Það vantar viljan til verka

Hefur verið athugað hvort til dæmis Alcoa og Síldarvinnslan á Neskaupsstað gætu og eða vilja fjármagnað verkið og lánað ríkissjóð fyrir göngunum ?
Hvers vegna eru ekki gerðir vinnuvegir að gangamunnum og farið að grafa þá vegskurði eða reisa þær girðingar sem gæti þurft að færa vegna verksins ?
Er búið að ganga frá málinu við landeigendur og ræða við sveitarfélagið um hvort nýta mætti útgröft úr göngum í landfyllingu á Eskifirði ?
Öll svona vinna kostar ekki mikið fjármagn en styttir undirbúningstíma verksins og sýnir íbúum að fara á í framkvæmdir en ekki selja þetta enn eitt skiptið til íbúana fyrir atkvæði til flokksins í næstu kosningum.
Þessi mafíu vinnubrögð sem fjórflokkurinn hefur stundað við hverjar kosningar að selja kjósendum nauðsynlegar samgöngubætur sem og margt annað gegn atkvæði til flokksins er í raun mjög svo upplýsandi um heiðarleika frambjóðenda.
Að draga ákvarðanatöku er ávísun á þessi hefðbundnu vinnubrögð stjórnmálamanna.
mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband