Hvar eru göngin

Er ekki löngu komin tími á að gera göng undir Fjarðarheiði og koma Seyðfirðingum í almennilegt vegasamband,og það eru ekki bara þeir sem þurfa að fara heiðina heldur fara þúsundir ferðamanna þessa leið líka eftir siglingu með Norrænu.

Það er löngu tímabært að ljúka rannsóknum og hefjast handa við hönnun svo hægt sé að gera göngu undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngunum.

Sé þetta ekki á samgönguáætlun þá má einfaldlega breyta henni.

Hér er slóðin á framlagða samgönguáætlun fyrir 2009-2012, og er lesendum bent á að senda samgönguráðherra og þingmönnum beiðni um að koma Seyðisfjarðargöngum inn á áætlun.

http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0973.pdf


mbl.is Ferðaraunir á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm akkurat það sem vantaði á klakan núna.. enn ein göngin úti á landsbyggðinni..

Óskar Þorkelsson, 21.4.2010 kl. 15:25

2 identicon

Held að það sé ódýrari lausn að færa Norrænu frá Seyðisfirði einhvert annað...

Haraldur Karlsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:53

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Óskar, þú býrð í Noregi skarfurinn þinn og þarft því ekki að borga.

Haraldur, þú vilt þá þurrka út að mestu ferðaþjónustuna á austurlandi með því að fjarlægja föstu tekjurnar.

Ykkur finnst sem sagt best að klára að drepa niður landsbyggðina svo það sé frá.

Seyðisfjarðargöng er hægt að fjármagna að hluta með gjaldtöku til að flýta framkvæmd.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 18:55

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vegtollur og göngin verða staðreynd.

Sigurður Haraldsson, 21.4.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) ég bý í norgi og horfi á delluna úti á klaka daglega í fréttum.. enn ein göng mundu ekki hjálpa til við að bjarga efnahag íslendinga.. hinsvegar væri miklu viturlegra að fá annan stað fyrir norrænu að leggja að.  Að leggja veg eða göng vegna skipaumferðar er sennilega það heimskulegasta sem ég hef heyrt í umræðunni.  Hvernig ætlaru að verja þessa framkvæmd ef að smyrilline ákveður að hætta siglingum til íslands ?  eða ákveður að fara til Reiðarfjarðar eða Neskaupstaðar í staðinn.. jafnvel til Reykjavíkur ?

Held að það væri nær að laga vegina til og frá Reykjavík.. ekki veitir af að bæta þær "flóttaleiðir" ef almennilegt gos hefst í bláfjöllum eða Hengilsvæðinu. 

Óskar Þorkelsson, 22.4.2010 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband