlar af sinni reynslu og þekkingu til samstarfsmanna en samsetning vinnuhópa skiptir miklu.

Ef við höldum okkur við mánaðarlega 80.000 krónu fjárfestingu í þekkingu og færni starfsmanns er atvinnulífið búið að fjárfesta fyrir 9.648.000 krónur í hverjum einstakling eftir 10 ára starf, og upphæðin er komin í 28.944.400 er viðkomandi fer yfir töfra aldurinn 50 ár og jafnvel 30.000.000 ef starfsmaður byrjaði ungur á vinnumarkaði.

Nú bregður svo við að er fjárfestingin fer yfir þennan 30.000.000 krónu múr við lífaldurinn 50 ár, þá virðast flestir vinnuveitendur hætta að átta sig á þeirri vermætasöfnun sem átt hefur sér stað. Atvinnulífið virðist  að stærstum hluta trúa því að með því að henda þessari 30.000.000 króna fjárfestingu myndist hagnaður í nýrri þekkingu, unglegri ásýnd og frískari ímynd.

Sumir segja að þetta sé vegna tilmæla starfsmannastjóra og ráðningarráðgjafa sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri á vinnumarkaði,  starfsmannaveltan hefur farið í 25% hjá sumum fyrirtækjum sem nýtt hafa sér þjónustu þessara aðila og kostnaðaraukinn fyrir fyrirtækin í færniþjálfun hlýtur að teljast sligandi.

Bankarnir okkar voru einkavæddir og og fengu unglegri ásýnd og frískari ímynd sem einkennist af reynsluleysi og oftrú á eigin getu.

Við munum öll hvernig sú vegferð endaði.


Brostin tiltrú

Forseti Íslands, Forsætisráðherra og Biskup þjóðkirkjunnar hafa öll flutt hugvekjur að venju um þessi áramót, öll kvarta sáran yfir bölsýni og gagnrýni landsmanna.

Öll hafa þessi embætti notið ákveðinnar virðingar og hylli í gegn um áratugina en sú virðing hefur að mestu byggst á óskhyggju og tiltrú vegna áróðurs flokksstýrðra fjölmiðla.

Núna er þjóðin hefur séð lygavefina sem spunnir hafa verið í gegn um tíðina í krafti starfstitla verður breyting á, nú verða menn og konur að sanna eigið ágæti og ávinna sér virðingu og traust til embættis.

Það er kannski sárt að sitja undir vantrú og gagnrýni, en öll sóttust þau eftir embættunum og þiggja rífleg laun fyrir ásamt veglegum verðtryggðum eftirlaunum en allt kemur þetta úr vösum almennings.

Væl er ekki trygging fyrir vorkunn og svikin þjóð er sem krumpað pappírsblað, það tekur langan tíma að slétta slíkt.


mbl.is „Það er allt dregið í efa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

200 miljónir til að magna ófrið

Að veita 32 miljónum úr vasa þjóðarinnar til að sefa vonda samvisku er ekkert annað en krókódílatár, þegar verið er að veita 200 miljónum til hernaðaruppbyggingar í Úkraínu.

Sjá:Aukin framlög til NATO.

Menn veita smánar upphæð til að bæta fyrir þá neyð sem þeir hafa sjálfir að mestu skapað með stuðningi við stríðsrekstur NATO og ófriðarstefnu Bandaríkjamanna, en fjármagna svo á sama tíma eldsneytiskaup á næsta ófriðarbál í Úkraínu.

Menn er best að dæma af verkum frekar en fögrum orðum, og greinilegt að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin  eru flokkar ófriðar og átaka. Það var Halldór Ásgrímsson sem eyðilagði friðarímynd Íslands með ófriði gegn Írak og svo bætti Össur Skarphéðinsson við í safnið en nú kemur Gunnar Bragi með Úkraínu.Almennir borgarar þjást

Merkilegt hvað menn sem sitja á öruggum stað fyrir aftan skrifborð á Íslandi eru viljugir til að efna til ófriðar, vitandi að þeim mun ekki blæða sjálfum né þurfa að hlusta á vein þjáðra eða grafa þá sem falla

Líklega er farsælast að leggja niður Íslensku friðargæsluna, Þróunarsamvinnustofnun Íslands og yfirgefa NATO, okkar peningum er betur varið með því að styrkja starfsemi á vegum Sameinuðu þjóðanna og koma á viðræðum deiluaðila frekar en kynda undir ófriði.


mbl.is Létt undir með tómum sjóðum SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný leið í þróunaraðstoð

Íslendingar eiga að fara nýja leið, við eigum að flytja til fólksins þekkinguna til að það geti bjargað sér sjálft og til að nýta auðlindir sýnar, byggja upp menntakerfi og byggja upp heilsugæslu.

Við gætum gert þetta með því að greiða námskostnað lokaársnemenda í háskólum Íslands gegn því að nemendur fari til þeirra landa sem fá okkar þróunaraðstoð til að miðla af sinni þekkingu með árs dvöl við kennslu.

Þannig hjálpuðum við í raun í stað þess að nýta sér örvæntingu til að þröngva upp á börn trú eða skapa svokölluðum "hjálparstarfsmönnum" vinnu.

Að flytja til Íslands örfáa flóttamenn til að stjórnmálamenn og „hjálparsamtök“ geti fengið fjölmiðlaumfjöllun út á neyð þeirra er til skammar, flutningskostnaðurinn einn og sér étur upp framfærslu fyrir tugi annarra fjölskyldna sem eftir sitja og fjölskyldu sem félagstengsl eru rofinn.


Opinber blessaður nýrasismi

Við fordæmdum Apartheid stefnuna í Suður Afríku á sýnum tíma og einnig aðskilnað Kynja mismununannarstaðar í heiminum, en hræsnin hefur löngum verið Íslendingum kær.

Sjálf rekum við opinbera aðskilnaðarstefnu, að vísu ekki flokkun eftir húðlit heldur kyni.

Manneskjur með kynfæri kvenna hafa forgang og njóta forréttinda umfram manneskjur með kynfæri karla, sjálfur sé ég engan mun á þessu eða flokkun eftir húðlit, trú, uppruna eða öðru því sem notað er til að réttlæta mismuna á milli manna í pólitískum rétttrúnaði.

Þetta ósamræmi við stjórnarskrá lýðveldisins er réttlætt með vísan til laga sem Alþingi samþykkti þvert á stjórnarskrá, og ég sem hélt að breytingar á stjórnarskrá væri ekki hægt að framkvæma án samþykkis í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er það kannski svo, og hvað þá?

Mismunun eftir kynfærum hefst í leikskóla og nær til grafar og er sem önnur mismunun byggð á pólitískum rétttrúnaði,sem dæmi má nefna Hjallastefnuna sem byggist á tilfinningalegum fullyrðingum fólks með titla í stað faglegar rekjanlegra rannsókna og þessum lánatryggingasjóði sem velur sér viðskiptavini út frá kynfærum og svo þykist þessi banki vera faglegur.

Þá mætti nefna lagalega þvingaða stjórnarsetu í stjórnum stofnana og fyrirtækja út frá gerð kynfæra, ekki að stofnendur eða stærstu hluthafar þessara fyrirtækja hafi valið hæfustu einstaklingana til að stýra þeim heldur vegna pólitísks rétttrúnaðar á Alþingi sem ekki virðist ráða við eigið hlutverk

Það er fullt af konum og körlum sem eru hæf til að stýra eða sitja í stjórnum fyrirtækja og hafa margir ýmist stofnað fyrirtæki og eða verið valdir út frá getu og hæfileikum, en nú sitja konur undir því að þær séu ekki valdar vegna eigin verðleika heldur kynfærum.

Sjálfur á ég dætur sem ég hef mikla trú á, sökum þeirra eigin verðleika og getu.

Vonandi þurfa þær ekki að upplifa þá vantrú á eigin verleika sem hin opinbera kynjamismunun veldur, en það verður hlutverk þeirra kynslóðar að taka afleiðingum þessarar stefnu.

Vantraustið, samskiptagjáin og sundrungin sem er ávöxtur þessa rétttrúnaðar mun valda bakslagi í jafnréttisbaráttu kvenna eins og öll mismunun hefur gert í gegn um tíðina.

Börnin okkar temja sér það sem við gerum en ekki það sem við segjum, vilji konur ná alvöru jafnrétti er rétt að þær einbeiti sér í samvinnu við karla að fyrstu æviárum barnanna í stað þess að valda samfélagslegu tjóni með vanhugsuðum rétttrúnaði.

Það gleymist oft og líklega viljandi, að öflugustu stuðnings og athafnamenn jafnréttis hafa í gegn um tíðina verið karlar.

Er það svo að til að greiða fyrir fjármögnun í fyrirtækjarekstri sé kynskiptiaðgerð að vera álitlegur kostur til að uppfylla kröfur hins "faglega" banka


mbl.is Lánar bara fyrirtækjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú hefur valdið kæri þingmaður

Már finnst oft eins og þingmenn skilji illa að þeir sitja á löggjafasamkomu Íslands og þar setja menn lögin sem eru leikreglur samfélagsins, þar á eftir koma ráðuneytin með reglugerðavaldið í gegn um pólitískan ráðherra

Þingmenn eiga að taka upp málefni sem eru að valda upplausn og sundrungu í samfélaginu til að tryggja velferð og frið, en oft virðast þingmenn bara hissa á afleiðingum eigin verka og framkvæmd lagana sem þeir samþykktu jafnvel sjálfir.

Þessi siður að koma með haug af þingmálum síðustu dag þings og hrúga inn til afgreiðslu, er að valda almenningi miklu tjóni því illa hugsuð lög eru að fljóta með í gegnum þingið.

Það virðist enginn hópur löglærðra fara yfir einstaka frumvörp og skoða afleiðingar þeirra né er að sjá að öll frumvörp séu kostnaðargreind

Afleiðingunum tökum við sem erum ekki að gera annað en vinna fyrir salti í grautinn, við erum oftast auðveld bráð siðblindra aurasálna sem engjast endalaus af græðgi og hungri eftir annarra manna eigum og fé.

Gott er að Ásmundi blöskri og þá kannski er von til að lög verði endurskoðuð og eignarupptaka stöðvuð, tilvalið er að byrja á Íbúðalánasjóð sem hefur sett þúsundir einstaklinga á götuna og sundrað fjölskyldum undanfari ár.

Er það gott fyrir samfélagið að selja ofan af fjölskyldum og sundra þeim, en taka svo við þessu fólki brotnu og framtakslausu inn á félagsmálastofnanir sveitarfélagana.

Er betra að hafa fólk framtakslaust og brotið, heilsu og vonlaust án framtíðar en virkt og vaxandi.

Hvað lengi á það að vera forgangsmál í samfélaginu að tryggja velferð dauðra hluta eins og prentaðs pappírs, í stað þess að huga að því sem er lifandi og finnur til.

Við þurfum að losa okkur við af þingi þá stjórnmálamenn sem sjá samfélagið sem veiðilendur fyrir fégráðuga, og koma á þing þeim sem vilja tryggja gott og heilbrigt mannlíf.

Verðmætið er fólgið í hinum lifandi verum en ekki prentuðum dauðum pappír.


mbl.is Misstu húsið vegna 50 þúsund króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af verkunum skuluð þér dæma þá

Það er alfarið undir fjölmiðlunum sjálfum komið hvort þeir njóta trausts eða ekki.

Við erum á tímum upplýsingaflæðis og gamla siði verður að afleggja, að birta ýmist óbreyttar fréttatilkynningar fyrirtækja og stofnana eða þýða þær án yfirferðar er banabiti gömlu fjölmiðlana.

Fólk hefur aðgang að margfalt fleiri og oft á tíðum betri heimildum en það, að fólk gleypi áróðurinn hráan frá innlendum fjölmiðlum.

Tímar rangfærslna og einhliða áróðurs eru að lýða undir lok og með þeim fara þeir fjölmiðlar sem  rúnir verða trausti.

Vilji fjölmiðlar byggja upp traust, verða þeir að setja inn slóðir á heimildir til að lesandinn geti sjálfur staðfest uppruna og að túlkun fréttamanns sé sönn.

Traust byggist á rekjanlegum heimildum og frásögnum af sjónarmiðum sem flestra, en ekki birtingu á einhliða áróðri annars aðilans.

Það er lesandans að móta sér skoðun út frá trúverðugum heimildum en ekki blaðamanna að halda að fólki framsetningu eins aðila eða eigin túlkun atburða.

Þegar fjölmiðlamenn fara að sýna almenningi þá lágmarks virðingu að leyfa fólki að móta sér sýna eigin skoðum út frá sönnum heimildum, er von til að tapað traust fjölmiðla endurvinnist.

Þegar miðlar eru komnir í ógöngur, er gott að hætta að grafa undan sjálfum sér


mbl.is Traust á fjölmiðlum dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum friðinn

Við höfum kosið að vera herlaus þjóð og halda friðinn, það hefur reynst okkur vel. Vilji menn fara að vopna almenna lögreglu þá er rétt að slík ákvörðun sé kynnt kjósendum af þeim sem eru í framboði til Alþingis, Þingið tæki svo ákvörðun um að hervæða lögregluna eða ekki að loknum umræðum ef meirihluti væri fyrir því á þingi.

Það er ekki hlutverk yfirlögregluþjóna eða embættismanna að breyta stefnu þjóðar í öryggismálum, né einstaka stjórnmálamanna að draga okkur sem þjóð inn í átök annarra.

Það er til staðar sérsveit sem getur vel séð um að bregðast við ef vopnuð átök verða, lögreglan hefur nú þegar skotið geðfatlaðan mann en enginn lögreglumaður hefur þurft að láta fjarlægja byssukúlu.

Það er greinileg ofnotkun til staðar á sérsveitinni og þeim oft beitt án þess að tilefni sé til, það er sífellt verið að vitna í fréttum í málaskrá lögreglu sem notar orð eins og vopn um allt sem hægt er að nota sem vopn.

Þar er oft um að ræða einföld handverkfæri iðnaðarmanna eða eldhúsáhöld sem önnur almenn áhöld, skráningin virðist því miða að því að hafa X fjölda af vopnuðum atburðum á málaskrá til að réttlæta aukin búnað og mannskap vegna tilbúinnar hættu.

Það sama virðist hafa verið ástæðan fyrir ofnotkun sérsveitar, til að ná að skrá nógu mörg útköll á vopnaða sveit.

Glæpum hefur verið að fækka töluvert á Íslandi en fjölgar víða erlendis sem og eru alvarlegri þar sem vopnuð almenn lögregla er til staðar, til hvers að breyta um stefnu ef vel gengur með núverandi aðferðum.

Það hefur aldrei tekist að benda á óvini Íslands til að réttlæta hervæðingu almennrar lögreglu og hvað þá sóun hundruða miljóna króna vegna veru herflugvéla yfir Íslandi.

Hvernig á ISIS að komast til Íslands án þess að eftir sé tekið, við búum á eyju í miðju Atlantshafi og margar hindranir eru á leiðinni.

Ég er hlynntur því að lögregla í flugstöð Leifs Eiríkssonar sé vopnuð sem og fái lögreglumenn í Keflavík sérstaka þjálfun og búnað til að bregðast við atburðum á  flugvallarsvæðinu, en almenn lögregla hefur ekkert við hríðskotabyssur að gera þó á landsbyggðinni verði að vera til staðar kindabyssur til að aflífa slösuð dýr

Eina hættan sem ég sé sækja að okkur Íslendingum eru misvitrir stjórnmálamenn sem Þvaðra á fundum og í fjölmiðlum, og sækjast eftir að láta þjóðina taka þátt í hernaðarbrölti erlendis með þeim sem endalaust hella olíu á ófriðarbálin sem eftir þá sjálfa loga um allt.

Það þarf að fara fram alvöru umræða um hvert við viljum stefna sem þjóð, ætlum við að halda friðinn og vera sátta og griðastaður þar sem deilendur geta leitað lausna.

Eða viljum við vopnaða almenn lögreglu í borg óttans þar sem glæpamennirnir munu líka vopnast og læra að best er að skjóta á undan, því þannig er líklegra að þeir sjálfir lifi af átökin.

Viljum við hafa þetta eins og víða erlendis?

Eitt er víst, þeir sem helst reyna að etja þjóðinni út í vopnuð átök ætla ekki sjálfir að vera í framlínunni.


mbl.is Hryðjuverkavarnir takmarkaðar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má víst skattleggja þrotabúin

Löggjafavaldið er á Alþingi, sé vafi á lagalegri heimild fyrir skattlagningunni tryggir Alþingi einfaldlega að hún sé til staðar með því að breyta lögum.

Það er líka löngu tímabært að taka gjaldþrotalöginn til endurskoðunar og þrengja verulega heimildir skiptastjóra til að ráðstafa eignum til annarra á undirverði sem og sitja að búinu uns allt fjármagn er búið.

Það er enginn heiðarlegri en hann kemst upp með og það á við um lögfræðinga líka.


mbl.is Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði

Það birtast reglulega fréttir þar sem hin ýmsu handverkfæri og eða íþróttavörur eru kölluð vopn og það hvarflar að manni að blaðamenn séu að éta gagnrýnilaust upp það sem skrifað er í málaskrá lögreglu.

Í þessari frétt er slaghamar kallaður vopn og því eru flest allir verkamenn, bændur, iðnaðarmenn og aðrir sem nota handverkfæri, vopnaðir einstaklingar samkvæmt þessari skilgreiningu og gætu jafnvel talist hættulegir og ógnandi ef morgunfúlir.

Er verið með orðhengilshætti að safna nógu mörgum skráningum um vopnaburð til að réttlæta kröfuna um skotvopn og eða rafbyssur hjá almennu lögreglunni.

Er svo eða eru blaðamenn almennt bekkingalausir kjánar, ég vill frekar trúa því að þeir séu of mikið að láta mata sig og taki þátt í spunanum til að fréttin seljist.

Óttaiðnaðurinn er drjúgur við að sá fræjum óttans og fréttamenn eru flestir of leiðitamir til að hægt sé að treysta eða trúa því sem frá þeim kemur, skýrust verður myndin þegar fjárveitingavaldið er að vinna og ýkjufréttirnar sem eiga að sýna nauðsyn ýmissa stofnana streyma fram til að sýna þörfina fyrir þær.

Það eru margir að réttlæta fjárveitingar til sinna stofnana og sumir grunaðir um að vera að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði.

Ég vona samt að þetta sé samsæriskenning því ef svo er ekki þá erum við illa sett

 


mbl.is Ekið á vopnaðan mann á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband