Menn róa stíft

Menn róa stíft að því að ganga til liðs við Evrópusambandið, enda miklir peningar í því að selja eða leigja kvóta til þess.

Græðgin er svo yfirgengileg að menn eru tilbúnir að selja sjálfstæðið fyrir slikk


mbl.is Aðild að ESB nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaða sjálfstæði ert þú eiginlega að tala um?  Það eru örfáir í LÍÚ-klíkunni sem eiga fiskinn í sjónum, með EES-samningnum afsöluðum við okkur svo miklum völdum til ESB að þar er um að ræða brot á stjórnarskránni, spákaupmenn úti í hinum stóra heimi ráða gengi gjaldmiðils okkar.  Hvaða sjálfstæði viltu meina að við höfum?

Jóhann Elíasson, 13.2.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvernig í ósköpunum færðu kvótafóbíu út úr Evrópumálunum?

Hitt er svo annað mál að lægri vexti getur þú kallað græðgi hinna skuldugu.

Þú getur líka kallað alvöru byggðastefnu sem er við lýði í Evrópusambandinu græðgi deyjandi jaðarbyggða.

Þetta er yfirgengileg græðgi, eða hvað? 

Jón Halldór Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Halldór farðu að fylgjast með, það hafa verið helstu rök ESB andstæðinga, að ef við göngum í ESB þá missum við forræði yfir fiskimiðunum.

Jóhann Elíasson, 14.2.2008 kl. 07:21

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er nú bara einhvern veginn þannig að enginn veit hvaða áhrif það mun hafa á íslenskt efnahagslíf og/eða auðlindir fyrr en við förum og óskum eftir aðild að Evrópusambandinu.

En það er ekki það með sagt að við skilyrðum okkur til að ganga í sambandið þótt við óskum formlega eftir viðræðum um aðild.

Gísli Hjálmar , 14.2.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband