Ofurlaun og ábyrgðarleysi

Ofurlaun og ábyrgð hlýtur að vera tengt saman, er ekki rétt að reka óhæfa yfirmenn á ofurlaunum ef þeir eyða umfram fjárveitingar.

Nú er komin tími til að taka á rekstrareiningum ríkisins, góðir menn eiga að hafa þokkaleg laun en óhæfir að fara annað.

Ég talaði fyrir því í kosningunum að forstöðumenn og ábyrgðaraðilar fengju munlega aðvörun fyrst, svo skriflega aðvörun en brottrekstur á þriðja broti og annar aðili tæki við.

Ef ríkið tekur ekki á þessu rekstrar bulli verðu bara haldið áfram að keyra allar stofnanir og fyrirtæki fram úr fjárlögum eins og virðist orðið að hefð og enginn er gerður ábyrgur fyrir neinu en er sagður ábyrgur þegar hækka á laun eða afhenda sporslur eins og nýja fína og rándýra bíla.

Það er fyrir löngu komin tími á að taka rekstur ríkisins fyrir og taka upp gæðastjórnun að aflokinni rækilegri megrun á ýmsum sviðum, til dæmis bifreiðakaupum og rekstri ásamt mörgu öðru.

Ég er í símaskránni ef það vantar mann í verkið.


mbl.is Tap RÚV 365,1 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Sammála síðasta ræðumanni!

Himmalingur, 1.5.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Ríkisendurskoðun virðist tilgangslítil stofnun ef ekki er tekið mark á henni, því margsinnis, hefur stofnunin dregið þetta fram sem þú nefnir hér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband