Nátttröll

Það er greinilegt að Pétur H Blöndal telur það vera verk langskólagenginna að sitja á Alþingi og efnahagslegur ávinningur eigi að felast í slíku.

Á Alþingi á að vera þverskurður þjóðarinnar en ekki aðalsfólk nútímans, á Alþingi á að vera fólk sem hefur hugsjónir og er tilbúið til að færa fórnir af sjálfu sér til að koma góðum málum í gegn.

Við höfum fengið reikninginn fyrir þingsetu atvinnumannanna sem voru að moka fé í flokkssjóðina í stað þess að setja samfélaginu lög eins og þeir voru kosnir til og því er kominn tími á að losna við atvinnufólkið af Alþingi.

Þingmenn sem eru orðnir nátttröll eiga að draga sig í hlé ef hugsjónareldurinn er slokknaður en það er rétt hjá Pétri að orðanotkun sumra á netinu er til skammar og segir meira um viðkomandi bloggara en þann sem um er fjallað.


mbl.is Óbilgjarnt blogg í garð þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tjá sig í útvarpi líka

Hvet þá sem vilja koma með athugasemdir við nýafstaðinn útvarpsþátt á fm 100.5 eða ábendingar að skrifa við þessa færslu

Fyrsti þátturinn fór í loftið óklipptur fyrir mistök og verður víst endurfluttur eftir klippingu, man bara að senda þættina í bútum með skriflegum athugasemdum til að svona lagað geti ekki gerst aftur.


Eignaupptaka og skuldafangelsi

Eignaupptaka og skuldafangelsi blasir við þúsundum einstaklinga sem keypt hafa fasteignir á síðustu árum og fasteignalífeyrir margra eldri borgara er að gufa upp með lækkandi verði.

Bæjar og sveitarfélöginn leiddu þessa verðbólu á fasteignamarkaði með uppboðum lóða til að ná inn meiri peningum en löggjafinn hafði heimilað með lögum, bæjar og sveitarfélögin fundu glufu í lögunum og hegðuðu sér sem útrásarvíkingur á leið í skattaskjól með stundargróða í huga, eftir sitja fasteignaeigendur sem fá skellinn af hrapandi fasteignaverði og hækkandi lánum ásamt boðun um hærri eignaskatta og sumstaðar meiri álagningu vegna nánast gjaldþrota sveitarfélaga.

Alla kosningabaráttuna talaði ég fyrir því að skapa yrði fjölskyldum von og gera þeim kleift að komast út úr skuldafangelsinu sem fólk er komið í eða býður, bæjar og sveitarstjórnarfólkið sem hófu brjálæðið er í raun ábyrgðarlaust og þarf ekki að svara fyrir afleiðingar gerða sinna og margur mun flýja af hólmi þegar takast þar á við afleiðingar af glórulausum rekstri sumra bæjar og sveitarfélaga, á gjalddaga munu íbúarnir sjálfir þurfa að greiða reikninginn fyrir gleðskapinn.

Sem dæmi um hegðun sumra sveitarfélaga mætti nefna Fljótsdalshérað sem virtist enga grein gera sér fyrir íbúaþróun og réðst í gatnagerð sem var langt umfram getu eða þörf og eyddi svo góðærinu í að byggja nýju miðbæjargötuna strikið, sem átti víst að vera gullstræti verslunarinnar en er í raun ekkert nema skuldabaggi upp á hundraði miljóna.

Á sama tíma var þrengt að tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og það sett aftur fyrir í röð framkvæmda í stað þess að setja slíkar framkvæmdir í forgang og byggja nútíma aðstöðu fyrir ferðamenn, gera ætti ráð fyrir tjaldmarkaði sem gæti starfað yfir sumarmánuðina til að örva framleiðslu og sölu á handverki sem og vörum framleiddum á svæðinu, en glópar byggðu skýjaborgir í stað þess að sýna fyrirhyggju og huga fyrst að tekjugefandi atvinnusköpun til framtíðar.

Víðar um landið eru sveitarfélög búin að spila rassinn úr buxunum og verður löggjafinn að setja sveitarfélögunum miklu skýrari reglur til að koma í veg fyrir það að sveitarstjórnarfólk sé að byggja sér minnisvarða á kostnað komandi kynslóða og eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að koma á beinu lýðræði og ákvarðana þátttöku íbúana sjálfra í opnu og gegnsæju stjórnkerfi.

Verkefni sem liggur fyrir er að vinna sig út úr vandanum og læra af reynslunni, standa að persónukjörum í næstu bæjar og sveitastjórnakosningum til að koma okkar hæfust samborgurum að ákvarðanatökunni og taka upp virka þátttöku með notkun á þeim úrræðum sem við höfum til þess.


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa droll

Manni finnst það taka full langan tíma að gera upp við fólk sem lendir í svona atburðum, það á ekki að taka marga mánuði að fara yfir launabókhald eða afla staðfestingar á inneign launafólks, óþarfa droll finnst mér.

Margur einstaklingurinn er ekki með varasjóð til að geta staðið í skilum við svona tekjutap og óþarfi að auka vanda fólks með margra mánaða bið eftir ógreiddum launum frá þrotabúum.


mbl.is Starfsmenn Malarvinnslunnar fá laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sök bæjar og sveitarfélaga

Sök bæjar og sveitarfélaga er mikil á þeirri uppspennu lóðaverðs sem átt hefur sér stað undanfarin ár og kominn tími á að loka fyrir græðgivæðinguna með endurskoðaðri lagasetningu um gatnagerðagjöld.

Það er reynsla mín að innan bæjar og sveitarfélaga sé rík tilhneiging til að komast fram hjá lögum sem og öllum hindrunum er löggjafinn hefur sett í gegn um árin, þ.e.a.s ef slíkt hindrar aðgang að tekjumöguleikum eða hindrar kostnaðarfærslur á móti tekjum sem og endurgreiðslur á VSK.

Eitt gleggsta dæmi undanfarinna ára er útboð lóða til að komast framhjá kröfunni um að gjaldtaka sé ekki meiri en framlagður sannanlegur kostnaður við framkvæmdina.

Með því að bjóða út lóðir, tókst bæjar og sveitarfélögum að komast framhjá lögum og afla tekna sem voru langt umfram sannanlegan kostnað við gatnagerð, afleiðingarnar urðu einfaldlega þær að miljónatuga fjárhæðum var velt inn í fasteignaverðið sem rauk upp.

Í dag sitja kaupendur fasteigna eftir með sárt ennið og nánast tómt veskið, því lánin sem voru tekin til að greiða uppsprengt lóðaverð eru komin úr böndunum og svo koma bæjar og sveitafélöginn sem sprengdu upp lóðaverðið í upphafi og krefja um fasteignagjöld, auk þess sem von er á miklum eignaskattshækkunum frá ríkisstjórninni sem þjóðin kaus sjálfviljug yfir sig.

Ég vona að kjósendur krefji bæjarfulltrúa svara við næstu bæjarstjórnakosningar um störf þeirra og láti ekki hefðbundið kosningaskjall og sýndaraðgerðir villa um fyrir sér eða láti hina hefðbundnu uppröðun flokkana á framboðslista samkvæmt ættfræði ráða úrslitum, slík vinnubrögð eru ekkert nema spegilmynd á aðferðum mafíunnar við uppröðun innan eigin raða en Íslenska flokkskerfið er nánast spegilmynd af þeirri starfssemi.

Flokkarnir hafa með ættarröðun á framboðslista tryggt sér atkvæði þó viðkomandi einstaklingar á listum hafi litlar sem engar líkur á að komast til áhrifa, múðurgreiðslur eða kostun fyrirtækja á einstaka frambjóðendum með fjárframlögum sem og allskyns afsláttum, óeðlilegri greiðvikni og boðsferðum er ljótur blettur sem þarf að komast fyrir og fylgir flokkskerfinu.

Við verðum að komast út úr þessu spillta og siðblinda umhverfi sem við höfum látið lifa of lengi með  því að standa fyrir persónukosningum, kannski er samt eina leiðinn að ganga í Evrópusambandið til að komast undan Íslenskum flokksmafíum.

 


mbl.is Engin eftirspurn eftir lóðum sem stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glópagull í skýjaborgum

Er ekki rétt að finna olíuna fyrst og fara svo að elta glópagullið, hvet fólk til að halda sig á jörðinni en fara ekki á flug til skýjaborga væntingasölumanna.

Við vinnum okkur upp úr vandanum með smá skynsemi, gott er að eiga drauma og von um bjarta framtíð en klárum fyrst fyrirliggjandi verkefni sem síðustu væntingarsölumenn skildu eftir.

Menn ættu ekki að treysta á væntanlega olíu á hugsanlegum fundarstað, ef svo vinnanlegt svæði kemur kannski í ljós á næstu 10 til 15 árum.

Þangað til staðfestar staðreyndir liggja fyrir eru þetta bara væntingar.


mbl.is Íbúum fjölgi með olíunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun og ábyrgðarleysi

Ofurlaun og ábyrgð hlýtur að vera tengt saman, er ekki rétt að reka óhæfa yfirmenn á ofurlaunum ef þeir eyða umfram fjárveitingar.

Nú er komin tími til að taka á rekstrareiningum ríkisins, góðir menn eiga að hafa þokkaleg laun en óhæfir að fara annað.

Ég talaði fyrir því í kosningunum að forstöðumenn og ábyrgðaraðilar fengju munlega aðvörun fyrst, svo skriflega aðvörun en brottrekstur á þriðja broti og annar aðili tæki við.

Ef ríkið tekur ekki á þessu rekstrar bulli verðu bara haldið áfram að keyra allar stofnanir og fyrirtæki fram úr fjárlögum eins og virðist orðið að hefð og enginn er gerður ábyrgur fyrir neinu en er sagður ábyrgur þegar hækka á laun eða afhenda sporslur eins og nýja fína og rándýra bíla.

Það er fyrir löngu komin tími á að taka rekstur ríkisins fyrir og taka upp gæðastjórnun að aflokinni rækilegri megrun á ýmsum sviðum, til dæmis bifreiðakaupum og rekstri ásamt mörgu öðru.

Ég er í símaskránni ef það vantar mann í verkið.


mbl.is Tap RÚV 365,1 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi

Það er merkilegt hvað margur á erfitt með að skilja út á hvað þetta gengur, hreyfingi opnar leið fyrir einstaklinga til að fara í framboð án flokksfjötra og þá geta landsmenn valið sér persónur á þing.

Í dag er fólk að velja af flokkslista og oft þingmenn sem fólk hefur bara séð á mynd og heyrt fara með staðlaða frasa flokksins en í raun ekki heyrt neitt um raunverulegar skoðanir frambjóðanda, og svo þegar frambjóðandinn er kominn á Alþingi og fer að starfa kemur annað í ljós en fólk hélt að það væri að kjósa á þing.

Ég tala um jakkaföt og dragt því er ekki verið að kjósa staðlaða innpakkaða vöru frá flokkunum í raun, en ekki vitað um raunverulegt innihaldið í sölu umbúðunum.

Að velja einn mann úr 126 manna hópi frambjóðenda lýðræðishreyfingarinnar til að ráðast á í sífellu hélt ég að væri einelti og merkilegt hvað víðtæk þátttakan er.

Skilningsleysi fólks á því hvað þetta framboð gerði er undrunarvert, persónukjör er komið á koppinn, margur hefur opnað augun fyrir hlutdrægri og oft skaðlegri umfjöllun fjölmiðla, prófkjörin eru á fallandi fæti, sjálftaka flokkana á almannafé og kostun fyrirtækja á þingmönnum er komin upp á yfirborðið og það má lengi telja upp hvað miklu þetta framtak breytti til hagsbóta fyrir þjóðina.


mbl.is Lýðræðishreyfingin líklega fram á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig fór það

Nú er lokið kosningum þetta árið og þjóðin hefur valið þann málflutning sem henni líkar við og það virði ég að sjálfsögðu, ég er samt ekki sáttur við vinnubrögð RÚV og fleiri sem unnu markvist gegn framboði lýðræðishreyfingar, en fyrir mér var persónan Ástþórs Magnússonar sem var efstur í kjördæminu Reykjavík norður greinilega aðal ástæða þess að starfsmenn RÚV vinna svona til að verja og hefna árása á sinn yfirmann.

Markvisst var unnið að því að gera þessa tilraun til að bjóða fram óraðaða lista 126 einstaklinga sem gætu virkað sem persónukjör, að tortryggilegu framboði á safni furðufugla sem væru leppar hins ofurmagnaða Ástþórs Magnússonar samkvæmt túlkun RÚV.

Greinilegt að við hin 125 á framboðslistunum erum álitin skoðana og viljalausir einstaklingar, einskonar minniháttar manneskjur að mati fréttamanna.

Sjálfur gekkst ég inn á að fara í framboð og kynnti mín viðhorf án þess að sölupakka orðum mínum á neinn hátt, vitandi að annaðhvort fengi ég stuðning eða yrði hafnað eins og kosningar gera ráð fyrir.

127 atkvæði sem er 0,48% atkvæða í suðurkjördæmi telst höfnun á þeim viðhorfum og leiðum sem ég kynnti  sem persóna fyrir kjósendum og fel mig ekki á bak við flokk með samræmdan málflutning, tel mér samt það til málsbóta að þetta var eins manns barátta án fjármagns í kjördæminu.

Ég er að sjálfsögðu ósáttur við útkomuna en fyrir mér var það að kinna nýja leið til uppröðunar á ónúmeruðum framboðslista aðalatriðið og að fá svo fólk til að raða sjálft á lista eða strika út, boðskapurinn um útstrikanir virðist hafa skilað sér en bara verið nýttur á öðrum listum.

En svona virkar kosningakerfið, kjósendur eiga að hafa fjölbreitt val og fréttamenn eiga að starfa sem hlutlausir flytjendur staðfestra upplýsinga til að ákvarðanataka sé byggð á réttum upplýsingum.

Nú hefst vegferðin inn í ESB og við sem töpuðum kosningunum verðum bara að sætta okkur við val meirihlutans og taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er.

Boðskapurinn um uppgjör skulda og uppbyggingu innanlands er greinilega talin rugl og þá tek ég því og held áfram.

Þakka þeim sem kusu mig stuðninginn og óska Borgarahreyfingunni til hamingju með árangurinn.

 


Óska blaðamönnum til hamingju með sigurinn

Í fyrsta skipti hafa blaðamenn á RÚV unnið kosningar á Ísland  með því að persónugera eitt framboðið og vinna skipulega gegn því með öllum ráðum.

Við hin 125 sem vorum líka í framboði eru ekki sátt en þegar Ríkisreknum fjölmiðlum er beitt er fátt til varnar.

Ég er samt hugsi um þetta orð lýðræði og hvort það er orðið að gömlum frasa.

Alla vega er flokksræðið það sem almenningur kýs og meirihlutinn ræður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband