Félagslegt húsnæði málað

Fallegt af þingmönnunum að mála félagslegt leiguhúsnæði fyrir sveitarfélag á Grænlandi, það er gott fyrir sveitarfélög á Íslandi að vita af þessum vilja til að taka til á lóðum og mála hús sem eru í félagslega leigukerfinu.
Ég bíð spenntur eftir fréttum og myndum af þessum þingmönnum mála hin ýmsu hús í framtíðinni og alveg óþarfi að ríkið sé að greiða flug fyrir þá til annara landa.
Það er hægt að fá meira fyrir peningana með því að ráða bara málara á viðkomandi stað í verkið og spara fargjöldin.
Mikið afskaplega liktar þetta mikið af sýndarmennsku þeirra sem eru að selja ímynd til kjósenda.
mbl.is Þingmenn máluðu húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það gat nú verið að ef einhverjir láta gott af sér leiða, skal einhver koma og niðurlægja það. En svona hefur það verið síðustu misseri, og svona er bara Ísland í dag.

Hjörtur Herbertsson, 28.8.2010 kl. 14:47

2 identicon

Ég verð nú bara að biðja hann Hjört hérna að hafa sig hægan. Því að mér þykir æði ólíklegt að þessir fjórmenningar hafi ákveðið að mála þetta hús af góðmenskunni einnisaman.

Það er mikil sýndarmensku fýla af þessu. 

Birgir Fannar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort húsið er í eigu sveitafélagsins eða einstæða föðurins, hvort þetta er sýndarmennska eða góðmennska kemur mér ekki við.

Framtakið er gott og skaðar engann!!

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 15:31

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góð verk á að lofa, en svona sýndarmennska og vinsælda öflun er óþolandi kjaftæði.

Það er þörf fyrir stuðning fyrir þá sem ekki eiga til hnífs og skeiðar hér á Íslandi og ekki hef ég heyrt af þessu fólki við úthlutun matvæla frá hjálparstofnunum.

Grænlendingar eiga svo sannarlega skilin allan þann stuðning sem við getum veitt þeim en sviðsett góðmennska þingmanna í vinsældaöflun er til skammar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.8.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband