Öllu fórnað fyrir minningagrein

Það er oft eins og atvinnustjórnmálamenn og konur séu tilbúin að fórna öllu öðru en sannfæringunni um eigið ágæti, á vegferð sinni til að reisa sjálfu sér minnisvarða í formi mannvirkja á kostnað skattgreiðenda eða í formi samninga sem verða færðir í sögubækurnar.
Aðildarumsókn og fyrirhuguð innganga í ESB er svona dæmi um slíkt, í stað þess að ljúka þessum fríverslunarsamningum sem opna okkur gífurlega möguleika til atvinnusköpunar er ætt af stað til að uppfylla pólitískan metnað ráðherra á kostnað þjóðarinnar.

mbl.is Fríverslun við Kína í salt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að við Íslendingar eru fyrir margt löngu farnir fram úr Evrópusambandinu í gerð fríverzlunarsamninga, annað hvort á okkar eigin vegum eða í gegnum EFTA. Ráðamenn í Brussel hafa t.a.m. lengi reynt að ná samningum við Kínverja en þeir síðarnefndu hafa einfaldlega lítinn áhuga haft á því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband