Mánudagur, 1. janúar 2018
Að farga sérstöðu
Á Íslandi virðist ákveðin prósenta landsmanna nánast hata sitt móður eða föðurland, fyrir þessu fólki standa hefðir og siðir sem glóandi rýtingur í síðu og þetta fólk virðist leita allra leiða til að stöðva og afmá sérstöðu okkar sem þjóðar.
Meðal innflytjenda sem hingað koma til að njóta öryggis og friðar virðist svipuð prósenta leggjast á sveif með þessu fólki og vill flytja með sér þá siði og þær hefðir sem urðu þess valdandi að það varð að flýja eigin heimaland.
Við hin sem viljum viðhalda siðum og hefðum sem og okkar sérstöðu og byggja hér áfram upp samfélag sem virðir rétt allra til jákvæðs og uppbyggilegs lífs, munum að sjálfsögðu áfram umbera þessa prósentu mannlífsins sem verður líklega aldrei sátt við líf sitt eða annarra.
Mál og tjáningarfrelsi er ein af undirstöðum samfélagsins og verður vonandi áfram, ég skora samt á fjölmiðla að virða réttindi allra og kynna sjónarmið í réttu hlutfalli við fjölda stuðningsmanna en ekki ýta undir sundrungu né halla á umburðarlindi í formi fræðslu.
ÉG er ekki að tala um ritskoðun en finnst að full mikið sé flutt af neikvæðum og andfélagslegum áróðri frekar en rökstuðningi þeirra sem rífa vilja samfélagið niður, MeTooo er fyrir mér löngu tímabært umfjöllunarefni og jákvætt enda snýst það um að virða aðra og þeirra rétt.
Kynþáttafordómar, trúarfyrirlitning og misskipting gæða er hinsvegar efni sem vert er að kryfja svo samfélagið geti fræðst um rót þessara skoðana og tekið vitræna afstöðu til.
![]() |
Newsweek fjallar um áramót Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. desember 2017
Tapaður trúverðugleiki blaðamanna
Ef þessi frétt er lesin sem og fyrri frétt sem vísað er í kemur skýrt fram hvers vegna maður hvorki trúir né treystir blaðamönnum almennt.
Skrifin eru full af pólitískum rétttrúnaði og markmiðið að nefna ekki NATO eða Bandaríkjamenn en varpa eða draga upp hræðilegu Rússana.
Netið hefur kollvarpað trúverðugleika þessara svo kölluðu blaðamanna sem virðast frekar vera þýðendur erlendra áróðursritara.
Mikið væri nú gaman að sjá alvöru blaðamennsku þar sem frásögn beggja aðila er skráð sem og vísað til heimilda og hverjir eru að staðfesta frásagnir málsaðila.
Þann dag fer maður að horfa á Íslenska blaðamenn sem trúverðuga fagmenn
![]() |
Mannskæð loftárás í Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. maí 2017
Er þjóðin buguð af fortíðinni
Merkilegt með okkur Íslendinga, ferðamönnum líkar víðernið og við fjölgum þá trjám, þeim líkar fjölskrúðugur miðbær og við rífum þá og byggjum ljóta kassa eins og eru víða erlendis. Endalaust er barist gegn því sem gerir okkur að litríkri sérstakri þjóð í einstöku umhverfi, til að skapa grátt og kalt samfélag staðlaðs samanburðarins.
Hefur fólki virkilega liðið svona illa á þessu landi að allt skal rifið niður og helst selt ef það tilheyrir sameigninni, er frelsi æskunnar svona sár minning ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. apríl 2016
Mokað úr vösum landsmanna
Hvað ætli að þetta fólk fái mikil laun fyrir stjórnarsetu í fyrirtækinu okkar og 400.000.000 í arðgreiðslu til eigandans?
Við erum eigandinn og persónulega vill ég frekar sjá lækkun á raforkureikningnum sem og sameiningu á þessum ríkisfyrirtækjum okkar Landsnet og RARIK sem eru orðin baggi á almenningi, og landsbyggðin nánast kiknar undan álagningu þessara fyrirtækja.
Hvaða samsafn fáráða samþykkti að koma á samkeppni á milli ríkisfyrirtækja sem þýddi stofnun dótturfyrirtækis hjá RARIK sem kallast Orkusalan með sér stjórn og tilheyrandi kostnaði fyrir almenning.
Okkur er nær að hætta þessu rugli og sameina allan opinbera orkupakkann í eitt fyrirtæki sem hefur það markmið að lágmarka kostnað fyrirtækja og almennings
![]() |
400 milljóna arður og ný stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. mars 2016
Fórnum ekki framtíðinni fyrir tímabundna græðgi
Það er komin tími á að fullorðnast og setja öryggi sem framtíð barna okkar, í forgang í stað dauðra peningaseðla.
Ég vill taka upp harða landamæragæslu og verja þannig eftir bestu getu bæði unga fólkið okkar og landið sem lætur meir og meir á sjá vegna átroðnings.
Það er ekki fórnandi bæði æskunni og landinnu til að þóknast tímabundinni græðgi núlifandi varga, við skuldum framtíðinni hlutdeild í þeim gæðum og því öryggi sem við höfum notið.
Frekar öfluga landamæragæslu en vopnaða svartstakka á vappi um götur og torg, engum til gagns en öllum til leiðinda.
Það er uppgjöf og ósigur okkar gildismata fyrir andlegu ofbeldi öfgamanna og óttaiðnaðarinns
![]() |
Evrópubúar myrtir í hundraðatali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. september 2015
Að kasta steinum úr glerhúsi
ruv.is/frett/falsa-myndir-i-politiskum-tilgangi
Fjölmargar "fréttir" svokallaðra fjölmiðla eru líka birting fréttatilkynninga fyrirtækja, ríkisstofnanna og erlendra stofnanna án yfirferðar á sannleiksgildi. Við munum "gereyðingarvopnin í Írak" ofl "sannar" fréttir RÚV. Við höfum öll séð hvað RÚV er oft samferða hinum ýmsu ráðamönnum og stofnunum á staðinn er tilbúnar fréttir eru framleiddar.
Sunnudagur, 6. september 2015
Uppfærð mismunun fólks á Íslandi
Sagan virðist endurtaka sig, mér til dæmis býður við mismunun og flokkum fólks eftir tegund kynfæra.
Slík mismunun er pólitískur rétttrúnaður á Íslandi í dag og búið að koma fyrir í skólakerfinu, innrætingarstefnu sem styrkir þessa flokkun eftir kynfærum.
Í stað þess að skiptingin sé gerð eftir húðlit eða uppruna þá eru það kynfærin sem segja til um verðleika manneskjunnar að mati hinna "góðu og skinsömu".
Laugardagur, 5. september 2015
Heimsmet í hræsni
Íslendingar vilja hjálpa flóttamönnum frá Sýrlandi en gleymum ekki að Líbýa fékk líka lýðræðis meðferð.
Er ekki rétt að við öxlum ábyrgð á okkar eigin utanríkisstefnu sem misvitrir ráðherrar hafa framfylgt og það oftast án vitneskju annarra landsmanna að virðist.
Ráðumst að rót vandans og hættum að magna upp átökin sem valda flóttamannastraumnum og hjálpum við friðarferli.
Að slíta sundur fjölskyldur í Sýrlandi og annarstaðar til að sefa eigin slæma samvisku er engin lausn, hvers eiga þeir að gjalda sem við skiljum eftir og þurfa að takast á við afleiðingar átaka.
Það hjálpar engum að greiða miljónir fyrir myndatökutækifæri stjórnmálamanna við hlið flóttamanna, að nýta sér eymd annarra er lágkúrulegt og það sérstaklega þegar þessir sömu aðilar eiga hlutdeild í mögnun átakanna.
Sér fólk virkilega ekki samhengið á milli stuðnings Íslands við aðgerðir NATO og Bandaríkjamanna, og flóttafólks sem flýr sprengjuregnið til okkar heimshluta.
Það er nefnilega oftast mest öryggið fólgið í því að standa við hlið þess sem heldur á byssunni
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Viljum við láta aðra skapa okkar samfélag?
Er ekki rétt að fara yfir þennan samning, sumt hefur gott komið í gegn um hann en annað hefur valdið okkur gríðarlegu tjóni og kostnaði.
Viljum við vera copy-paste samfélag til samræmis við hugmyndir Evrópubúa um hvað sé þeim hentugast?
![]() |
Frammistaða Ísland áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Það gleypa heiminn
Vandamál Austurlands er Alcoa, fyrirtæki sem fór upp í 25% starfsmannaveltu sem þýðir algera endurnýjun allra starfsmanna á 4 ára fresti.
Fyrirtækið sem sá um ráðningarmál álversins í upphafi skilaði í raun litlum árangri og nú hefur Fjarðabyggð tekið til við að ala upp Alcoa starfsmenn framtíðarinnar í gegn um menntakerfið.
Ör starfsmannavelta og of hátt fasteignaverð skapar ekki stöðugleika og fólk fer ekki að kaupa eignir fyrir tímabundna búsetu á svæðinu, gott fólk í lokuðu samfélagi, atvinna og falleg náttúra dugar ekki til lengdar. Fólk vill hafa valkosti í afþreyingu og þjónustu sem og líf utan veggja álversins.
Það eru vinir og ættingjar sem toga fólk inn á svæði og halda til lengdar en ekki vinnustaðir, álver Alcoa er orðið kjarni atvinnu á svæðinu og einn fundur innan þess fyrirtækis getur dugað til að leggja svæðið nánast í rúst.
Ég er ekki viss um að það sé mjög skynsamlegt fyrir einstaklinga að fjárfesta fyrir margar miljónir á svæðinu sökum tiltrúar á fyrirtækinu, eða fyrirtækjum sem byggja nánast alla sýna afkomu á Alcoa.
Vonandi læra Húsvíkingar af mistökum annarra og láta græðgina ekki taka yfir samfélagið, annars sitja þeir líka uppi með sama offjárfestinga pakkann sem Suðurnesjamenn og Austfirðingar.
Þetta er ekki spurning um magn, heldur hvernig farið er með.
![]() |
Alls 217 fasteignir til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |