Laugardagur, 25. ágúst 2007
Að öðlast virðingu
Virðinguna sem lögreglan vill öðlast meðal borgarana, fær hún ekki út á svona vinnubrögð.
Og það eru einmitt svona atburðir sem styrkja mann í þeirri skoðun, að virkt utanaðkomandi eftirlit þarf með með vinnubrögðum lögreglu.
![]() |
Konan beitt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Umskurður kvenna
Ef þú villt berjast gegn umskurði stúlkubarna þá er þetta slóð á slíkan stað
http://www.unifem.is/joomla/index.php?option=com_content&task=view&id=90&Itemid=71
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Ljós heimsins
Ef þetta er rétt og líka sú frétt, að hægt sé að binda aðalhvata gróðurhúsaáhrifa með niðurdælingu í jarðgrunnin, þá er þetta litla land að breytast í ljós heimsins.
Nú þarf bara að koma þessu öllu í framkvæmd, samhliða því að gera landið að öruggum stað friðarleitenda, og mótsstað til að setja niður deilur heimsins.
Ef þetta tekst erum við búin að framkvæma kraftaverk.
Og við getum líka grætt á þessu öllu, en það virðist vera eini virki hvatinn til athafna í dag
Þetta yrði sem upprisa
![]() |
Ísland uppspretta vetnis fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. júlí 2007
SORGLEGT MÁL
Finnst komin tími til að skotvopn séu geymd á lögreglustöðvum landsins.
Engin ástæða til þess að láta tugir þúsunda skotvopna liggja inn á heimilum landsmanna.
![]() |
Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júlí 2007
Takk fyrir Jóhanna
Meira en sex sinnum fleiri fengu 90% lán hjá Íbúðalánasjóði á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á fjögurra mánaða tímabili þegar hámarkslánshlutfallið var 90%. Þetta hlutfall var hækkað úr 80% í 90% 1. mars í vor, en lækkað aftur 4. júlí. Þessa fjóra mánuði veitti Íbúðalánasjóður alls 2.154 lán og náðu 359, eða 17%, hámarkslánshlutfallinu. Einungis voru 48 90% lán veitt á höfuðborgarsvæðinu sem eru 2% af öllum lánum. Á sama tíma voru veitt 311 90% lán á landsbyggðinni eða 14% af öllum lánum. Af þessu má sjá að meira en sex sinnum fleiri 90% lán voru veitt á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu þann tíma sem hámarkslánshlutfallið var 90%. Nú er að hámarki lánað fyrir 80% af kaupverði eignar.
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Uppreisn
Gerði uppreisn í vor gegn hefðum og vana.
Hef ekki tekið sláttuvélina út úr geymslunni og neita því alfarið.
Hef bæði fengið athugasemdir annarra heimilismanna og nágrana, þeir mega slá ef þeir vilja en ég neita.
Þetta hlutverk sem karlmenn eru alltaf settir í sökum kyns er óþolandi, karlar eiga að slá túnræfilinn eins og við séum að fara að fóðra búfé, og svo eiga karlmenn að sinna öllu viðhaldi utan sem innanhús, og ökutækin eru alfari á þeirra ábyrgð, og í þeirra umsjón ef bila eða eru til leiðinda á annan hátt.
Kvennarembur
Segi bara nei takk, ég þvæ þvott, stoppa í sokka, elda og þríf, geng í öll störf.
Nú heimta ég raunverulegt jafnrétti á borði, en ekki bara í orði eins og konur gera.
Sjáið svo fallega garðinn og hvílíkur ylmur
Laugardagur, 21. júlí 2007
Fékk þetta lánað hjá Villu, á erindi til allra, sérstaklega Austfyrðinga
Ef þú getur ekki farið gegnum fjallið skaltu fara umhverfis það.
Ef þú getur ekki farið kringum fjallið skaltu klífa það.
Ef þú getur ekki klifið það sestu niður og hugleiddu hvort að það borgi sig að skoða það sem að er hinum megin.
Ef svo er byrjaðu að grafa göng ."
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
Hrósa ber lögreglunni
Hrósa ber lögreglunni fyrir fagmannleg vinnubrögð í málinu, loksins hafa menn sýnt fagleg og þroskuð vinnubrögð.
Lögreglan heldur sig til hliðar, en er tilbúin til aðgerða og hefur stjórn á sjálfum sér. Þeir grípa aðeins inn í atburðarásina ef nauðsynlegt er vegna öryggis, en framfylgja samt lögum af hógværð.
Mótmælendur hamast aftur á móti við að gera sjálfa sig og málstaðin hlægilegan, með barnalegum stælum og afkáralegum uppákomum.
Þeir eru búnir að grafa sýna eigin gröf, en eru of uppteknir af sjálfum sér til að hafa vit á því að hætta að grafa.
Þetta er rétta nálgunin hjá lögreglunni og þó ég hafi oft gagnrínt hana og mun gera svo áfram, þá eiga þeir mikið hrós skilið í þetta skiptið.
Svo er bara að vera duglegir að skrá atburðarásina og láta mótmælendur setja sjálfan sig í þá stöðu að hægt sé að neita þeim um komu leyfi til landsins.
![]() |
Mótmælendur hlekkja sig við tæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. júlí 2007
Áskrifendur launa
Burt með þennan 4 miljarða bagga á skattborgurum landsins, söfnuðurinn á að borga þetta sjálfur, en ekki neyða okkur hin til þess að greiða þessum sjálfskipuðu talsmönnum guðs á jarðríki laun fyrir leikinn.
Þvílíkur hroki að telja sig vera talsmann guðs, og geta túlkað trúna fyrir aðra.
![]() |
Hjálmar Jónsson eini umsækjandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. júní 2007
Iðnaður óttans
Mikið afskaplega er lífið erfitt hjá mörgu fólki.
Það er alveg á mörkum þess að leggjast inn til hvíldar og eða brotna saman af áhyggjum.
Hlýtur að taka á, að sjá aldrei sólina koma upp eða vænta þess að dagur gleði birtist.
Ég er að tala um þetta atvinnufólk í stétt vandamála og áhyggjuiðnaðar landsins, umferðin, internetið, ofl, ofl, er alveg að æra þetta blessaða fólk.
Blaðamenn, tryggingarsölumenn og öryggisráðgjafar af ýmsum toga, hafa gert þennan iðnað að vænlegri atvinnugrein og er sífellt að ýfa upp móðursíki örgeðja einstaklinga til að skapa þann ótta sem skapar eftirspurn á þeirra vörum.
Blöðin seljast best ef heitar æsifréttir um skelfingu eru á forsíðu og svo koma hinir í kjölfarið og selja grimmt allskonar búnað og ímyndað öryggi.
Við eru öll að verða fórnarlömb þess hættulegasta sem til er, Óttans sjálfs.
Hann er lævís óvinur og með systkinum sýnum, vantrausti, græðgi og ofsóknarbrjálæði á hann auðvelt með að umturna og eyðileggja heilu samfélögin.
Það er sorglegt að sjá þennan iðnað blómstra á landi sem er næst paradís í öryggismálum og sem gæti verið vin í eyðimörk ófriðar og illdeilna heimsins.
Hér væri hægt að hafa óháðan griðastað fyrir heimsbyggðina, og öruggan fundarstað friðarleitenda.
En stétt vandamála og áhyggjuiðnaðar, virðist staðráðin í að brjóta niður allt traust milli fólks og gera heimilin að hýbýlum hinna óttaslegnu, sem sífellt óttast innbrot, skemmdarverk eða perrana á internetinu.
Draumurinn er líklega sá að loka þessu interneti sem stjórnvöld ráða svo illa við að ritskoða.
Trúi samt því að fólk sjái í gegn um þennan blekkingarleik ómerkilegra sölumanna græðginnar og njóti þess að sjá undur lífsins og hitta nýtt fólk með nýja sýn á lífið.
Það er gott og gefandi að hafa samskipti við lífið og náttúruna. Og varðandi traustið þá er til það sem kallast innri rödd, og ef þú hlustar á hana eru allir vegir þér færir.
Maður finnur nefnilega oftast á sér hvort fólk er gott eða ekki hvað sem öllum rafeindarbúnaði líður.
Áttu góðan og gæfuríkan dag