Mánudagur, 24. maí 2021
Að sóa skattfé í fíflalæti og opna fjölmiðlasirkus
Hef þá skoðun að best nýting fjármuna og skynsamlegasta sé, að stýra hraunrennslinu niður að sjó. Rjúfa veginn og gera hliðargarða úr jarðveg eða með kælingu ef þarf til að leiðin sé sem greiðfærust fyrir hraunið. Enginn þörf fyrir atvinnubótavinnu hjá verktökum sem eru í náðinni og engin þörf er heldur fyrir verkfræðinga sem ekki kunna að nota hermilíkön við þessa vinnu. Við höfum nokkra vana menn og konur sem hafa byggt magnaðar jarðvegsstíflur og eru menntaðir jarðvegsverkfræðingar, við höfum reynslu af kælingu og fólkið sem gerði slíkt í Vestmannaeyjum er margt enn til staðar. það þarf ekki að opna sirkus og vera með flugeldasýningar á kostnað almennings, reynslan og þekkingin er til staðar og eflaust bara í bið.
![]() |
Gervihnattamynd sýnir hraunstrauminn í Nátthaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. maí 2021
Sjúkraflutningar
Erfitt er að finna greiningu á sjúkraflutningum inn á höfuðborgarsvæðið eða innan svæðis en vegna hagræðingar í heilbrigðiskerfi hefur fjöldi flutninga aukist sem og vegalengdir er farnar eru með sjúklinga í sjúkrabifreiðum.
Samkvæmt rannsóknum eru skýr tengsl á milli flutningsvegalengdar í sjúkrabifreið og lífslíkna og skýrt að það verður meira um andlát við aukna vegalengd og aukin tíma.
Nú er verið að byggja upp nýjan Landspítala fyrir tugi miljarða við Hringbraut og Vatnsmýrarveg, þangað stefna þá allir neyðarflutningar með sjúklinga og vert að horfa á hvað margir flutninga koma frá Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi.
Það þyrfti að tryggja með lögum að einstaka sveitarfélög hafi ekki heimildir til að auka umferðarþunga á aðal flutningsleiðum fyrir neyðarakstur né gera annað það sem eykur viðbragðs og flutningstíma sjúkrabifreiða eða ógnar öryggi flutninga án þess að annar valkostur og betri fyrir þessa flutninga verði tryggður.
Tryggar flutningaleiðir eru margfalt mun meira hagsmunamál fyrir þessa flutninga en staðsetning í nánd við flugvöll er horft er á fjölda neyðarflutninga og hvaðan þeir koma.
Það hefur ítrekað gerst að andlát hafa átt sér stað í sjúkrabifreiðum sem koma frá Suðurnesjum vegna þess að á því svæði er ekki full mönnuð bráðamóttaka þrátt fyrir að íbúafjöldi sé kominn yfir 28.195
Á Vesturlandi búa 16.710 og á Suðurlandi búa 31.388, allur þessu hópur 76.293 landsmanna búa við þá staðreynd að eina fullbúna bráðamóttakan er staðsett í Reykjavík þar sem við sjúkraflutningsmönnum taka umferðartafir og aðrar hindranir á flutningum sem kosta mannslíf og skýrt er að stefnt er á að tefja þessa flutninga enn meira með ákvörðunum sem engar afleiðingar hafa fyrir þá sem þær taka þó þær kosti mannslíf.
Íbúafjöldin á landinu öllu er á fyrsta ársfjórðungi 2021. 368.792 þar af á höfuðborgarsvæðinu 237.470 og innan flutningsvegalengdar frá LSH 76.293 íbúar.
Svæði með 313.763 íbúa eiga því nánast allt sitt undir því að trygg flutningsleið sé fyrir sjúkrabifreiðar að bráðamóttöku við Hringbraut sem og Fossvogi á meðan hún er í notkun.
Bráðamóttökur á Selfossi, Akranesi eða Keflavík eru ekki mannaðar til neyðaraðgerða með möguleika á uppskurði vegna til dæmis fylgjulos allan sólahringinn, þær eru frekar flokkunarstöðvar fyrir framhaldsflutninga.
Boðanir SHS vegna sjúkraflutninga námu 32.979 árið 2020 sem er aukning um 793 boðanir á milli ára og þar af voru 8.221 forgangsútköll.
Fjöldi sjúkraflutninga á svæðum HVE, HSS og HSU er erfitt að finna enda ekki haldið á forsíðum.
Ekki má horfa framhjá því að ef farþegaflugvél laskast á Keflavíkurflugvelli er viðfangsefni fyrir sjúkraflutninga komið upp fyrir þolmörk og næsta alvöru móttaka er í Reykjavík
Það er því mikilvægt að verja með lögum tryggar flutningsleiðir og öryggi þeirra, bæði vegna sjúklinga og þeirra starfsmanna sem flutninga annast.
Tuga miljarða fjárfestingu í nýjum Landspítala má ekki stór skaða með þröngsýni eða uppgangi skammtíma stjórnmála, mannslífið hlýtur að vega þyngra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. maí 2021
Nakinn veruleiki aldraðra
Þetta viðhorf um að aldraðir séu afætur og aumingjar sem eru baggi á hinum yngri er enn ríkt í þjóðasálinni, jafnvel þó aldraðir séu búnir að vinna sér inn framfærslufé í lífeyrissjóð.
Höfðingjarnir eru í stjórnum sjóðanna en greiðendur söfnunarfjár eiga oftast enga aðkomu að þessu sjálfsaflafé fyrir efri ár, þessi peningar eru notaðir sem áhættu fé fyrir rekstur höfðingjanna og vina en gamlingjarnir fá bara minna til framfærslu ef snillinga stóðið tapar hundruðum miljarða af annarra fé án afleiðinga.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Sögufölsun með þögn
Mikið er af skelfilegum grimmdarverkum í mannkynssögunni og lítið sem ekkert var í okkar kennslubókum eða birt í fjölmiðlum.
Fer ekki að koma að uppgjöri við fjölmiðla og yfirvöld menntamála vegna sögufölsunar með þögn, þarf ekki að uppfæra kennslubækurnar og setja inn raunveruleikann.
"4 May1978, South African planes flew low over the Cassinga camp, home to more than 3,000 Namibian refugees, spraying over 20,000 pounds of high-explosive bombs"
"This was a massacre that was largely forgotten due to western medias refusal to admit on this incident. In the early 1970s in a small town of Angola, a large convoy of racist white apartheid South African army with the secret assistance from USA and Israel, massacres thousands of Angolans"
Mánudagur, 5. apríl 2021
Af hverju er íbúðarhúsnæði svo andskoti yfirverðlagt?
Á sýnum tíma var farið eftir lögum sem gerðu sveitarfélögum það skylt að hafa lóðarverð ekki hærra en nam kostnaði við viðkomandi lóðir, sveitarfélöginn fundu að venju leið fram hjá þessum lögum með því að bjóða út lóðir sem skortur var á og því fóru þeir sem vildu byggja í það að yfirbjóða hvern annan sem sprengdi verðið upp. Á eftir fylgdu bankar og sjóðir sem dældu fjármagni í þennan iðnað og lánuðu líka fyrir lóðum sem ýtti verðinu enn hærra, sem í framhaldi var fylgt eftir með hærra láns og veðhlutfalli í byggingum. Bankar og sjóðir sem í græðgi sinn voru búnir að setja hættulega mikið af fjármagni inn í þetta kerfi voru og eru komnir í þá stöðu að verða að halda fasteignaverði upp í ofverðlagningu til að geta tryggt lánasöfnin og sýnt fram á ávöxtun lánasafna. Til að halda þessari rússnesku rúllettu gangandi er nauðsynlegt að hafa kaupendur til að taka á sig ævilanga greiðsluskyldu og sætta sig við að vera tekjuþrælar á kvíðalyfjum það sem eftir er.
Og svo er það spurningin, hvaða leið er best að fara til að komast út úr þessu sjálfskaparvíti?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. mars 2021
NATO "vinir" Íslands
Utanríkisráðherra hefur að undanförnu skjallað og lofað "varnarsamstarf" Íslands í fjölmiðlum sem innan flokks, enda stutt í kosningar.
Eru menn virkilega svona fokheldir í huga, hefur enginn skoðað söguna að baki þessara aðila. Skjalfestar sannanir um stríðsglæpi og svik, svo langt sem sagan nær og þetta stóð ógæfuþjóða vilja menn telja til vina.
https://www.amnesty.org/en/latest/news/2014/08/afghanistan-no-justice-thousands-civilians-killed-usnato-operations/
https://en.wikipedia.org/wiki/NATO_bombing_of_Yugoslavia
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes
https://en.wikipedia.org/wiki/United_States_war_crimes
https://en.wikipedia.org/wiki/2011_military_intervention_in_Libya
Og það er hægt að raða inn tilvísunum í fjöldamorð sem svik þessara vina sem utanríkisráðherrann lofar alla daga og vinnur við að draga hingað heim, svo þeir geti tryggt sér að Ísland og Evrópa taki á sig sprengjuregnið er stríðið sem þeim langar í hefst.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Axlar þetta fólk ábyrgð
Héraðsdómur Reykjavíkur vísar frá máli Eflingar gegn tveimur fyrirtækjum sem keyrð hafa verið í jörðina með röngum sakargiftum samkvæmt þessari frétt.
Nú er það bara spurning hvað mikið Efling þarf að greiða í bætur fyrir það tjón sem stéttarfélagið er búið að valda þessum fyrirtækjum sem og fyrir þau mannorðsmorð sem framin hafa verið með dyggri aðstoð fólks á netmiðlum sem sett hefur sig í dómarasæti án málsgagna.
Það er oft mjög opinberandi að lesa hvað fólk skrifar um sýna samborgara, skrifin segja margt um þann sem ritar en oftast ekkert um þann sem ritað er um.
Varðandi þennan málarekstur allan er líklegast að tveir til þrír öflugir lögfræðingar geti gert það að ábatasömu starfi fram að fyrningartíma ummæla að lögsækja þá sem tekið hafa þátt í þessum rógburði og mannorðsmorðum á netmiðlum.
Ég óska þeim sem setið hafa undir þessum áburði uppreisn æru og bóta þess tjóns sem orðið hefur.
Forustufólk stéttarfélaganna tapar hins vegar engu öðru en félagsgjöldum sinna félagsmanna.
Kjaramál | Breytt 25.2.2021 kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. febrúar 2021
Rödd konu með kjark
Áratugum saman hefur verið haldið að okkur lygaþvælu og uppspuna um óvininn ógurlega sem aldrei hefur sýnt okkur annað en vinsemd og vínáttu, hinn raunverulegi ófriðarseggur hefur hinsvegar ausið yfir okkur falsfréttum með dyggum stuðningi innlendra leppa sinna og náð ótrúlegum árangri með sýnum blekkingum við að öskra Úlfur Úlfur innan úr sauðagærunni sem hylur hann.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. febrúar 2021
Sameinum höfuðborgarsvæðið
Eins og við öll vitum þá eru sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes.
Erfitt er orðið fyrir ókunnuga að átta sig á í hvaða sveitarfélagi fólk er statt þar sem byggðin er orðin það Samfléttuð að í raun er hér um eina borg að ræða.
Íbúafjöldi 1. janúar 2020
Í Reykjavík búa 129.770 og borgarfulltrúar eru 23
Í Kópavogi búa 37.938 og bæjarfulltrúar eru 11
Í Garðabæ búa 14.276 og bæjarfulltrúar eru 11 en laun bæjarfulltrúa 2020 voru 37.397.760 og launatengd gjöld 5.634.787. Laun fyrir nefndarsetu bæjarfulltrúa var 25.670.076 og launatengd gjöld 4.063.336. Þá var kostnaður fyrir aðra sem sátu í nefnd 22.847.136 og launatengd gjöld 3.371.963
Laun bæjarstjóra Garðabæjar eru 2.650.000 á mánuði auk afnota af ökutæki ofl
Í Hafnarfirði búa 29.971 og bæjarfulltrúar eru 11
Í Mosfellsbæ búa 11.734 og bæjarfulltrúar eru 9
Á Seltjarnarnesi búa 4.726 og bæjarfulltrúar eru 7
Þetta eru því 228.415 manns sem búa á þessu svæði með 72 fulltrúa á launum auk varafulltrúa, 6 bæjarstjóra og 1 borgarstjóra
Ofan á þetta stjórnunarbákn kemur 7 falt lag nefnda og 7 falt lag starfsmanna, þetta er kostnaður upp á marga milljarða sem mætti nýta til góðra verka í sameinaðri höfuðborg.
Persónulega sé ég höfuðborgina fyrir mér sem sameiginlegt rekstrarfélag er þjónar íbúum Borgarness og Selfoss auk Suðurnesjanna allra.
Það þarf ekki að breyta heitum hverfa og vel má vera með svæðastjórn til að stytta boðleiðir á milli íbúa og yfirstjórnar, https://reykjavik.is/hverfid-mitt-0 er dæmi um vel heppnaðan samráðsvettvang við íbúa sem mætti útvíkka og láta ná yfir öll hverfi sameinaðrar höfuðborgar, Borganeshverfi, Selfosshverfi, Keflavíkurhverfi, Kópavogshverfi ofl
Hverfin gætu öll komið þarna inn og íbúar haft beina aðkomu að ákvörðunum um sitt nánasta umhverfi.
Sameining er stærsta hagsmunamál almennings á suðvestur horni Íslands en frumkvæði að sameiningu mun ekki koma frá flokkum á Íslandi, sem hafa gríðarlegar tekjur af óbreyttu ástandi því hundruð flokksmanna sitja í launuðum ráðum, stjórnum og nefndum.
Við verðum sjálf að krefjast sameiningar, heimilisbókhaldið krefst þess
Samkvæmt frétt í MBL 20.8.2019 voru tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn:
- Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. 2,85 milljónir
- Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. 2,65 milljónir
- Haraldur L. Haraldsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. 2,49 milljónir
- Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. 2,39 milljónir
- Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. 2,35 milljónir
- Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. 2,26 milljónir
- Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. 2,22 milljónir
- Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. 2,16 milljónir
- Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. 2,13 milljónir
- Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 2,08 milljónir
- Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 2,05 milljónir
- Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 2,03 milljónir
- Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. 1,96 milljónir
- Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og skólameistari MK. 1,96 milljónir
- Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. 1,95 milljónir
- Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 1,92 milljónir
Ávinningur skattgreiðenda er gríðarlegur svo ekki sé talað um þann mikla ávinning sem sameining mun hafa varðandi skipulag, sameiginlegan rekstur og félagslegan aðbúnað sem þjónustu við íbúa.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. febrúar 2021
Að stela og teljast svalur
Mörg fyrirtæki á Íslandi eru í eigu erlendra aðila og margir fagna erlendri fjárfestingu, en hvað er erlend fjárfesting í raun.
Skoðum til dæmis álverin og stærri verktakafyrirtækin á Íslandi sem eru öll í eigu erlendra fjárfesta.
Alcoa ofl fyrirtæki eru nánast skuldsett upp fyrir þolmörk af hinu erlenda móðurfyrirtæki og þannig er nánast allur hagnaður fluttur úr landi og þar sem verið er að greiða niður skuldir þarf ekki að greiða skatta af þeim tekjum.
Það er nefnilega þannig að hinn erlendi fjárfestir er ekki að færa samfélaginu neitt, hann er hingað kominn til að sækja sér tekjur.
Að stela undan skatti sem er hægt að gera löglega með aðstoð innlendra sérfræðinga sem kunna alla klækina frá síðasta hruni, hvað segir það okkur um siðferði hinna Íslensku samstarfsaðila sem við höfum greitt Háskólum á Íslandi fyrir að mennta
Erlend fjárfesting í gagnaverum og álverum er okkur hagstæð en aðeins ef hæfir samningsaðilar eru fengnir til að semja með hag Íslands í huga en ekki bara eigin hag.
Löggjafinn verður að loka fyrir blekkingar skatta þjófanna og gera samstarfsaðilana ábyrga og samseka sem greiðendur tjóns er byggist á þeirra leiðbeiningum.