Þjóðkirkja

Hér á Íslandi er rekið opinbert fyrirtæki sem kallast Þjóðkirkja. Þetta fyrirtæki er með umtalsverðan rekstur í öllum landshlutum, og nýtur greiðslna frá ríkissjóði, auk þess arðs sem fyrirtækið nýtur af fjölmörgum húsum og jarðnæði um land allt.

Starfsmenn fyrirtækisins eru flest allir Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, og hafa í gegn um tíðina talið landsmönnum trú um, að þeir séu fulltrúar guðs á jarðríki.

Ekki veit ég samt til þess að kirkjumálaráðherra geti framselt þetta vald, eða hafi það frekar en ég og eða þú, en hvað með það.

Hlutverk þessa fyrirtækis virðist vera auk almennrar félags og sálfræðiþjónustu, skírnir, fermingar, giftingar, skilnaðarráðgjöf og útfararþjónusta.

Þjónustugjöld eru innheimt fyrir þessi verk eins og á sjúkrahúsum og telst fermingar vertíðin gefa best í aðra hönd til starfsmanna.

Þá hefur það verið hlutverk fyrirtækisins að halda sátt á meðal þegna landsins með vísun í refsingu guðs, og vera þannig sálfræðilegur þáttur af stjórnkerfi ríkisins.

Svo einkennilega bar við að þetta ríkisfyrirtæki var í sífelldum erjum við móðurfyrirtækið, Ríkissjóð. Og héldu talsmenn fyrirtækisins því fram að fyrirtækið væri sjálfstæður eigandi þeirra eigna sem kallast kirkjur og jarðeignir.

Gerð var sátt á milli Móðurfyrirtækis og dótturfyrirtækis um málið, og nýtur dótturfyrirtækið nú fastra tekna frá móðurfyrirtækinu.

Starfsmanna vandamál hafa lengst af plagað fyrirtækið og hefur einstaka starfsmaður jafnvel haft sjálftökurétt á tekjum einstaka jarða, s.b.r vatnsréttindi ofl vegna Kárahnjúkavirkjana.

Sæmileg sátt virðist samt ríkja innan fyrirtækisins þessa dagana og ekki mikið um kjaradeilur.

 

Höfundur lýsir samt miklum vafa á einkaumboði fyrirtækisins, frá æðri máttarvöldum.

 

Ekki verður séð að hægt sé að einkavæða þetta fyrirtæki, fyrr en umboðsrétturinn er frá gengin, en hægt væri að skipta því upp í fleirri fyrirtæki, og einkavæða til dæmis veraldlega hlutan, þ.e.a.s fasteigna og jarðeignareksturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Björnsson

Mikið er þetta kuldaleg úttekt, Þorsteinn Valur. Ég geri samt ekki athugasemdir við skoðanir þínar. Ég vil alls ekki vera að skammast yfir því. Vil þó biðjast undan því, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, að hún sem stofnun hafi "einkaumboð" á þeirri hjálpræðisleið sem Jesús Kristur býður. Hvað varðar fjármuni er hún lang stærsta trúfélagið í landinu og fær hún því mest af sóknargjöldum, flestar 789,- krónurnar, en þó ekki meir en önnur trúfélög miðað við höfðatölu. Þú færir í stílinn mögulegan einkarekstur. Þú ættir því að gleðjast með okkur yfir stöðugt meira sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá Ríkisvaldinu, en það er einmitt þróunin síðustu tvo áratugina ef það er skoðað af sanngirni.  Guð blessi þig!

Kristján Björnsson, 10.4.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ástæða þess að þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í landinu er nú ekki vegna þess að fólk kýs sér að vera í því, heldur vegna þess sem hún er. Hver íslendingur er fæddur meðlimur hennar og þarf sérstaklega að skrá sig úr henni óski hann ekki aðildar.

Ég er fylgjandi aðskilnaði en það er auðvitað hægara sagt en gert þegar um svo rótgróinn samruna er að ræða. Spurningin er hvort kirkjan verði fugl eða fiskur án ríkis. 

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þakka fyrir blessunar orð þín Kristján, því miður hef ég ekki umboð til að blessa aðra.

 Þannig er að Þjóðkirkjan er ekkert annað en ríkisfyrirtæki, og úttekt á fyrirtækjum er aldrei "hlýleg".

Það sem er að innan fyrirtækisins, er að starfsmenn eru að blanda saman trú og rekstri, þetta tvennt fer ekki saman og því þarf að skilja þetta að.

Rekstrarfélagið getur rekið fasteignirnar og haft þær fjölnota, þannig að sem flestir trúarsöfnuðir geti leigt og nýtt byggingarnar.

En trúarsöfnuðurinn á að annast sýn mál sjálfur og á reikning safnaðarins eins og aðrir.

Varðandi "einkaumboð" , þá tala prestar þjóðkirkjunar eins og þeir hafi það.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þjóðkirkjan er bara á spena almennings í landinu og gæti alveg eins selt aflausnarbréf eins og kaþólska kirkjan gerði á miðöldum!  Stofnanir þjóðkirkjunnar eru til skammar! 3 milljarðar á ári af skattfé!! Ósvífið...og fyrir hvað?

Íran er líka með þjóðkirkju 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:23

5 identicon

Blessaður og sæll Þorsteinn Valur. Því miður virðist málflutningur þinn í tengslum við Þjóðkirkjuna og þá sérstaklega sú staðhæfing þín um að hún sé "ríkisfyriræki" vera byggður á vanþekkingu á stöðu hennar gagnvart ríkisvaldinu. Það er góð og hjálpleg regla að kynna sér hlutina áður en maður fjallar um þá opinberlega, annað er svo ægilega vandræðalegt.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Á nú að fara að halda því fram að þjóðkirkjan fá engar greiðslur af fjárlögum, né njóti neinna tekna vegna lagasetninga né reglugerða um tekjur, eða njóti tekna af jarðeignum Ríkisins.

Alltaf gaman að lesa rökstuðning fyrir því að svart sé hvítt, gjörðu svo vel, endilega komdu með "sannleikan" og fræddu mig, hinn óupplýsta sem byggir skoðanir sýnar á vanþekkingu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.4.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband