NATO "vinir" Íslands

Utanríkisráðherra hefur að undanförnu skjallað og lofað "varnarsamstarf" Íslands í fjölmiðlum sem innan flokks, enda stutt í kosningar.

Eru menn virkilega svona fokheldir í huga, hefur enginn skoðað söguna að baki þessara aðila. Skjalfestar sannanir um stríðsglæpi og svik, svo langt sem sagan nær og þetta stóð ógæfuþjóða vilja menn telja til vina.

https://www.amnesty.org/en/latest/news/2014/08/afghanistan-no-justice-thousands-civilians-killed-usnato-operations/

https://en.wikipedia.org/wiki/NATO_bombing_of_Yugoslavia

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes

https://en.wikipedia.org/wiki/United_States_war_crimes

https://en.wikipedia.org/wiki/2011_military_intervention_in_Libya

 

Og það er hægt að raða inn tilvísunum í fjöldamorð sem svik þessara vina sem utanríkisráðherrann lofar alla daga og vinnur við að draga hingað heim, svo þeir geti tryggt sér að Ísland og Evrópa taki á sig sprengjuregnið er stríðið sem þeim langar í hefst.


Axlar þetta fólk ábyrgð

Héraðsdómur Reykjavíkur vísar frá máli Eflingar gegn tveimur fyrirtækjum sem keyrð hafa verið í jörðina með röngum sakargiftum samkvæmt þessari frétt.

Nú er það bara spurning hvað mikið Efling þarf að greiða í bætur fyrir það tjón sem stéttarfélagið er búið að valda þessum fyrirtækjum sem og fyrir þau mannorðsmorð sem framin hafa verið með dyggri aðstoð fólks á netmiðlum sem sett hefur sig í dómarasæti án málsgagna.

Það er oft mjög opinberandi að lesa hvað fólk skrifar um sýna samborgara, skrifin segja margt um þann sem ritar en oftast ekkert um þann sem ritað er um.

Varðandi þennan málarekstur allan er líklegast að tveir til þrír öflugir lögfræðingar geti gert það að ábatasömu starfi fram að fyrningartíma ummæla að lögsækja þá sem tekið hafa þátt í þessum rógburði og mannorðsmorðum á netmiðlum.

Ég óska þeim sem setið hafa undir þessum áburði uppreisn æru og bóta þess tjóns sem orðið hefur.

Forustufólk stéttarfélaganna tapar hins vegar engu öðru en félagsgjöldum sinna félagsmanna.

Efling tapar dómsmáli

Málsgögn Héraðsdóms


Rödd konu með kjark

Áratugum saman hefur verið haldið að okkur lygaþvælu og uppspuna um óvininn ógurlega sem aldrei hefur sýnt okkur annað en vinsemd og vínáttu, hinn raunverulegi ófriðarseggur hefur hinsvegar ausið yfir okkur falsfréttum með dyggum stuðningi innlendra leppa sinna og náð ótrúlegum árangri með sýnum blekkingum við að öskra Úlfur Úlfur innan úr sauðagærunni sem hylur hann.


Sameinum höfuðborgarsvæðið

Eins og við öll vitum þá eru sex sveitarfélög á höfuðborg­arsvæðinu: Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. 

Erfitt er orðið fyrir ókunnuga að átta sig á í hvaða sveitarfélagi fólk er statt þar sem byggðin er orðin það Samfléttuð að í raun er hér um eina borg að ræða. 

 

Íbúafjöldi 1. janúar 2020 

 

Í Reykjavík búa 129.770 og borgarfulltrúar eru 23 

Í Kópavogi búa  37.938 og bæjarfulltrúar eru 11 

Í Garðabæ búa  14.276 og bæjarfulltrúar eru 11 en laun bæjar­full­trúa 2020 voru 37.397.760 og launa­tengd gjöld 5.634.787. Laun fyrir nefndar­setu bæjar­full­trúa var 25.670.076 og launa­tengd gjöld 4.063.336. Þá var kostnaður fyrir aðra sem sátu í nefnd 22.847.136 og launa­tengd gjöld 3.371.963 

Laun bæjarstjóra Garðabæjar eru 2.650.000 á mánuði auk afnota af ökutæki ofl 

Í Hafnarfirði búa 29.971 og bæjarfulltrúar eru 11 

Í Mosfellsbæ búa 11.734 og bæjarfulltrúar eru 9 

Á Seltjarnarnesi búa 4.726 og bæjarfulltrúar eru 7 

Þetta eru því 228.415 manns sem búa á þessu svæði með 72 fulltrúa á launum auk varafulltrúa, 6 bæjarstjóra og 1 borgarstjóra 

Ofan á þetta stjórnunarbákn kemur 7 falt lag nefnda og 7 falt lag starfsmanna, þetta er kostnaður upp á marga milljarða sem mætti nýta til góðra verka í sameinaðri höfuðborg. 

Persónulega sé ég höfuðborgina fyrir mér sem sameiginlegt rekstrarfélag er þjónar íbúum Borgarness og Selfoss auk Suðurnesjanna allra. 

Það þarf ekki að breyta heitum hverfa  og vel má vera með svæðastjórn til að stytta boðleiðir á milli íbúa og yfirstjórnar, https://reykjavik.is/hverfid-mitt-0 er dæmi um vel heppnaðan samráðsvettvang við íbúa sem mætti útvíkka og láta ná yfir öll hverfi sameinaðrar höfuðborgar, Borganeshverfi, Selfosshverfi, Keflavíkurhverfi, Kópavogshverfi ofl 

Hverfin gætu öll komið þarna inn og íbúar haft beina aðkomu að ákvörðunum um sitt nánasta umhverfi. 

Sameining er stærsta hagsmunamál almennings á suðvestur horni Íslands en frumkvæði að sameiningu mun ekki koma frá flokkum á Íslandi, sem hafa gríðarlegar tekjur af óbreyttu ástandi því hundruð flokksmanna sitja í launuðum ráðum, stjórnum og nefndum.

Við verðum sjálf að krefjast sameiningar, heimilisbókhaldið krefst þess

 

Samkvæmt frétt í MBL 20.8.2019 voru tekju­hæstu sveit­ar­stjórn­ar­menn: 

  1. Guðbrand­ur Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ. 2,85 millj­ón­ir 
  1. Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ. 2,65 millj­ón­ir 
  1. Har­ald­ur L. Har­alds­son, fv. bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði. 2,49 millj­ón­ir 
  1. Magnús Örn Guðmunds­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar á Seltjarn­ar­nesi. 2,39 millj­ón­ir 
  1. Gunn­ar Val­ur Gísla­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Garðabæ. 2,35 millj­ón­ir 
  1. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi. 2,26 millj­ón­ir 
  1. Ásta Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri í Blá­skóga­byggð. 2,22 millj­ón­ir 
  1. Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi. 2,16 millj­ón­ir 
  1. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi. 2,13 millj­ón­ir 
  1. Guðrún Ögmunds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 2,08 millj­ón­ir 
  1. Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ. 2,05 millj­ón­ir 
  1. Ásgerður Har­alds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi. 2,03 millj­ón­ir 
  1. Krist­inn And­er­sen, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Hafnar­f­irði. 1,96 millj­ón­ir 
  1. Mar­grét Friðriks­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Kópa­vogi og skóla­meist­ari MK. 1,96 millj­ón­ir 
  1. Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri í Árborg. 1,95 millj­ón­ir 
  1. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri. 1,92 millj­ón­ir 

Ávinningur skattgreiðenda er gríðarlegur svo ekki sé talað um þann mikla ávinning sem sameining mun hafa varðandi skipulag, sameiginlegan rekstur og félagslegan aðbúnað sem þjónustu við íbúa.  


Að stela og teljast svalur

Mörg fyrirtæki á Íslandi eru í eigu erlendra aðila og margir fagna erlendri fjárfestingu, en hvað er erlend fjárfesting í raun.

Skoðum til dæmis álverin og stærri verktakafyrirtækin á Íslandi sem eru öll í eigu erlendra fjárfesta.

Alcoa ofl fyrirtæki eru nánast skuldsett upp fyrir þolmörk af hinu erlenda móðurfyrirtæki og þannig er nánast allur hagnaður fluttur úr landi og þar sem verið er að greiða niður skuldir þarf ekki að greiða skatta af þeim tekjum.

Það er nefnilega þannig að hinn erlendi fjárfestir er ekki að færa samfélaginu neitt, hann er hingað kominn til að sækja sér tekjur.

Að stela undan skatti sem er hægt að gera löglega með aðstoð innlendra sérfræðinga sem kunna alla klækina frá síðasta hruni, hvað segir það okkur um siðferði hinna Íslensku samstarfsaðila sem við höfum greitt Háskólum á Íslandi fyrir að mennta

Erlend fjárfesting í gagnaverum og álverum er okkur hagstæð en aðeins ef hæfir samningsaðilar eru fengnir til að semja með hag Íslands í huga en ekki bara eigin hag.

Löggjafinn verður að loka fyrir blekkingar skatta þjófanna og gera samstarfsaðilana ábyrga og samseka sem greiðendur tjóns er byggist á þeirra leiðbeiningum.

 


Vonarstjarna Vesturlanda


Milljarðatugir í höndum hinna ábyrgðarlausu

Hver kemur til með að axla ábyrgð á þessu endurtekna tapi á ávöxtun lífeyrissjóðanna, er þetta ekki enn eitt dæmið um fáránleika laga um lífeyrissjóði með skylduaðild.

Alþingi þvingar almenning með lögum til að ráðstafa 12% af launum til ábyrgðarlausra aðila, sem hafa það hlutverk að ráðstafa annarra manna fé án ábyrgðar og fá vel greitt fyrir. 

Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum og sum stéttarfélög er komin upp í 15,5%.

Í hruninu rannsökuðu þessir aðilar sig sjálfir, gáfu út skýrslu og komust upp með að tapa ótrúlegum fjárhæðum án þess að nokkur væri látin bera ábyrgð eða greiða skaðabætur.

Mér vitandi leggja stjórnarmenn ekki fram starfsábyrgðartryggingu og ég veit engin dæmi þess að aðili í stjórn lífeyrissjóðs hafi verið látin bera ábyrgð né hverskonar ábyrgð þá væri um að ræða.

Minnir að einhver hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt en aldrei fyrir að hafa með störfum sýnum valdið ámælisverðu útlánatapi eða rýrt væntanlega ávöxtunar á fé sjóðsfélaga með slíku.

11,6 miljarða tap á Bakka


mbl.is Niðurfærsla upp á 11,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð þjóðsaga

Nakin sannleikurSamkvæmt 19. aldar þjóðsögu hittust sannleikurinn og lygin dag einn.

Lygin segir við sannleikann: "Það er frábær dagur í dag"! Sannleikurinn lítur upp á himininn og andvarpa, því að dagurinn var mjög fallegur.Þau eyða miklum tíma saman,  og að lokum standa þau saman við laug.

Lygin segir við sannleikann: "Vatnið er mjög gott, við skulum baða okkur saman!" Sannleikurinn fullur grunsemda, prófar vatnið og uppgötvar að það er sannanlega mjög gott. Þau afklæðast og byrja að baða sig.

Skyndilega sprettur lygin upp úr vatni, klæðist fötum sannleikans og hleypur í burtu. Reiður Sannleikurinn kemur upp úr lauginni og leitar alls staðar til að finna lygina og fá fötin sýn aftur.

Heimurinn sem sér sannleikann nakinn, beinir augnaráði sýnu annað með fyrirlitningu og reiði.

Fátækur sannleikurinn snýr aftur til laugarinnar, hverfur að eilífu og felur þannig skömm sýna.

Lygin ferðast um allan heim, klædd sem sannleikurinn og uppfyllir þarfir samfélagsins, því að heimurinn, í öllum tilvikum, vill alls ekki hitta nakinn sannleikann.


Nýr lánaflokkur, raunhæft Covid bataferli

Fólk borið út í Covid USAÉg vill helst ekki trúa því að endurtaka eigi leikinn frá hruninu 2008 og bera fólk út eins og er að gerast í USA sökum Covid afleiðinga.

Það er ekki flókið að búa til nýtt lána fyrirkomulag sem mætti kalla tekjulán, lán sem fylgja tekjum lántaka og breytast í samræmi við þær, lítið greitt er illa árar en töluvert er vel gengur.

Lánaflokkurinn gæti yfirtekið áhvílandi fasteignalán sem fyrir eru og gefið út ný með breyttum skilmálum, þannig tapast engin verðmæti fyrir lánveitandann og samfélagslegur hagnaður okkar yrði í raun gríðarlegur.

Kostnaður samfélagsins af nauðungasölum, gjaldþrotum og niðurbroti á fjölskyldum sem einstaklingum er stórkostlegur, því það tapast líka bæði geðræn og líkamleg heilsa fólks. Í staðin fyrir virka verðmætaskapandi einstaklinga fjölgar í hópi framtakslausra fórnalamba og heilsulausra, eitthvað sem kostar samfélagið gríðarlega vinnu og fjármuni að endurbyggja.

Það mætti fara svipaða leið vegna atvinnulífsins og stilla útgjöld að væntanlegum tekjum.

Það mætti hugsanlega nýta Íslandsbanka og breyta honum í samfélagsbanka sem tæki þetta hlutverk að sér, með aðkomu Lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs sem heitir víst núna H.M.S sem er sama skammstöfun og Breska heilsugæslan hefur.


Að búa til tækifæri

Atvinnuleysi er öllum bölvun og þegar illa gengur er besta vörnin sú að breyta óláni yfir í ný tækifæri.

Endurkoma ferðamanna mun eiga sér stað og nú er rétti tíminn til að undirbúa komu þeirra sem og skapa störf, við erum með þúsundir atvinnulausra einstaklinga sem vilja vinna og það á að nýta með lafæringum á ferðamannastöðum og bættum aðbúnaði.

Hægt er að nýta tímann fram á vor til að gera verkáætlanir og undirbúa framkvæmdir þannig að samhliða fjölgun bólusettra verði hægt að ræsa verkefni á svið uppbyggingar ferðamannastaða.

Fjárfesting í slíkri uppbyggingu mun skila sér margfalt til baka inn í Íslenskt samfélag.

 

mbl.is Auknar líkur á miklu atvinnuleysi í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband