Góð frétt, en samt

Hef aldrei skilið hvað mörgum finnst skelfilegt að heyra um hvalveiðar, en virðist vera sama um mannaveiðar í Írak eða annar staðar.

Hef samt verulegar áhyggjur af þekkingarleysi okkar Íslendinga á hafsvæðinu umhverfis landið og miðunum, svo ekki sé talað um þekkingarleysi á samspili tegunda og skilyrða hafsins, og svo veiðar okkar sem virka oft eins og heimskulegt inngrip í samspil lífríkis sem við skiljum ekkert í, og skelfileg eyðilegging á lífríki hafsbotnsins sem við skipulega eyðileggjum eins og blindir og trylltir fílar í glervöruverslun.

Náði mér í hvalrengi og lúri enn á smá flís í frystir, fæ mér sneið á tyllidögum.

Súrir hrútspungar og Hvalrengi með sætu hvítvíni er lúxus, og betra en sushi, sem samt er gott.

Ef ekki má úthluta kvóta né veiða Hval, án þess að fiskurinn seljist, má þá framleiða lambakjöt eða mjólkurvörur, nema þær seljist.

Skil ekki röksemdir Ráðherrans fyrir úthlutun kvóta, frekar en margur annar.


mbl.is Segir Japana hungra í hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já hann er góður hvalurinn,,,,

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Brattur

... ég er alltaf hálf smeykur við það þegar maðurinn ætlar að grípa inn í náttúruna, fækka einni tegund og fjölga annarri o.s.frv. þá er voðinn vís... ekki át hvalurinn upp allan fiskinn hér áður fyrr þegar maðurinn veiddi ekki í því magni sem hann gerir í dag...

Er alveg til í súrt rengi, súra hrútspunga og sætt hvítvín... sleppa bara að éta það súra og drekka bara það sæta...

Brattur, 2.6.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband