Gott mál

Það er kannski ekki líklegt til vinsælda að tala jákvætt um þetta, en mér er alveg sama um vinsældir.

Að auka við framleiðslugetu álversins er bara gott, þetta er gert án þess að fara inn á ný svæði til að koma fyrir álveri með tilheyrandi raflínum, og eykur á útflutninginn sem okkur bráð vantar að bæta í.

Að vísu er álverð fallandi og verður líklega lágt um töluverðan tíma, sem kemur sér illa fyrir Landsvirkjun, sem er með samninga um raforkusölu tengda álverðinu, en það er víst samt ekki svo að verðið geti farið neðar en ákveðin föst lágmarkstala sem er í viðkomandi samningum, og ég geng út frá því að lánin fyrir virkjununum séu í sömu minnt og tekjurnar.

Við njótum hluta ál gróðans í uppsveiflum en erum tryggð fyrir verðhruni, það hefði nú verið gott að hafa svona reglu og skattaramma um bankakerfið.

Staðsetning virkjana og stíflumannvirkja er eitthvað sem alltaf er deilt um, því staðsetning er oftast nær tilfinninga tengd og röksemdarfærslan gegn virkjunum líka.

Hægt er að hjakka endalaust í þessu gamla deilufari um virkjanakosti og forgangsröðun, en er ekki ráð að fara að setja upp áætlun til næstu 50 ára eða svo, og kynna hana á sérstökum virkjanavef, þar sem hægt er að gefa fólki kost á að tjá sig um virkjanakosti, og raða þeim niður eftir ásættanleika með stigagjöf.

Þannig tel ég að hægt sé að nálgast sættir á sjónarmiðum allra aðila með markvissum hætti, í stað upphlaupa á síðustu stundu og storma í vatnsglösum.


mbl.is Samningar við Rio Tinto Alcan á lokastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband