Handrukkarar allra þjóða

Það á það sama við hér og í öðru svipuðum tilfellum, að ef Lögreglan byggir ekki upp vinsamleg og trausts samskipti, leita þolendur ekki til hennar.

Svona starfssemi verður aldrei upprætt á samvinnu við almenning, hvert svo sem þjóðernið er.

Handrukkarar eiga ekki að þrífast í skjóli ótta og afskiptaleysis samborgara.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt

Dapurlegt ef samskipti Löggæslu og almennings eru orðin þannig, að glæpasamtökin hafa stjórn á hlutunum og geta haft samskipti við unga fólkið, en Lögreglan er orðin óvinurinn.

Missi menn tengslin við almenning, tekur ár og áratugi að lagfæra það, að rjúfa tengslin, tekur ekki nema nokkrar vikur.

Breytist Lögreglan yfir í ríki í ríkinu, þá verður til klofið samfélag sem skiptist í sýndarveruleika löggæslunnar og hins opinbera annarsvegar, og stjórnkerfi götunar hinsvegar, þar sem glæpalýðurinn tekur yfir hlutverk löggæslunnar í formi eigin reglna, sem almenningur sættir sig við, því það verður álitið skárri kosturinn af tvennu illu.

Þetta er ekki geðsleg þróun, og ekkert til að apa eftir.

 


mbl.is Glæpasamtök stöðvuðu uppþot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andleg vandamál innan Lögreglu

Samkvæmt fréttum í Vísir.is 13 og 17 mar. 2008. Var sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð að húsi í Reykjanesbæ, þar sem 36 ára gamall maður hafði lokað sig inn á klósetti með haglabyssu, og hugðist taka líf sitt.

Samkvæmt fréttinni er sérsveitin kölluð til í tilvikum sem þessum, og kom maðurinn sjálfviljugur fram án þess að hleypa af skoti og var yfirbugaður í kjölfarið með viðeigandi piparúða, handjárnaður og fluttur sem hættulegur sakamaður af vettvangi, sem sérsveitarmönnum tókst víst að tryggja.

20 ára gamall maður kom á staðinn og vildi komast heim til sýnn, Lögreglumenn keyrðu drenginn ofan í götuna, og brutu nef hans og kinn, losuðu tennur og brutu bein í olnboga.

Hefði nú verið gott að hafa hundana og rafbyssurnar, til að geta kvalið og pínt þessa ræfla aðeins meira.

Fólk sem er komið í þrot og hótar að taka líf sitt, er í raun að kalla eftir hjálp, þetta vita flest allir, ég hef sjálfur talað svona einstaklinga til án skotvopna og piparúða, þetta er hægt án ofbeldis.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra virðist vera samsafn taugatrekktra manna, sem eingöngu vilja átök og tækifæri til að berja niður og brjóta einstaklinga.

Eitthvað verulega andlegt vandamál virðist vera til staðar innan lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu.

Á meðan andlegu ástandi, forystu og þjálfun sérsveitarinnar er svona áfátt, er allt tal um rafbyssur og hunda algert brjálæði, menn sem hafa ekki betri stjórn á sér og sýnum mönnum en þetta dæmi sýnir, hafa ekkert með vopn að gera né annan búnað.

Barátta við glæpalýð er ekki auðvelt verk og mikils krafist af þeim sem við það serkefni vinna, til að ná árangri verður Lögreglan að njóta stuðnings og hjálpar frá hinum almenna borgara, án stuðnings er baráttan fyrirfram töpuð.

Svona vinnubrögð eru bara til að breikka þá gjá sem til staðar er nú þegar á milli almennings og Lögreglu.

Það verður að taka á innri málum Lögreglunar, hækka laun og bæta þjálfun, en umfram allt að greina andlegt ástand manna betur, og hleypa ekki óhæfum einstaklingum í sérsveitina.

Til mikils er ætlast af sérsveit Ríkislögreglustjóra, og svona subbuskapur er ólíðandi.


Palli flottur

En mest hrifin er ég af Rúnari Júll, gamli er lang bestur
mbl.is Páll Óskar og Björk söngvarar ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta loga

Sé enga ástæðu til að slökkva á súlunni í skammdeginu
mbl.is Friðarsúlan tendruð í eina viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á kostnað almennings

Það er merkilegt hvað fyrrum Stjórnmálamönnum gengur illa að fá vinnu utan opinberra starfa, sem í flestum tilfellum er úthlutað af flokksmönnum kerfisins.

Margir þessir einstaklingar er hinir hæfustu, en það á að auglýsa öll störf sem ekki er kosið í á Alþingi, og þeim á að fækka til muna sem kosið er til.

Hér er smávægileg samtekt eftir stutta athugun, það er eflaust mörgu starfinu og manninum sleppt, en það er frekar blaðamanna að taka saman svona lista, til að sýna sjálftökuna úr sjóðum almennings.

Og ekki mun fækka við jötuna eftir samþykkt Alþingis á  aðstoðarmönnum Þingmanna, þannig að þingmenn munu geta ráðið sér atkvæðasmala í Kjördæmin, og haldið þeim þingmönnum sem er hafnað í kosningum, áfram á launaskrá.

Það er því verið að gelda Lýðræðið og gjaldfella kosningarréttinn.

Hér er stuttur listi og bara sem sýnishorn.

Framsóknarflokkur

Jón Sigurðsson. Nefnd Utanríkisráðuneytis um mótun öryggismálastefnu

Jón Kristjánsson. Formaður Stjórnarskrárnefndar

Sæunn Stefánsdóttir. Stjórn Flugstoða Ohf

Halldór Ásgrímsson. framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

 

Frjálslyndi flokkurinn

Magnús Þór Hafsteinsson. Stjórn Grænlandssjóðs

Margrét K. Sverrisdóttir. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs

 

Sjálfstæðisflokkurinn.

Sólveig Pétursdóttir. Formaður nefndar um afmæli Jóns Sigurðssonar

Davíð Oddson. Seðlabankastjóri

Friðrik Sófusson. Forstjóri Landsvirkjunar

Drífa Hjartardóttir. Stjórn Byggðarstofnunar

Halldór Blöndal. Formaður Bankaráðs Seðlabankans

Guðmundur Hallvarðsson. Formaður Siglingaráðs

Sigríður A Þórðardóttir. Sendiherra

Tómas I Olrich. Sendiherra

Hjálmar Jónsson. Stjórn Þróunarsamvinnustofnun Íslands

 

Samfylkingin

Anna K Gunnarsdóttir. Stjórn Byggðastofnunar, Nefnd um eflingu Háskóla, Nefnd Utanríkisráðuneytis um  Landbúnaðarmál

Margrét Frímannsdóttir. Forstöðumaður Fangelsisins á Litla Hrauni, Stjórn Ríkisútvarpsins Ohf, Nefnd um málefni fatlaðra

Jón Gunnarsson. Stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Guðrún Ögmundsdóttir. Verkefnastjóri í Menntamálaráðuneyti, Formaður Flóttamannanefndar

Rannveig Guðmundsdóttir. Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Stjórn Norræna Menningarsjóðsins, Dómnefnd um Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Mörður Árnason. Formaður Orkuráðs

Eiður Guðnason. Sendiherra

Svavar Gestson. Sendiherra

Guðmundur Á Stefánsson. Sendiherra

Sighvatur Björgvinsson. Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands

 

Vinstri Grænir

Svanhildur Kaaber.Stjórn Ríkisútvarpsins Ohf

 

Vilji fólk skoða þetta nánar er bent á vef Alþingis, eða bara Google.com

En kostnaður þjóðarinnar skiptir hundruðum miljóna við Afætukerfi Stjórnmálaflokkana


Afætukerfi stjórnmálamanna og gjaldfelling kosninga

Góður leiðari hjá Reynir Trausta í Dv.is, hér er slóðin : http://www.dv.is/leidarinn/lesa/6342
Íslendingar eru með 63 Alþingismenn á Alþingi, og nú er verið að bæta við heimild fyrir einum til tveim aðstoðarmönnum á hvern þingmann, til viðbótar aðstoðarmönnum Ráðherrana, þetta verða því yfir 120 manns á launum auk kostnaðar, ef heimildin verður fullnýtt, og hvenær hefur það ekki verið gert.
Hér er slóðin á heimildina : http://www.althingi.is/altext/135/s/0766.html
En hér er yfirlit yfir starfskjör þeirra : http://www.althingi.is/vefur/starfskjor_yfirlit.html
Svo bætast greiðslur til stjórnmálaflokkanna, ofan á kostnaðarpakkann frá Fjármálaráðuneyti, auk greiðslna sem sveitarfélöginn voru skilduð til að greiða til sveitarstjórnapakka flokkana.
Með þessum aðgerðum er búið að opna fyrir ráðningu, á þeim sem detta út á milli þingkosninga í störf aðstoðarmanna, einnig að búa til starfskynningar stöður fyrir verðandi þingmenn, og aðra verðandi atvinnustjórnmálamenn í þjálfun.
Lýðræðið er ekkert nema gaspur, til nota á tyllidögum eftir gjaldfellingu Kosninga, það skiptir engu máli hvort fólk fellir menn af þingi eða ekki í kosningum, það eru nú komnar stöður aðstoðarmanna, til viðbótar við flest öll betur launuð opinber stjórnunarstörf, sem mönnum er úthlutað ef þeir ná ekki kosningu eða vilja hætta, eftir nokkurra ára flokkshollustu.

Manni er farið að ofbjóða sjálftaka þingmanna og stjórnmálaflokka á almannafé.

Afætukerfi stjórnmálamanna er farið að líkjast óhugnanlega mikið handriti af Amerískri Mafíumynd.

Kannski er innganga í Evrópusambandið og afsal sjálfstæðisins, eina leiðin til að frelsa þjóðina undan hennar eigin siðblindu stjórnmálamönnum.


Einelti

Er farin að trúa því að þetta sé ekkert nema einelti og ofsóknir, þetta er líka einmitt það sem Íslendingar þurfa að koma í heimsfréttirnar núna.

 


mbl.is FT segir forsvarsmenn Baugs hugsanlega sæta nýjum ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt

Það er að mörgu leiti jákvætt að fólk leiti sér aðstoðar og upplýsinga, því fyrr því betra.

Geta svo sem allir komið eftir á og sagt, sko sagði ég ekki, en það skilar engu til neins.

Það sem skiptir mestu máli, er að bregðast við fyrr en seinna, ef fólk sér að stefnir í vandræði.


mbl.is Allir viðtalstímar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál bókaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki í Ríkinu

Það er ekki hlutverk lögreglumanna að koma sér upp Ríki í Ríkinu.

Saklaus uns sekt er sönnuð, er undirstaða réttarríkisins og merkilegt ef rétt er eftir lögreglumönnum hafta, að þeir hafi dæmt mennina sem seka frá degi eitt, er hægt að treysta rannsókn máls frá mönnum sem tamið hafa sér þetta viðhorf frá upphafi, eru rannsóknargögn lituð af þessu viðhorfi og eingöngu dregnar fram staðreyndir sem styrkja ákæruvaldið, en ekki líka gögnum sem styðja vörn ákærða.

Lögreglumenn eru ekki skyldaðir til starfans né þvingaðir til að gegna embætti lögreglumanna, þeir hljóta menntun til sérhæfingar sem gæslumenn laga og réttar, þeirra er að gæta laga og réttar, en ekki að setja lög eða reglur sem þeim hugnast.

Alþingi hefur löggjafavaldið, og þangað ber að snúa sér með óskir og rökstuðning fyrir lagabreytingum, þetta eiga Lögreglumenn að vita.

Að ráðast í sífellu á Héraðsdóm, ef dómsniðurstaðan er ekki þóknanleg Lögreglumönnum, segir meira um lélega löggjöf og virðingarleysi Lögreglumanna fyrir Dómstólum, en Héraðsdóm og hans dóma, það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir yfirstjórn Löggæslumála að sjá hvernig komið er.

Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú stefna að troða lögreglumönnum inn í bíla og hætta daglegum göngum um helstu verslunargötur og daglega verustaði fólks, þetta rauf samskiptaformið og myndaði gjá, í dag boðar koma Lögreglunar yfirleitt ekki vinsamlegt viðmót og úrlausn vanda, heldur yfirgang og frekjulegt viðmót manna, sem helst vilja komast í handalögmál og niðurlægja fólk.

Væri ég í sporum þessara ungu manna, sem brugðust við sýnilegu áreiti á kunningja sýna, hefði ég gert það sama, það á ekkert að vera sjálfgefið að einhverjir yfirgangsseggir séu endilega Lögreglumenn, og því eigi bara að horfa fram hjá svona áreiti.

Það væri ábyrgðarlaust af Héraðsdóm, að senda þau skilaboð út í samfélagið, að ef fólk sjái hóp manna áreita einhvern, sé best að forða sér og skipta sér ekki af málinu, lögreglumenn verða bara að undirbúa svona kvöldgöngur betur og fara að hegða sér eins og samstarfsmenn hins almenna borgara, en ekki hegða sér eins og úlfahjörð í leit að bráð, slík áframhaldandi vinnubrögð munu efla andstöðuna enn meira, og Lögreglumenn munu lenda í æ harðari átökum sem viðhalda þessari einstefnu í samskiptum, sem hefur leitt þá út í þetta öngstræti.

Starf Lögreglumanna er ekki auðvelt né létt, þeir koma á miklum sorgar og harm stundum sem og á miklum gleði stundum í lífi fólks, þeir þurfa að hjálpa fólki á ögurstundu sem og taka á ofbeldismönnum, þetta er ekki einfalt né auðvelt starf, og hafa rannsóknir sýnt hærri tíðni sjálfsvíga og annarra starfstengdra vandamála, meðal Lögreglumanna en annarra starfsstétta, samskipti við almenning og viðmót fólks, hefur mikil áhrif á lögreglumenn sem annað fólk, því verður ímynd Lögreglunnar að batna til muna, og jákvætt viðmót og tíð almenn samskipti hafa þar mikið að segja.

Rafbyssur og úðabrúsar er ekki leiðinn til bættra samskipta við borgarana, og kjánaskapur að þenja sig alltaf út eins og móðgaðar prímadonnur í hvert skipti sem Héraðsdómur hlýðir ekki né þóknast Valdsstjórninni.

Kæri Dómsmálaráðherra, er ekki komin tími á endurmenntunarnámskeið og uppstokkun innan Lögreglunar á Höfuðborgarsvæðinu, áður en samskiptagjáin við borgarana er orðin óbrúanleg.

Virðing er áunnin, en ekki í lög sett.

Hér er slóð á dóminn : http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800128&Domur=2&type=1&Serial=1&Words

 


mbl.is Kurr í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband