Litlar úskýringar

Mér finnst lítið um útskýringar á mannamáli, á forsendum þessara hækkana, er þetta eitthvað tengt breytingum á stjórnar og stjórnunarkostnaði hins opinbera hlutafélags, hvað hefur hann hækkað frá breytingunni yfir í OHF.

Eða er þetta tengt útrásarhluta RARIK og hvar leynist sá kostnaður.

Maður treystir ekki neinum OHF fyrirtækjum, það hefur sýnt sig að meðal fyrstu verka nýrra stjórna þessara fyrirtækja, er ríflegar sporslur og launahækkanir meðal efstu stjórnenda, sem þó bera enga ábyrgð á rekstrinum, enda var þetta ESB réttlætingarbull sem Valgerður fyrrum Iðnaðarráðherra setti fram, um að efna til samkeppni á milli opinberra fyrirtækja í orkugeiranum, með ólíkindum.

Afrakstur þessarar samkeppni, er endalaus hækkun á gjaldskrám fyrir raforku, og nánast öll hækkunin leggst á landsbyggðina að venju.

 


mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnunar og stjórnkostnaður RARIK hefur ekki aukist neitt undanfarið.

Orsökin vegna þessarar hækkunar er aðalega vegna fall krónunnar og hárra vaxta á lánum. Fjármagnskostnaður er mjög hár hér stýrivextirnir 18 %

Það er aðalega þessi kostnaður sem hefur orsakað að afkoma RARIK hefur verið neikvæð.

Ég mæli með því að ríkisstjórnin lækki stýrivextina niður í 2 % 

Það þola engin fyrirtæki til lengdar að fjármagna sig á þessum kjörum.  Að halda vöxtunum svona háum þíðir í raun að verið er að kynda undir verðbólgunni.  Vaxtabyrgðin fer út í verðllagið sem aftur hækkar neyslivísitöluna sem hækkar verðbólguna.

Einnig erum við að borga erlendum aðilum sem eiga krónur á íslandi fáránlega háa vexti. Það væri ágætt að spara ríkinu vaxtagreiðslur fyrir tugi milljarða með því einfaldlega að lækka stýrivextina.

Ef einhver getur bennt á skynsemina í því að hafa vextina svona háa þá væri gaman að heyra þá skýringu.

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þórhallur Kristjánsson starfsmaður RARIK

Takk fyrir svarið, en hvað áttu annars við með undanfarið?

Ertu að tala um frá því fyrir breytingu yfir í OHF eða síðustu vikuna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.1.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband