Laugardagur, 3. janúar 2009
Afsökunarbeiðni
Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla
Algeng sjón á Egilsstöðum en myndin var tekin þar fyrir stuttu. MYND/Björgvin Hilmarsson
Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar," segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir, söngnemi frá Egilsstöðum, sem reyndar er flutt búferlum og býr nú á Stokkseyri.
Hildur er ómyrk í máli þegar hún ræðir um þróunina á Austurlandi en í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn undir fyrirsögninni Virkjun, álver og hvað svo?" segir hún þær áætlanir að bjarga Austurlandi með álveri og virkjun ekki hafa gengið sem skyldi.
Í greininni segir Hildur 335 íbúðir hafa verið til sölu á Egilsstöðum og nágrenni, þar af 200 glænýjar sem staðið hafi auðar síðan þær voru byggðar. Könnun blaðamanns sem fram fór í dag leiddi í ljós að 325 fasteignir eru til sölu á þessu sama svæði en gerður er fyrirvari um að einhverjar kunni að vera á sölu hjá fleiri en einum fasteignasala og birtist því ef til vill oftar en einu sinni á fasteignavefnum. Þá er ekki gerður greinarmunur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í leitinni.
Í grein sinni vísar Hildur til þess að eingöngu tvær auglýsingar um atvinnu á þessu svæði hafi fundist á Netinu, annars vegar hafi verið auglýst eftir nokkrum framhaldsskólakennurum og hins vegar starfsfólki í álverið. Þegar þessi frétt er rituð kemur upp ein atvinnuauglýsing sem kallar eftir verkefnastjóra Þekkingarnets Austurlands.
Fólk fúlt og reitt
Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Ég sé fram á alla vega tíu ára aðlögunartíma fyrir sveitarfélagið til að rísa upp úr þessu, fá fólk aftur og skapa á ný almennan vinnumarkað annan en álverið," segir Hildur.
Ég myndi vilja sjá almennilegt menningarhúsnæði. Bærinn er búinn að kaupa gamla sláturhúsið hérna og er að breyta því í menningarhús. Minjasafn Austurlands og bókasafnið eru í húsnæði hér sem á eftir að klára og samkvæmt teikningu er þar gert ráð fyrir 300 manna leikhúsi sem ráðgert var þegar Björn Bjarnason var menntamálaráðherra. Þá fór hann um landið og skrifaði undir samninga við bæjarfélög um að þau rækju vissa menningarstarfsemi á hverjum stað og á Egilsstöðum átti að vera leikhúsmenning," segir hún enn fremur.
Hildur lætur ekki staðar numið að þessu sögðu heldur segist einnig vilja sjá bragarbót á heilbrigðisþjónustu landshlutans, til dæmis með því að færa Fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða en eina fæðingardeildin á Austurlandi sé á sjúkrahúsinu.
Fólk er ósátt við ástandið, þegar ég kom hérna í vetur voru allir eiginlega bara fúlir og reiðir. Margir voru að missa vinnuna og fyrirtæki að fara á hausinn. Malarvinnslan, sem er helsti byggingaraðilinn að öllum þessum nýju húsum hérna, stendur mjög höllum fæti enda selst lítið af því húsnæði sem þeir hafa verið að byggja," segir Hildur.
Hún segir ferjuna Norrænu vissulega sigla til Seyðisfjarðar en umferð frá henni fari bara beint í gegnum Egilsstaði án þess að stoppa þar að ráði.
Ég vona að reynt verði að byggja upp sterkt samfélag hérna," eru lokaorð Hildar sem var stödd á Egilsstöðum þegar blaðamaður náði tali af henni en hún er sem fyrr segir flutt til Stokkseyrar.
Beint í meginmál síðu.Vísir, 18. júl. 2008 09:23
Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi
Atli Steinn Guðmundsson skrifar: Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur," sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær þar sem hún ræddi um ástandið á Egilsstöðum og sagði þar meðal annars að Malarvinnslan stæði höllum fæti.Þessu vísar Lúðvík alfarið á bug og segir rekstur fyrirtækisins með hinum mesta blóma, verkefnastaðan sé eins góð og frekast geti orðið. Við erum að malbika og klæða vegi hérna fyrir fimm til sex hundruð milljónir og ég er með 120 manns í vinnu," sagði Lúðvík og bætti því við að hann furðaði sig mjög á ummælum Hildar.Ég sætti mig alls ekki við svona ósannindi," sagði Lúðvík enn fremur og benti á að auk umfangsmikilla vegaframkvæmda væri Malarvinnslan að byggja Egilsstaðaskóla sem ráðgert væri að taka í notkun haustið 2009 og sú framkvæmd gengi öll að óskum sem frekast mætti vera.Ég þekki þessa manneskju ekki neitt og hef aldrei séð hana og hef ekkert annað að segja um það sem hún segir í þessari grein en þetta eru bara hrein ósannindi," sagði Lúðvík að lokum.Fréttina sem birtist á Vísi í gær má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.Beint í meginmál síðu.
Vísir, 18. júl. 2008 12:08
Jákvæðni og bjartsýni á Fljótsdalshéraði, segir bæjarstjóri
Atli Steinn Guðmundsson skrifar: Við ætluðum helst ekki að svara þessari grein í Morgunblaðinu vegna þess að það er svo mikið af staðreyndavillum og rangfærslum í henni að það er ekki svaravert," sagði Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um grein Hildar Evlalíu Unnarsdóttur, Virkjun, álver og hvað svo?" sem Vísir fjallaði meðal annars um í gær í viðtali við Hildi. Ef það sem kemur fram hjá þessari stúlku eru ekki helber ósannindi þá er það verulega fært í stílinn," sagði Eiríkur og bætti því við að málflutningur Hildar væri allur litaður af því að hún væri yfirlýstur andstæðingur stóriðju á Austurlandi. Íbúum hér hefur fjölgað um 900 síðastliðin fjögur ár. Þessu hafa fylgt ný atvinnutækifæri og ný störf, bæði í tæknigeiranum og verslun og þjónustu, ekki bara í álverinu. Um fjórðungur starfsmanna álversins býr á Fljótsdalshéraði, það eru opinberar tölur, og það er nú allur fjöldinn. Þau störf sem hafa því orðið til hér á svæðinu eru ekki öll í álveri eða virkjun," sagði Eiríkur enn fremur og sneri talinu því næst að ummælum Hildar um að bjarga Egilsstöðum með háskóla. Tvö hundruð í háskólanámi Ég held hún ætti að kynna sér þessi mál betur áður en hún fer í loftið með eitthvað svona. Við höfum síðan 2001 verið í viðræðum við menntamálaráðuneytið um uppbyggingu háskólanáms hér á Austurlandi og háskólanám er stundað héðan frá Egilsstöðum. Um 100 nemendur stunda háskólanám héðan frá Héraði og um 200 á Austurlandi öllu," útskýrði Eiríkur og sagði frá uppbyggingu þekkingarseturs sem væri samvinnuverkefni háskólanna í landinu og atvinnulífsins. Engin þörf væri því á að koma upp háskóla á Eiðum þegar háskólanám væri stundað í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Eiríkur sagði enn fremur frá því að tveir væru á atvinnuleysisskrá á Héraði og væru það nýjustu tölur frá svæðisvinnumiðluninni. Á öllu Austurlandi væru 34 á atvinnuleysisskrá. Orð Hildar um fjöldaatvinnuleysi ættu því ekki við rök að styðjast. Um fjölda óseldra fasteigna sagði Eiríkur að skipulagðar hefðu verið íbúðaeiningar fyrir um 400 íbúa í kringum þá uppbyggingu sem átt hefði sér stað. Langstærstur hluti þessara eigna er byggður og búið í þeim. Í fyrsta skipti í mörg ár er orðinn hér virkur leigumarkaður. Vissulega stendur hér eitthvað af lausu húsnæði eins og mjög víða annars staðar á landinu," sagði Eiríkur. Ég er til dæmis með mitt hús á sölu og það er bara vegna þess að ég þarf að stækka við mig. Fjöldi aðila hér er að selja húsnæði vegna þess að sem betur fer er hér virkur fasteignamarkaður eins og annars staðar á landinu," sagði hann enn fremur. Blómlegt leikhúslíf Aldrei hefur verið eins blómlegt leikhúslíf hérna á Héraði og núna og við erum með eitt af fáum atvinnuleikfélögum á landinu auk áhugamannaleikfélags," segir Eiríkur og vísar þar til þeirra orða Hildar að leikfélögin á staðnum væru á vergangi. Þetta aðstöðuleysi sem hún er tala um var tímabundið, við erum að tala um viku eða mánuð og nú er búið að bjarga því og leikfélagið hefur mjög góða aðstöðu," áréttaði Eiríkur. Að lokum vék hann að því er Hildur lét í veðri vaka að neikvæðni og almenn óánægja væri ríkjandi á Egilsstöðum. Auðvitað eru einhverjir óánægðir og hafa verið meðal annars vegna virkjanaframkvæmdanna en mikill meirihluti þess fólks sem ég hitti og fólk sem býr hérna er almennt mjög bjartsýnt og jákvætt." Eiríkur vekur athygli á því að árið 2002 fæddist 31 barn á Héraði en 62 árið 2006 og 50 árið 2007. Ef þetta er ekki jákvæðni og bjartsýni hvað þá," segir hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Litlar úskýringar
Mér finnst lítið um útskýringar á mannamáli, á forsendum þessara hækkana, er þetta eitthvað tengt breytingum á stjórnar og stjórnunarkostnaði hins opinbera hlutafélags, hvað hefur hann hækkað frá breytingunni yfir í OHF.
Eða er þetta tengt útrásarhluta RARIK og hvar leynist sá kostnaður.
Maður treystir ekki neinum OHF fyrirtækjum, það hefur sýnt sig að meðal fyrstu verka nýrra stjórna þessara fyrirtækja, er ríflegar sporslur og launahækkanir meðal efstu stjórnenda, sem þó bera enga ábyrgð á rekstrinum, enda var þetta ESB réttlætingarbull sem Valgerður fyrrum Iðnaðarráðherra setti fram, um að efna til samkeppni á milli opinberra fyrirtækja í orkugeiranum, með ólíkindum.
Afrakstur þessarar samkeppni, er endalaus hækkun á gjaldskrám fyrir raforku, og nánast öll hækkunin leggst á landsbyggðina að venju.
![]() |
Orkuverð RARIK hækkar um 7-14% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Kjánalegt og skaðlegt
Svona öfgar skaða málstað mótmælenda og fæla frá, þetta er einmitt svona skemmdarverk á málstaðnum sem nýtast stjórnvöldum til varnar, en skaðar hófsama mótmælendur sem vilja löngu tímabærar breytingar.
Fólk verður að gæta hófs og að brenna sundur kapla eða ráðast á starfsmenn fjölmiðla er forkastanlegt.
Ég verð að segja að lögreglan hefur staðið sig vel, gætt hófs og reynt að hemja öfgafólk innan sem utan dyra, svona uppákomur eru ekkert nema stuðningur þeirra sem vilja fara að berja aðeins á mótmælendum til að stöðva þennan vott af uppreisn.
Ég styð mótmæli fólks sem ekki ræðst á aðra eða veldur varanlegu eignartjóni, eggja og tómatakast eða skyr og jógúrtslettur er vel ásættanlegt, en í Goðana, Spámanna og Guða bænum, ekki missa þennan vorboða í viðreisn Lýðræðis á Íslandi út í svona vitleysisgang.
Verum ábyrg í andstöðunni en gefumst ekki upp á að breyta.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. desember 2008
Skammist ykkar
Það er skammarlegt að lesa öll þessi skrif um mann, sem hefur ásamt ættingjum sýnum byggt upp viðskiptaveldi sem fjölmargir landsmenn vinna hjá, og hefur fært fjölmörgum landsmönnum meiri kjarabætur en verkalýðshreyfinginn hefur getað gert á áratugum.
Maðurinn hefur mætt hefur fyrir dóm og tekur sýna refsingu út eins og lög gera ráð fyrir, og ég tel hann mæta aftur fyrir dóm ef ákærur berast, hann flýr ekki land eða felur sig, og það ber að virða.
Það getur vel verið að hann hafi verið djarfur í viðskiptum, en hver hefur lagt fram kæru eða sannað á hann sök um hrun bankana.
Fólk sem nær árangri í viðskiptum og starfar innan ramma lagana, er það sem ber uppi þessa þjóð, og að saka það um að setja landið á hausinn eru lágkúrulegar nornaveiðar, til að forða hinum sem raunverulega sök bera, frá ábyrgð sinni.
Við kusum fólk til að stýra landinu og setja því reglur, þetta fólk fór að úthluta auðlindum okkar og sameiginlegum fyrirtækjum til fárra útvaldra, í stað þess að setja viðskiptalífinu reglur til að starfa eftir fyrst, þetta fólk hefur úthlutað sjálfu sér rífleg eftirlaun og ýmsar sporslur úr okkar vösum, þetta fólk hefur ausið miljörðum úr okkar vösum til reksturs stjórnmálaflokkana og í nefndarbitlinga, eða greiðslur fyrir stjórnarsetu í opinberum fyrirtækjum eftir flokkslínum.
Svo eltið þið Bónusfeðga eins og grimmir rakkar sem sigað er á lömb, og fornir heildsala fjendur þeirra feðga kætast yfir lýðnum, sem vill brenna og brjóta niður, þá sem brutu aftur gríðarlegt afætukerfi heildsala fortíðarinnar.
Það er öllum heimilt að stofna fyrirtæki og keppa á markaði, ef ykkur er svona illa við þessa menn þá verið heiðarleg og farið í samkeppni við þá, ef þeir eru svona vondir menn, hlýtur fólk að hætta viðskiptum við þá.
Eða er kannski auðveldara og skemmtilegra, að kasta fram ábyrgðarlausum fullyrðingu um sakir sem byggðar eru á getgátum, slúðri og hálfkveðnum vísum í véfréttarstíl hins kjarklausa baktalara og öfundarmanna.
Ég þekki þessa feðga ekki neitt, en enginn er sekur fyrr en sök er sönnuð, og skammist ykkar svo.
![]() |
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. desember 2008
Sniðugt í Kína
Sé ekki að þetta sé endilega eitthvað sem þarf að vera neikvætt, hef lengi hvatt til þess að Íslendingar geri þetta sama og Kínverjar eru að gera, millifæra þekkingu á milli landa í formi þróunaraðstoðar.
Það er miklu betra að kenna fólki að hjálpa sér sjálft og aðstoða það á heima slóðum, en flytja það á milli landa sem flóttamenn og eða safna í búðir til að geta fært mat, flóttamannabúðir eru ekkert annað en pesta og spillingar bæli sem brjóta niður allan vilja til sjálfbjarga.
Með því að Íslenska Ríkið greiði námskostnað fyrir td: verkfræðinga, kennara, lækna og fleiri starfsstétta, en fái í staðin td: 2 ár í sjálfboðastarfi á vegum hins opinbera í þróunarhjálp, væri hægt að efla raunverulega þróunaraðstoð okkar, en á sama tíma sækja gríðarmikla reynslu og þekkingu til annarra landa.
Að gefa, er stundum ríflega verðlaunað með því einu að þiggja.
Auk þess væri þetta gott tækifæri til að stofna til gagnkvæmra viðskipta á milli landa, báðum aðilum til hagsbóta.
![]() |
Flytja út bændur til Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. desember 2008
Blaður gagnast ekkert við morðingja
Ísraelsmenn hafa hundsað í áratugi, ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og eiga met á þeim vettvangi með að komast upp með það, með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna.
Hvernig væri að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu einu sinni, og rjúfa öll samskipti við Ísrael um leið og fólk er hvatt til að kaupa ekki vörur frá Ísrael.
Það væri þó tilraun til að gera eitthvað í málunum, í stað þess að blaðra eitthvað án þess að meina eitthvað.
Þetta sýnir bara hvað framboð Íslands til Öryggisráðsins var arfavitlaust, hver þarf á fleiri taglhnýtingum Bandaríkjanna að halda, þar innandyra.
![]() |
Óverjandi aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. desember 2008
Fallegur Jóladagur
Fengum falleg glitský yfir Austurlandi á Jóladag, voru að vísu líka í gær.
Gaman að geta deilt fallegum hlutum með ykkur.
Gleðileg jól öll
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Hrós til Guðlaugs Þórs
Guðlaugur Þór er líklega í einu erfiðasta Ráðherraembættinu, og virðist valda því mjög vel miðað við aðstæður í samfélaginu.
Ráðstöfun hans á því fé sem Ráðherrar hafa til ýmissa málefna, sýnir gott fordæmi og væri gaman að sjá hvernig aðrir Ráðherrar hafa ráðstafað sýnum hluta.
Hrós til Guðlaugs Þórs er því tímabært og vel verðskuldað, vonandi eiga fleiri Ráðherrar slíkt skilið.
Gleðileg Jól og gæfuríka framtíð til ykkar allra.
![]() |
Líknar- og stuðningsfélög sjúkra styrkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. desember 2008
Að skilja staðreyndir
Það gengur mörgum illa að skilja staðreyndir og margir halda að afneitun sé rétta leiðin.
![]() |
Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuðum hafa áhrif hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Vel gert og til fyrirmyndar
Finnst þetta vera til fyrirmynda og ætti að vera öðrum til eftirbreytni.
Af vef Landsvirkjunar LV.IS
Starfsmenn styðja þá sem standa höllum fæti
Þriðjudagur 16. desember 2008
Landsvirkjun og dótturfélög, ásamt starfsmönnum gefa mæðrastyrksnefnd og góðgerðarfélögum matar- og peningagjafir. Fyrir þessi jól hafa starfsmenn Landsvirkjunar og Landsvirkjunar Power ákveðið að í stað jólagjafar frá vinnuveitendum sínum verði stutt við bakið á þeim sem eiga í erfiðleikum vegna efnahagsástandsins með matargjöf sem samsvarar um einu tonni af köti í jólamáltíðir. Í byggðarlögum nærri starfsstöðvum fyrirtækjanna verður matargjöfum komið til mæðrastyrksnefnda, félagsþjónustu og sóknarpresta sem aðstoða þá sem eiga erfitt fyrir þessi jól. Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík fékk afhentan um 3/4 hluta stuðningsins til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi en fjórðungur dreifist í önnur byggðarlög. Þá hefur STALA, starfsmannafélag Landsvirkjunar og dóttur- og hlutdeildarfélaga, farið af stað með söfnun sem felst í því að frá janúar og fram á mitt næsta ár verða 500 til 1000 kr. dregnar af launum þeirra starfsmanna sem þess óska. Fyrirtækin ætla að leggja fram jafn háa upphæð og safnast með þessu móti. Söfnunarfénu verður ráðstafað til þeirra sem eiga í erfiðleikum vegna efnahagsástandsins í samfélaginu. STALA hyggst eiga samstarf við góðgerðarfélög í nágrenni starfsstöðva fyrirtækjanna um land allt um ráðstöfun söfnunarfjárins.
Svanhildur Arnmundsdóttir, Landsvirkjun Power, og Ásgerður Ágústsdóttir, Landsvirkjun , afhenda Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, gjafabréf vegna stuðningsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)