Miðvikudagur, 12. mars 2008
Æ æ er hún móðguð
Ég verð nú líka að lýsa furðu mynni á Umhverfisráðherra og hennar störfum, skilst að málið sé búið að veltast um í skúffum hennar Ráðuneytis í 7 mánuði.
Sé ekki betur en hún sé bara móðguð yfir því að Suðurnesjamenn hugsi og framkvæmi sjálfstætt, málið er ekki hennar til að dunda sér við í rólegheitum, á meðan við blasir að Norðurál vill fjárfesta í Álveri, sveitarfélöginn vilja fá Álverið í Helguvík, og allt er í samræmi við lög og reglugerðir.
Það er ekkert einkamál Ráðherra né i valdi hennar að stöðva framkvæmdina, til að uppfylla draumsýn og gaspur um rómantíska náttúruvernd á kaffihúsafundum.
Venjulegt fólk út í samfélaginu, þarf að hafa atvinnu til að standa undir skuldbindingum sýnum við samfélagið, og geta tryggt börnum sýnum framtíð.
Við greiðum ekki skattana og lánin með draumsýn, við menntum ekki börnin né færum þeim mat á borð fyrir gaspur, við framfleytum okkur ekki á rómantískum draumum umherfisráðherra.
Stjórnmálamenn á Alþingi eiga að setja landinu lög og reglur, til þess eru þeir kosnir.
Ráðherrar eiga að stýra sýnum Ráðuneytum, fylgja lögum og setja reglugerðir ef svo falið af Þingi.
Það er ekki hlutverk þessara aðila að vera að skipta sér af rekstri einstakra fyrirtækja, sem eru ekki á vegum eða í eigu Ríkisins.
Lagaramminn er leiðsögn fyrirtækjanna, ekki persónulegar skoðanir einstaka stjórnmálamanns.
![]() |
Efast um réttmæti leyfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Gleðilegt og þarft mál
Vonandi að Suðurnesja menn haldi hópinn, og keyri þetta áfram.
Hefur fátt sem ekkert, skilað sér til Suðurnesja án fyrirhafnar og baráttu heimamanna við stjórnvöld, merkilegt hvað mikil andstaða er alltaf við atvinnueflingu á Suðurnesjum.
![]() |
Framkvæmdaleyfi vegna Helguvíkurálvers afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Ástfanginn af alvöru konu
Alveg agndofa af hrifningu á þessari alvöru konu
Sá þetta fyrst á síðu Einars, og varð bara að setja á mína síðu líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Arfur Bush og félaga
Ömurlegri pólitíska grafskrift er varla hægt að hugsa sér, fyrir fráfarandi forseta, en Bush hefur skrifað fyrir sjálfan sig og sína forustu, með hjálp hinna viljugu.
![]() |
Kann að verða mesta kreppa í aldarfjórðung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. mars 2008
DUGLEGIR
Það er enginn uppgjöf á Borgarfyrði Eystri, þó stjórnvöld reyni að koma minni stöðum á landsbyggðinni fyrir kattarnef, með öllum tiltækum ráðum.
Áræðið dugnaðarfólk hefur snúið vörn í sókn, og vonandi að sem flestir heimsæki þennan fallega stað.
Hér er slóð á fréttarvef þeirra Borgfirðinga Eystri : http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=2 og eru Borgfirðingum Síðri, örugglega líka velkomnir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Blogg er gott
Blogg er gott, og til margra góðra hluta notað, það hlýtur samt að fara eftir notandanum samt hvernig því er beitt.
Fullyrðingar um að það sé eitthvað að öllu þessu fólki sem bloggar, er voða ódýr flokkun og bull.
Að sjálfsögðu er eitthvað að öllum ef grannt er skoðað, og enginn til sem telst "í lagi" eða hvernig er það annars skilgreint, að vera í lagi.
Hér áður fyrr hittist fólk í Kaupfélaginu og í félagsheimilum, eða fékk fréttir í gegn um sveitasímann, ég hringdi eitt sinn í sveitarsímanum til frænda míns, vegna lykla sem vantaði að koma til hans, eftir 2 til 3 mínútur voru komnir einir 3 ráðgjafar inn í símtalið og málið leystist farsællega, í dag er þetta kallað að nota fundarsíma.
Mannleg samskipti eru sprottin af þörf sem ekki hverfur við brotthvarf fólks til borgarlífs, og það má sjá hvernig Smáralindin og Kringlan eru orðnar að ígildi Kaupfélagana og félagsheimilanna hér áður fyrr, meirihluti fólks er að ganga um í leit að félagsskap og samskiptum, verslar eitthvað dót án jafnvel þarfa fyrir hlutinn, svona til að réttlæta veru sína á staðnum.
Bloggið er svipað tækifæri til samskipta, og form sem hentar mjög mörgum sem ekki komast í verslanirnar stóru, eða eru bara að leita annars vettvangs til að tjá sig og sýnar hugsanir, bloggarinn hefur líka tíma til að orða hugsanir og segja hluti sem venjulegt samtal leifir oftast ekki, bloggarinn þarf ekki að tala tungumál líkamstjáningarinnar né leika hin hressa velmegunar einstakling, sem ávallt er eins og gangandi tannkremsauglýsing frá tískuvöruverslun.
Blogg gefur því visst frelsi um leið og það heftir og lokar fyrir önnur samskipti og tjáningu.
Mér finnst þetta vera voðalega einfalt mál með bloggið og ég fann sannleik.
Sála leitar sálu.
![]() |
Blogg gegn þunglyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 10. mars 2008
Uppfyllingarfrétt, en er samt klúðrað.
Hér er uppfyllingarfrétt um ekkert, en er samt klúðrað, því eins og fréttin segir
"Myndin sýnir þróun mannfjölda 67 ára og eldri fram til ársins 2050."
Horfið á myndina
![]() |
Íslendingar eldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. mars 2008
Gott framtak R.K.Í
Þetta er gott framtak hjá þeim, mikið feimnismál og ímynduð skömm, að vera ekki jafn svakalega útgjaldaglaður og umsvifamikill og náunginn.
Mikil ímyndarsköpun og sýndarmennska hefur einkennt marga undanfarin ár, og gott ef tekst að rjúfa vítahringinn sem skuldsett fólk festist oftast í.
Manngildið er það sem skiptir máli, ekkert gagn í seðlum og kortum þegar í gröfina er komið, og engin ástæða til að eiða þeim skamma tíma sem okkur er úthlutað hér, í hlaup eftir innan tómum gæðum.
Við höfum byggt upp sérstaka útgáfu af Kapítalísku samfélagi, þar sem skuldir borgarana eru verðtryggðar og með ábyrgðar af vinum og vandamönnum.
Lánastofnanir eru nánast gulltryggðar og geta blómstrað á nútíma þrælahaldi hinna skuldsettu, sem geta ekki komist aftur út úr gildrunni, nema skilja eftir sálina.
Spakur maður segir, að maður eigi að eta varlega ókeypis mat, því þegar upp er staðið ,þarf maður að greiða þyngd hans í gulli.
Það sama á við um gott aðgengi að lánsfjármagni til eignarkaupa og neyslu.
Það þarf sterk bein til að lifa af góðæri.
![]() |
Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. mars 2008
Til bóta, en samt
Það væri til mikilla bóta að ráða talsmann fyrir dómara, til að skýra sjónarmið þeirra.
En tel ekki ástæðu fyrir dómara að koma sjálfa fram, er þá ekki mikil hætta á vanhæfni.
![]() |
Dómarar tjái sig opinberlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. mars 2008
Sem læmingjar
Það er skelfilegt þegar heil þjóð hegðar sér sem læmingjar að fara fram af hengiflugi.
Er ekki ráð að fara að draga úr skuldasöfnun og greiða niður, til að vera áfram sjálfstæð þjóð.
Verða Íslendingar á útsölu, með landi og miðum.
Seldir hæstbjóðanda, eða gefnir gegn yfirtöku skulda.
![]() |
Íslendingar skulda mest í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |