Sunnudagur, 6. september 2015
Uppfærð mismunun fólks á Íslandi
Sagan virðist endurtaka sig, mér til dæmis býður við mismunun og flokkum fólks eftir tegund kynfæra.
Slík mismunun er pólitískur rétttrúnaður á Íslandi í dag og búið að koma fyrir í skólakerfinu, innrætingarstefnu sem styrkir þessa flokkun eftir kynfærum.
Í stað þess að skiptingin sé gerð eftir húðlit eða uppruna þá eru það kynfærin sem segja til um verðleika manneskjunnar að mati hinna "góðu og skinsömu".
Laugardagur, 5. september 2015
Heimsmet í hræsni
Íslendingar vilja hjálpa flóttamönnum frá Sýrlandi en gleymum ekki að Líbýa fékk líka lýðræðis meðferð.
Er ekki rétt að við öxlum ábyrgð á okkar eigin utanríkisstefnu sem misvitrir ráðherrar hafa framfylgt og það oftast án vitneskju annarra landsmanna að virðist.
Ráðumst að rót vandans og hættum að magna upp átökin sem valda flóttamannastraumnum og hjálpum við friðarferli.
Að slíta sundur fjölskyldur í Sýrlandi og annarstaðar til að sefa eigin slæma samvisku er engin lausn, hvers eiga þeir að gjalda sem við skiljum eftir og þurfa að takast á við afleiðingar átaka.
Það hjálpar engum að greiða miljónir fyrir myndatökutækifæri stjórnmálamanna við hlið flóttamanna, að nýta sér eymd annarra er lágkúrulegt og það sérstaklega þegar þessir sömu aðilar eiga hlutdeild í mögnun átakanna.
Sér fólk virkilega ekki samhengið á milli stuðnings Íslands við aðgerðir NATO og Bandaríkjamanna, og flóttafólks sem flýr sprengjuregnið til okkar heimshluta.
Það er nefnilega oftast mest öryggið fólgið í því að standa við hlið þess sem heldur á byssunni
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Viljum við láta aðra skapa okkar samfélag?
Er ekki rétt að fara yfir þennan samning, sumt hefur gott komið í gegn um hann en annað hefur valdið okkur gríðarlegu tjóni og kostnaði.
Viljum við vera copy-paste samfélag til samræmis við hugmyndir Evrópubúa um hvað sé þeim hentugast?
![]() |
Frammistaða Ísland áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Það gleypa heiminn
Vandamál Austurlands er Alcoa, fyrirtæki sem fór upp í 25% starfsmannaveltu sem þýðir algera endurnýjun allra starfsmanna á 4 ára fresti.
Fyrirtækið sem sá um ráðningarmál álversins í upphafi skilaði í raun litlum árangri og nú hefur Fjarðabyggð tekið til við að ala upp Alcoa starfsmenn framtíðarinnar í gegn um menntakerfið.
Ör starfsmannavelta og of hátt fasteignaverð skapar ekki stöðugleika og fólk fer ekki að kaupa eignir fyrir tímabundna búsetu á svæðinu, gott fólk í lokuðu samfélagi, atvinna og falleg náttúra dugar ekki til lengdar. Fólk vill hafa valkosti í afþreyingu og þjónustu sem og líf utan veggja álversins.
Það eru vinir og ættingjar sem toga fólk inn á svæði og halda til lengdar en ekki vinnustaðir, álver Alcoa er orðið kjarni atvinnu á svæðinu og einn fundur innan þess fyrirtækis getur dugað til að leggja svæðið nánast í rúst.
Ég er ekki viss um að það sé mjög skynsamlegt fyrir einstaklinga að fjárfesta fyrir margar miljónir á svæðinu sökum tiltrúar á fyrirtækinu, eða fyrirtækjum sem byggja nánast alla sýna afkomu á Alcoa.
Vonandi læra Húsvíkingar af mistökum annarra og láta græðgina ekki taka yfir samfélagið, annars sitja þeir líka uppi með sama offjárfestinga pakkann sem Suðurnesjamenn og Austfirðingar.
Þetta er ekki spurning um magn, heldur hvernig farið er með.
![]() |
Alls 217 fasteignir til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. febrúar 2015
Grunsamlega fljótir til ásakana
Merkilegt hvað menn eru fljótir til við að styðja óbeint ásakanir um morð að undirlagi Pútins.
Það hefur kannski gleymst að það voru valdaræningjarnir í Úkraínu sem létu leyniskyttur skjóta mótmælendur til að espa upp fólkið gegn kjörnum stjórnvöldum, hver segir að þessir sömu vinir utanríkisráðherra séu ekki að láta skjóta Boris Nemtsov til að espa fólk.
Halda menn virkilega að fólk átti sig ekki á því að það er fyrir löngu hafið stríð á efnahags og fjölmiðlasviðinu þar sem stöðugt er verið að beita blekkingum.
Krefjumst þjóðaatkvæðagreiðslu um veruna í NATO, það voru sömu aðferðir notaðar við NATO aðildina og beitt var við ESB aðildarumsóknina.
Blekkingum var beitt og farið fram hjá þjóðinni sem aldrei hefur fengið að kjósa um þessar tvær ákvarðanir, sem skipta okkar framtíð svo miklu.
Byggjum upp okkar eigin fjölskyldusamfélag en hættum að vera copy paste samfélag, hvar er dugurinn og þorið sem þarf til að vera sjálfstæð þjóð.
Finnst einhverjum virkilega eftirsóknavert að vera í hjörð læmingjana sem stefna að stríði, viljum við vopnaða herlögreglu á götum Reykjavíkur og búa í samfélagi ótta.
![]() |
Draga verður gerendur til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. febrúar 2015
Blekkingaleikurinn um ógn
Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram þá flugu Rússar yfir alþjóðlegu hafsvæði og fóru hvorki inn í Breska né Íslenska lofthelgi, samt voru sendar herþotur til að fylgja þeim og maður spyr sig hver sé í raun að ögra
Aldrei hafa Rússar hótað Íslendingum né sent hlaðnar sprengjuflugvélar inn í Íslenska lofthelgi og líklega væri ódýrara fyrir þá að skjóta upp einni eldflaug eða svo ef þeir vildu hreinsa líf héðan af eyjunni.
Hver er tilgangur Íslenskra yfirvalda með að taka þátt í að ögra Rússum og sýna þessari gömlu vinaþjóð fjandskap, hafa þeir ekki keypt af okkur vörur fyrir miljarða í áratugi og selt okkur eldsneyti sem vörur auk þess að hafa ekki sýnt okkur annað en vinsemd alla tíð
Það voru Rússar sem vildu lána okkur fé er við vorum komin á hnén í hruninnu en Bandaríkjamenn spörkuðu og norðurlöndin okruðu á okkur er við vorum varnalaus.
Það er auvirðilegt og smásálarlegt að þakka sýnda vinsemd með stuðningi við http://www.dw.de/ukrainian-right-wingers-march-to-commemorate-nationalist/a-18166964
Yrðum við sátt við að Suðurnesjamenn færu að flytja inn vopn frá Kínverjum og bardagar hæfust í Hafnafirði eftir að löglega kosinni bæjarstjórn hefði verið varpað á dyr, fyndist okkur í lagi ef færeyskur ráðherra gerðist svo klappstýra valdaræningjanna.
Nokkurn vegin svona sjá Rússar málefni Úkraínu sem var búin til sem ríki til að tryggja Rússum atkvæði innan sameinuðu þjóðanna, við gætum gert Suðurnes að sjálfstæðu ríki til að tryggja okkur atkvæði en þá gætum við endað í sömu stöðu og Rússar eru í.
Ætli þessi þjóð að þroskast, er vinsemd og virðing ágætis byrjun í samskiptum sem og að leita sátta í stað þess að vera hælbítur með NATO að skipan úr vestri.
bjóðum alla velkomna í friði og vinsemd en sendum ófriðarseggina heim með sýn stríðstól.
![]() |
Gamaldags andi yfir flugi Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. febrúar 2015
Að framleiða verksmiðjustarfsmenn
Svo mikil er ánægjan með Alcoa í Fjarðabyggð að verið er að ljúka við aðlögun á skólakerfinu að þörfum fyrirtækisins, allt frá leikskólastigi og upp úr.
Aldrei hefði maður trúað því að heilt sveitarfélag liti á íbúa sem framtíðar verksmiðjustarfsmenn og tæki að sér að ala þá upp í gegn um menntakerfið, til samræmis við þarfir einstaka fyrirtækja.
Fyrirtækja sem með klækjabrögðum koma sér hjá skattgreiðslum og starfrækja svo öfluga styrktarúthlutun í samfélaginu til að smyrja hjól velvildar, það er enginn að kalla þetta mútugreiðslur en talað er um "samfélagslega ábyrgð" hjá þeim skattlausu.
Svo mörg eru eggin orðinn í sömu körfunni að ef Alcoa lokaði verksmiðjunni á Reyðafirði, yrði samfélagsleg hrun í Fjarðabyggð.
Er það ákjósanleg staða?
Samkvæmt umfjöllun Kastljós hefur Alcoa á Íslandi ekki greitt krónu í tekjuskatt síðan 2003 og á þar að auki inneign á móti sköttum næstu ára.
![]() |
Ekkert hægt að gera við Alcoa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 31. janúar 2015
Skammarleg meðferð á launafólki
Á meðan vinnuveitendur geta þvingað fólk til að vera í ákveðnu stéttarfélagi og stéttarfélögin komast upp með að skipta félagsmönnum á milli sín eftir svæðum og störfum er nánast enginn munur á. Báðir þessir aðilar sitja svo saman á tuga miljarða eftirlaunasjóðum sem þeir eiga flestir ekkert í og ráðstafa, en úti sitja eigendur þessa fjármagns og fá engu ráðið um ráðstöfun þess.
Þeir sitja samt eftir með skertar tekjur á efri árum því þeir sem ekkert eiga í þessu tuga miljörðum, hafa tapað miljörðum af annarra manna fé vegna lánveitinga og jafnvel kaupa á hlutabréfum hvers annars. Og fyrir þetta útdeila þeir hverjum öðrum veglegar greiðslur vegna stjórnarsetu og ábyrgðar.
Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum skal iðgjald í lífeyrissjóð vera a.m.k. 12% af heildarlaunum. Það er kallað lágmarksiðgjald og er lögbundið lágmark sem skal greiða í lífeyrissjóð eins lengi og hver maður er á vinnumarkaði.
Aflir þú að meðaltali 4 miljóna á ári í 40 ár erum við að tala um Að lágmarki 20.000.000 sem eru af þér teknar samkvæmt lagaskipan, og þetta er mjög gróft áætlað
A.m.k 12% af þínum launum ert þú þvingaður til að fá fólki út í bæ til ráðstöfunar, og þú ræður engu um það hvernig þessu fjármagni er ráðstafað. Þú hinsvegar situr uppi með afleiðingarnar og sveltur jafnvel í ellinni ef illa hefur verið farið með þessa fjármuni, af fólki sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta en eigin afraksturs af annarra manna fé.
Stéttarfélögin gera út á félagsgjöldin og með einokun á tilteknum svæðum sem störfum losna þau við að keppa um félagsmenn. Það er lítill hvati til að ná betri samningum og eða bjóða betri þjónustu, lægri félagsgjöld eða hagstæð afsláttakjör ofl. Hvatinn til að gera betur er nánast enginn eins og sést á kjörum launafólks.
Og allt viðgengst þetta þrátt fyrir að félaga frelsi sem leysi, sé tryggt í stjórnarskrá.
Afskaplega sorglegt að hér hafi verið útskrifuð hundruð Lögmanna sem eru ekkert annað en vel menntaðir rukkarar, það sárvantar lögmenn til að taka á lögleysinu sem hér viðgengst vegna orðhengilsháttar hagsmunaraðila.
![]() |
Laun karls lækkuðu vegna kæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. janúar 2015
Hvenær verður stöðvun glæps að glæp
Spyr sjálfan að því hver sé siðferðis og réttarvitund fólks almennt.
Finnst að sá sem stöðvaði nauðgunina í Ameríku hafi farið full langt í að taka lögin og dómsvaldið í sýnar hendur, en skil vel viðbrögðin og yrði eflaus sjálfur mun verri.
Hversu mikið finnst fólki að megi berja þennan mann, þangað til glæpurinn að berja hann er orðin jafn eða verri og glæpurinn sem hann framdi?
Hvernig skilgreinum við jafnvægi á milli glæps og líkamlegrar refsingar, hvað er hæfilegt?
Er hægt að réttlæta beitingu ofbeldis sem ásættanleg viðbrögð ef verið er að stöðva eða refsa fyrir glæp?
Vill fólk taka upp opinberar flengingar á Íslandi?
Erum við að fjarlægjast okkar réttarvitund og nálgast hina Amerísku?
Vona ekki.
![]() |
Nauðgaði konu og var barinn til óbóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. janúar 2015
Að daga uppi
Svolítið merkilegt að lesa um þessi byrgi til að vernda þá sem skipta litlu sem engu máli í raun, það eru innviðirnir sem skipta máli en ekki puntudúkkur.
Er hamfarir skella á er það embættismannakerfið sem heldur samfélaginu gangandi, ekki kóngafólk og eða stjórnmálaleiðtogar.
Ofmat á eigið mikilvægi einkennir þessar starfsstéttir, sem hafa dagað svolítið upp eins og risaeðlur á framfærslu almennings.
Embættiskerfið er lífæð samfélagsins og mikilvægasta einingin okkar, það er því alltaf jafn hrollvekjandi að fylgjast með er misvitrir stjórnmálamenn eru að tæta í sundur skipulagið og leggja einstaka starfsmenn í einelti til að þvinga fram eigin vilja sem oft á tíðum hefur stangast á við lög.
Því miður virðist löggjafavaldið á Alþingi oftast ekki standa í lappirnar gagnvart sitjandi ráðherrum sem í krafti flokksaga kúga þingmenn til hlýðni.
Okkar mesti bölvaldur virðist vera hið Íslenska flokkakerfi sem stýrt er af sérhagsmunahópum og lifa sem iglur á sameiginlegum sjóðum landsmanna.
![]() |
Leynibyrgi drottningar á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |