Mánudagur, 9. júní 2008
Áratuga afturför og spilling
Það er áratuga afturför, ef sveitarfélöginn á Íslandi eru ítrekað farin að deila út verkefnum til vina og vandamanna aftur, og drottna yfir atvinnurekstri út frá pólitískri rétthugsun, vináttu og ætterni, þetta virðist vera að eflast aftur um allt land, og skattfé íbúa er úthlutað til "réttra" aðila í auknum mæli, það er ekki bara á Akureyri sem þetta viðhorf spillingarinnar virðist vera að eflast og dafna.
Pólitískt kjörnum fulltrúum virðast ekki vera gert að sæta ábyrgð á gengdarlausri spillingu stjórnkerfisins, né virðist vera til neitt virkt eftirlit í stjórnkerfinu, sem tryggir að ekki sé verið að úthluta "Réttum" vinum, ættingjum eða pólitískum samherjum, miljónir og hundruðum miljóna af sameiginlegu skattfé íbúa sveitarfélagana, og mismuna fyrirtækjum gróflega með því að fara framhjá útboðsleiðinni.
Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar skuli í algeru ábyrgðarleysi úthluta fé almennings til útvaldra, í stað þess að leita ávalt bestu verða í öllum tilfellum með útboðum, úthlutun á skattfé almennings til að styðja við verktaka sem starfa í heimasveitarfélaginu er eins og að eitra fyrir vin, samkeppnisfærni viðkomandi verktaka minnkar og nauðsynlegar hagræðingar í rekstri eru látnar sitja á hakanum hjá viðkomandi verktaka, hann koðnar svo niður í vernduðu umhverfi á óeðlilega háum einingaverðum og deyr svo við minnstu samkeppni, miklu nær er að styrkja verktaka með því að bjóða út opinberlega alla viðhaldsvinnu sveitarfélagana, hvort sem um gatna eða fasteignaviðhald er að ræða, hafa opin útboð á allri vinnu sem tryggir kjölfestu í rekstur verktaka og þjónustufyrirtækja, öll áhaldahús sveitarfélaga ætti að selja hæstbjóðenda með því að láta allan tækjakost, húsnæði og samninga við starfsmenn, ásamt föstum viðhaldsverkefnum til næstu 3 ára, fylgja með í slíku útboði, þannig væri starfsmönnum tryggður aðlögunartími og sveitarfélöginn fengju sanngjarnt verð.
Skattfé almennings er víða ausið út í vindinn af algeru ábyrgðarleysi, og að bera því við á Akureyri, að stóru verktakarnir hafi svo mikið að gera er hlægilegur fyrirsláttur, menn einfaldlega minnka einingarnar og eða skipta útboðum upp til að hinir smærri geti ráðið við framkvæmdina og stækkað, það er auk þess meira sem kemur aftur til sveitarfélaga frá mörgum smáum verktökum með marga starfsmenn, en fáum stórum verktökum sem hafa hlutfallslega færri starfsmenn og greiða lægri laun, eða notast við skammtíma ráðningar í gegn um starfsmannaleigur.
Í raun ætti að banna sveitarfélögum að reka áhaldahús og krefja þau um að bjóða út allar framkvæmdir, rekstur og allt viðhald, jafnframt ætti að krefja sveitarfélöginn um að úthýsa öllu bókhaldi og skrifstofuhaldi, sveitarfélög þurfa ekki að vera með annan rekstur en félagsmála og barnaverndarhluta stjórnsýslunar, allt annað er hægt að úthýsa til einkareksturs í gegn um þjónustusamninga eftir útboð.
Fundarhöld ráða og stjórna sveitarfélaga er vel hægt að halda í leiguhúsnæði og engin þörf á neinum öðrum kostnaði en leigu á húsnæði og tölvubúnaði.
Það er sorglegt að fylgjast með verkefnum úthlutað út frá skyldleika og frændsemi, út frá búsetu og pólitískum rétttrúnaði, frekar en í opnu og heiðarlegu stjórnkerfi, þar sem allt er upp á borðinu og best nýting á skattfé íbúana er höfð í fyrirrúmi.
Menn tala um hið spillingarlausa Ísland á tyllidögum og vísa í erlendar kannanir máli sýnu til stuðnings, en við vitum öll að virðisaukaskattsvik eru víðtæk í samfélaginu, og að í sumum sveitarfélögum er spilling stjórnkerfisins svo mikil í gegn um skyldleika og vináttu, að hægt er að segja þau rotin ofan í rót.
![]() |
Dræmar undirtektir við útboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. júní 2008
Vantar samskiptafæri
![]() |
Barði og ógnaði fólki fyrir handtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. júní 2008
Piparúði og Rafbyssur
Það er vandlifað, mannleg samskipti eru greinilega ekki kennd að neinu ráði hjá lögreglu og bara notast við gamaldags óttastjórnun og óþarfa ofbeldi, vel hægt að taka þennan mann með smá fortölum og lagni, alger óþarfi að úða á hann eða ógna honum með úðabrúsanum, sem bara espir menn.
Þarna hefðu menn gripið til Rafbyssu ef hún væri á boðstólnum, miklu nær að fara að þjálfa Lögregluna almennilega og vanda betur inntöku lögreglumanna, með persónuleikaprófum.
Það verður að ganga í að endurskoða Lögreglulið landsins, við þurfum ekki svartstakkalið.
Við þurfum að efla almennu lögregluna til muna, bæta launakjör og tryggja henni góðan tækja og aðbúnað, samhliða öflugu stuðningsliði sem hjálpar til við þjálfun og líka til við að greiða úr andlegum áföllum sem fylgja þessu vandasama starfi.
Kröfur til Lögreglumanna verða að vera meiri en um líkamlegt atgervi, hæð og þyngd, þeir verða líka að þurfa að standast persónuleikamat fagmanna, áður en þeir eru vopnaðir búnaði sem getur skaðað fólk og eða er veitt heimild til þess, þá verður að vera til utanaðkomandi, innra eftirlit sem fjallar um alla valdbeitingu Lögreglu sem kvartað er yfir, og tryggir þannig með hlutleysisstöðu sinni trúverðuga umfjöllun um slík mál.
Löggæsla er erfitt og vandasamt starf, sem krefst vandaðs vals á starfsmönnum og trausts frá almenningi.
Þetta traust hefur verið skaðað og án þess er Lögreglan illa stödd, hún verður sem blind án hjálpar frá almenningi og ábendinga þaðan um lögbrot, einangrast með svartstakka liði Björns inn á lögreglustöðvum og hin skipulagða glæpastarfssemi tekur yfir, neitendur, fyrirtækjaeigendur og almenningur sættir sig við að greiða glæpalýðnum lausnargjald fyrir stolnar fartölvur og aðra hluti, fíklarnir fallast á að láta þá selja líkama sinn og stela eftir pöntunum, eigendur fyrirtækjanna sætta sig við að greiða fyrir vernd á eigum sínum sem starfsmönnum, og handrukkarar með okurlánum fylgir svo í kjölfarið, alveg eins og allstaðar hefur gerst þar sem samskiptagjá myndast á milli Lögreglu og almennings.
Að breyta ímynd Lögreglu frá traustvekjandi og ábyrgum einstaklingum sem vilja hjálpa fólki, yfir í ímynd svartstakka með úðabrúsa og rafbyssur, minnkar álagið og hjálpar Lögreglumönnum við að ýta fólki frá sér, en í staðin fyrir mörg minni mál koma bara færri en harkalegri samskipti.
Ef þú veist að einhver sem þú hefur tuskast við, mun framvegis ætla að berja þig með spýtu, þá færð þú þér spýtu líka, og þannig mun allur aukin vopnaburður virka sem speglun hjá Lögreglu, afbrotamenn taka upp samsvarandi vopn og samsvarandi hörku, þetta hefur gerst allsstaðar og engin ástæða til að endurtaka sömu mistök og aðrir hafa gert.
Það verður því miður að vera til Sérsveit, en hún á ekkert erindi með Almennu Lögreglunni, hún á að vera hjá Landhelgisgæslunni sem sólahrings vakt, og stuðningslið við Almennu lögregluna sem til annarra verkefna tengdum Tollgæslunni og Landhelgisgæslunni.
Og ímynd svartatakkana má aldrei blanda saman við ímynd Almannavarna, sú ímynd tengist Björgunarsveitum og Rauðakross en ekki Úða og Rafbyssum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Eðlileg viðbrögð
Finnst þetta vera afskaplega eðlileg viðbrögð, fyrirtækjarekstur er ekki samfélagsþjónusta á félagslegum grunni, menn eru að leita hagnaðar.
Vilji Austfirðingar eða aðrir halda ákveðnum fyrirtækjum eða þjónustu á svæðinu, verður að beina til þeirra viðskiptum til að þau ílengist, annars pakka menn bara og fara með reksturinn þangað sem hagnaðar er von, svo einfalt er það.
![]() |
Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Áhugaverður tengill
Mánudagur, 2. júní 2008
Góð frétt, en samt
Hef aldrei skilið hvað mörgum finnst skelfilegt að heyra um hvalveiðar, en virðist vera sama um mannaveiðar í Írak eða annar staðar.
Hef samt verulegar áhyggjur af þekkingarleysi okkar Íslendinga á hafsvæðinu umhverfis landið og miðunum, svo ekki sé talað um þekkingarleysi á samspili tegunda og skilyrða hafsins, og svo veiðar okkar sem virka oft eins og heimskulegt inngrip í samspil lífríkis sem við skiljum ekkert í, og skelfileg eyðilegging á lífríki hafsbotnsins sem við skipulega eyðileggjum eins og blindir og trylltir fílar í glervöruverslun.
Náði mér í hvalrengi og lúri enn á smá flís í frystir, fæ mér sneið á tyllidögum.
Súrir hrútspungar og Hvalrengi með sætu hvítvíni er lúxus, og betra en sushi, sem samt er gott.
Ef ekki má úthluta kvóta né veiða Hval, án þess að fiskurinn seljist, má þá framleiða lambakjöt eða mjólkurvörur, nema þær seljist.
Skil ekki röksemdir Ráðherrans fyrir úthlutun kvóta, frekar en margur annar.
![]() |
Segir Japana hungra í hvalkjöt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Trúi ekki
![]() |
Fann konu í skápnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. maí 2008
Ömurlegt fyrirkomulag Almannavarna
Finnst ömurlegt að horfa á embætti Ríkislögreglustjóra upphefja sig á frábæru sjálfboðnu starfi Björgunarsveitanna, Rauða Krossins og starfsmanna Slökkviliðanna.
Eftir að hafa hrifsað til sýn Almannavarnir, hrakið mjög hæfa stjórnendur burt og klætt gömlu starfsmenn Almannavarna í ömurlegan svartliðabúninginn, senda þeir liðið fram til að færa ímynd sérsveita Ríkislögreglustjóra heiðurinn af öllu, ný búnir að gasa og berja vörubílstjóra og níðast á unglingum.
Finnst engan vegin að ímynd Almannavarna eigi heima hjá nýja svartstakkaliðinu hans Björns, það verður að vera alger sátt um Almannavarnir, og enginn blettur á þeirri starfsemi líðandi, ég sé ekki að sama liðið og vill vera í svartstakkaliðinu, með gas og rafbyssur, geti komið seinna um daginn og ætlað að fá alla til samvinnu, ætlast til að fólk kyssi táknrænt á vöndinn sem auðmjúkir hundar.
Það verður að færa Almannavarnir frá Ríkislögreglustjóra aftur, og gera að sjálfstæðri stofnun sem er við hlið Forsætisráðherra í stjórnsýslunni, stofnun sem er yfir almenna löggæslu og Sýslumenn sett, og getur yfirtekið almennu lögregluna sem stuðningslið ef þörf.
Ímynd hinnar nýju sérsveitar (svartstakka) Björns er svört, skipulögð áreitni auk eineltis á ýmsum mótmælendum, og skipulögð aðför gegn mótmælum vörubílstjóra, með gasi og kylfum.
Ímynd stjórnenda Almannavarna, verður að vera ótengd sveit hrotta í svörtum sérsveitarbúningum.
Ímynd löggæslunnar hefur hlotið verulegt tjón, svartstakka verður að aðgreina skýrt frá öðrum
![]() |
Nokkuð vel tókst til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Listflug á orrustuþotu
Listflug á orrustuþotu er ekki öllum gefið, en Rússar eru líklega bestu flugvélahönnuðir í heimi, og hafa lengi verið þagaðir í hel af vestrænum fjölmiðlum eða talaðir niður af andstæðingum.
Sjón er sögu ríkari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Hið daglega ofbeldi Lögreglu
Á verkunum skulum við þekkja þá.
Vill fólk að svona menn hafi rafbyssur til að auka ofbeldið, þetta er sláandi líkt Ameríku aðferðinni, eflaust enn að berja menn aftur í bílunum eins og þeir gerðu hér áður fyrr.
Miklar hetjur sem ráðast í hóp á 13 ára ungling, virkileg þörf á að hreinsa til í Lögreglunni, vantar greinilega öflugan starfsmannastjóra og virkt innra eftirlit, ef Lögreglunni tekst ekki að fá unglingana til liðs við sig, er ekki von á árangri í barátu gegn skipulögðum glæpum og fíkniefnadreifingu.
Virðing er áunnin en verður aldrei í lög sett.
Frábært að loksins náist daglegt ofbeldi á mynd, þá fer kannski einhver að hlusta á krakkana.
Hér er linkur á frekari sýnishorn http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/551965/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)