Nýtt hátæknisjúkrahús

Nýr spítali

Við áformum að byggja nýtt hátæknisjúkrahús við gamla Landsspítalann og tengja þar saman gamlar og nýjar byggingar með löngum göngum, líklega niðursprengdum dýrum göngum sem boðar mikinn óþarfa vinnu, kostnað og tímasóun við að flytja vörur og sjúklinga eftir göngum næstu áratugina.

Þetta er sennilega dýrasta aðferðin við að byggja og þó settar séu fram kostnaðaráætlanir vitum við skattborgarar af biturri reynslu að þær standast ekki,  gera má ráð fyrir að kostnaðurinn við að tengja saman nýja og gamla byggingu ásamt þeirri endurbyggingu á gömlum innviðum sem fylgir slíku er að mestu dulinn eða falinn í upphafi.

Nýtt hátæknisjúkrahús hlýtur að þurfa að byggja þannig að öll kjarnastarfssemi sé fyrir miðju til að lágmarka flutninga á sjúklingum ásamt því að halda niðri kostnaði við lagnir vegna tæknibúnaðar sem og styrkleikaþörf burðavirkis en sjúkralega yrði þá í léttbyggðum aðliggjandi álmum.

Gamli Landsspítalinn sómir sér vel sem hjúkrunarheimili, sjúkrahótel, rannsóknasetur og eða heilsugæslu, varðveitum þessar gömlu byggingar í upprunalegu ytra formi

Ábyrgðarleysi ráðamanna og rörsýn vegna þessara áforma er sláandi, kostnaður virðist skipta þá engu enda eru þeir ekki að hætta eigin fé, öryggi sjúklinga virðist líka skipta litlu því þó búið sé og verið  að loka öllum skurðstofum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að réttlæta nýtt hátæknisjúkrahús er horft fram hjá því dýrmætasta í lífi okkar allra sem er tíminn

Veika og slasaða verður að flytja að sjúkrahúsi um langan veg með sjúkrabílum nú þegar búið er að loka öðrum skurðstofum og í stað þess að horfa á gatnakerfið og staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús þar sem greiðast yrði aðgengi og stystur tími færi í flutninga, er ákveðið að troða nýjum byggingum utan á gamlar vestur í bæ þar sem fara þarf um þegar yfirfullar aðflutningsleiðir og fyrir liggja nú þegar hugmyndir um að þrengja að  þeim akstursleiðum.

Það hafa þegar verið byggðar hátækni sjúkrastofnanir víða um heiminn og óþarfi að finna upp hjólið enn einu sinni, X eða Y laga stálgrindabyggingu tekur styttri tíma að reisa og ódýrara verður að reka. Minna fé fer í bygginguna sem þýðir að meira fé verður eftir til tækjakaupa og til að byggja upp mannauðin.

Hvort það verður byggt nýtt hátæknisjúkrahús á lóð ríkisins við Vífilstaði, á fyrrum hesthúsalóðum við Smárahverfið í Kópavogi eða á öðrum þeim stað þar sem minnstar tafir og stystan tíma tekur að flytja sjúklinga að skiptir öllu máli.

Hér er slóð á rannsókn sem staðfestir að dánartíðni hækkar í hlutfalli við akstursvegalengd með sjúkrabifreið: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2464671/

Það eru líf þeirra 21.470 manna á Suðurnesjum, 23.780 manna á Suðurlandi, 10.282 manns á Vesturlandi auk þeirra 208.210 íbúa á stór höfuðborgarsvæðinu sem við erum að fjalla um og út frá þeirra öryggi verður að hugsa og horfa til þess hvar hugsanlega miðlægt flutningssvæði íbúana verður.

Í vesturbæ reykjavíkur búa 16.378 af þessum 263.742 Íslendingum sem verða að treysta á skjóta sjúkraflutninga með bifreiðum, er verið að gæta hagsmuna landsmanna eða er það rörsýn á aðra hagsmuni sem ræður för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband