Gott fordæmi

Legg til að yfirstjórn Lýðveldisins sýni gott fordæmi.

Ráðherrar og þingmenn skili nýfenginni launauppbót eða afhendi ABC barnahjálp uppbótina, afsali sér því næst réttinum til ofureftirlauna, og setji launaþak við 750.000 krónu á mánuði í heildarlaun, fyrir öll opinber störf, líka Forseta Íslands.

Þetta er vel hægt að tilkinna sem hluta af efnahagsráðstöfunum Ríkisins, og gefa 3 mánuði til aðlögunar að breyttum neysluvenjum, þannig að ráðamenn fái svigrúm til að aðlagast.

Selja má alla Ráðherrabílana úr landi og setja ráðamenn á sömu kjör og aðrir opinberir starfsmenn njóta, þ.e.a.s útvega sjálfir bíla, og fá greitt samkvæmt akstursbók.

Ráðherrar og þingmenn hafa ekkert við einkaaðstoðarmenn að gera, Ráðaneytin geta séð sjálf um starfsmannamálin án afskipta Ráðherra.

Alþingi getur séð um að aðstoða þingmenn þegar þess þarf, og ráðið starfsfólk til þess að aðstoða þá, án aðstoðar þingmanna við mannaráðningar.

 Það er hægt að spara hundruð miljóna með svona aðgerðum, og halda þá bæði opnum sjúkrahúsum og öðrum þeim stofnunum sem meiri þörf er fyrir, en umframfitu í stjórnkerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband