Ömurlegt fyrirkomulag Almannavarna

Finnst ömurlegt að horfa á embætti Ríkislögreglustjóra upphefja sig á frábæru sjálfboðnu starfi Björgunarsveitanna, Rauða Krossins og starfsmanna Slökkviliðanna.

Eftir að hafa hrifsað til sýn Almannavarnir, hrakið mjög hæfa stjórnendur burt og klætt gömlu starfsmenn Almannavarna í ömurlegan svartliðabúninginn, senda þeir liðið fram til að færa ímynd sérsveita Ríkislögreglustjóra heiðurinn af öllu, ný búnir að gasa og berja vörubílstjóra og níðast á unglingum.

Finnst engan vegin að ímynd Almannavarna eigi heima hjá nýja svartstakkaliðinu hans Björns, það verður að vera alger sátt um Almannavarnir, og enginn blettur á þeirri starfsemi líðandi, ég sé ekki að sama liðið og vill vera í svartstakkaliðinu, með gas og rafbyssur, geti komið seinna um daginn og ætlað að fá alla til samvinnu, ætlast til að fólk kyssi táknrænt á vöndinn sem auðmjúkir hundar.

Það verður að færa Almannavarnir frá Ríkislögreglustjóra aftur, og gera að sjálfstæðri stofnun sem er við hlið Forsætisráðherra í stjórnsýslunni, stofnun sem er yfir almenna löggæslu og Sýslumenn sett, og getur yfirtekið almennu lögregluna sem stuðningslið ef þörf.

Ímynd hinnar nýju sérsveitar (svartstakka) Björns er svört, skipulögð áreitni auk eineltis á ýmsum mótmælendum, og skipulögð aðför gegn mótmælum vörubílstjóra, með gasi og kylfum.

Ímynd stjórnenda Almannavarna, verður að vera ótengd sveit hrotta í svörtum sérsveitarbúningum.

Ímynd löggæslunnar hefur hlotið verulegt tjón, svartstakka verður að aðgreina skýrt frá öðrum


mbl.is „Nokkuð vel tókst til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Kannski liggur illa á þér en væri ekki betra að kynna sér aðeins málefni almannavarna og þess neyðarskipulags sem allir viðbragðsaðilar á landinu vinna eftir áður en þú slærð fram svona sleggjudómum (les þvættingi).

Auðveldast er að geisa yfir því sem minnst er á þekkingin og því sem lengst er í burtu! 

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.5.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kasta menn steinum í glerhúsi enn einu sinni, og fullyrða eitthvað um þá sem þeir ekki þekkja, Sveinn.

Almannavarnir eiga að vera þekkingarsetur og samræmingaraðili, en ekki  bera ímynd svartstakka.

Og allar þínar fullyrðingar um þekkingarleysi annarra, eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem ekki vilja líða skoðanaskipti, heldur reyna að kæfa þau með ódýrum og órökstuddum fullyrðingum um persónur, því rök eru ekki til staðar, bara notast við persónuskætingur.

Fólk má setja fram skoðanir án þinnar blessunar, og þú mátt svo kalla þær skoðanir sleggjudóma og þvætting, það segir meira um þig, en þann sem setur fram skoðanir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.5.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Greinilegt að sumir þekkja tilfinninguna að kasta grjóti úr glerhúsi.  Hvort sem okkur líkar betur eða verr hafa Almannavarnir alla tíð lotið stjórn viðkomandi lögreglustjóra.  Þar hefur engin breyting orðið á.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, áður Almannavarnir ríkisins hefur aldrei haft annað hlutverk en vera samþættingaraðili þegar áfall eða hörmungar hafa áhrif, bein eða óbein, í fleiri en einu umdæmi lögreglustjóra. 

Lögreglustjóri í viðkomandi umdæmi, í þessu tilfelli er það Lögreglustjórinn í Árnessýslu er æðsti yfirmaður almannavarna.  Honum til aðstoðar er samþættingarappartið almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.  Í fljótu bragði sýnis mér að kerfið hafi gengið vel upp, þótt alltaf  sú einhverjir sem sleikja upp hnökrana og verður síðan illt af.  Og ef tækið almannavarnir virkar þá skiptir það fólk ekki nokkru máli "svartstökkunum" Jóni og Víði sé falið að sinna samskiptum við fjölmiðla.

Fyrst opinberar þú þekkingarleysi þitt og fordóma gagnvart "svartstökkum" Björns Bjarnasonar og til að bæta gráu ofan á svart vænir þú aðra um eigin hugsunarhátt.  Bæði ég og þú getum haft á því skoðun hvort, t.d. rjómaís sé góður eða vondur.  Samt er betra að vita hvað rjómaís er áður en maður fullyrðir að hann sé "bara vondur"

Að svo komnu held ég að ég láti hér við sitja.  Ekki er vænlegt að stunda orðræðu af þessu tagi.  Hins vegar fer ég ekki af þeirri bjargföstu skoðun minni að þeir sem slá fram fullyrðingum af því tagi sem í bloggfærslunni er að finna, fullir af geðvonsku og fordómum, eigi a.m.k. að telja upp að tíu áður en þeir setja bullið á blað.

Að svo mæltu kveð ég þig Þorsteinn Valur.  Ég ætla að halda áfram að vera í góðu skapi í dag.  Þú ræður þínu. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.5.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Æ æ ,verða menn sárir ef sett er út á gamla vinnustaðinn og félagana, kalla fólk bara geðillt, fullt af sleggjudómum, bullara, fordómafulla og þekkingarlausa.

Vont að eiga við svona fólk sem hefur aðrar skoðanir en hefðin og hinn pólitíski rétttrúaður boðar.

Mín skoðun er einfaldlega þessi, hvað sem fortíðinni lýður.

Almannavarnir Ríkisins eiga að vera yfir einstaka  Sýslumenn hafnar og ekki þeim tengdar, þær eiga að vera undir yfirstjórn Forsætisráðherra, en ekki Dómsmálaráðherra og samsettar af sveit háskólamenntaðra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, samhæfingarstöðin á að vera eitt verkfæra Almannavarna, og almenna lögreglan, björgunarsveitir sem og aðrir er að koma eiga að stýrast þaðan, frá þessari sameiginlegu stjórnstöð, undir yfirstjórn Almannavarna.

Vettvangsstjórar eiga að vera þjálfaðir af Almannavörnum og ekki starfandi lögreglumenn.

Lögreglan má svo sem vera í sýnum búningum í samhæfingarstöð að vild, en það á ekki að hengja saman hina nýju sérsveitarímynd ,svartstakka Björns Bjarnasonar og  Almannavarna Ríkisins.

Það ber líka að þakka Björgunarsveitunum og Rauða Kross, sem og öðrum vel unnin störf, en ekki reyna að hirða heiðurinn af þeirra störfum til ímyndasköpunar Ríkislögreglustjóra.

Þú nefnir Víðir og Jón til að persónugera þetta, sem er rangt að gera, þeir eru settir í búning af þeirra yfirmönnum, þeir sem ekki bugtuðu sig voru látnir fara, þó sérmenntaðir væru í svona atburðum.

Þér er velkomið að koma með meira af svona  ódýrum upphrópunum, eins og einkennir málflutninginn þinn Sveinn, ég þoli þetta vel og hef góðan skráp.

Þakka samt skoðanaskiptin, en bið þig sem og aðra um að halda sig við almenna málnotkun, og sleppa því að reyna að kaffæra fólk með upphrópunum eins og : fullir af geðvonsku og fordómum, setja bullið á blað, svona sleggjudómum (les þvættingi), og svo framvegis, það hjálpar ekkert að grípa til svona málflutnings, það hæfir frekar óþroskuðum sálum en fullorðnu fólki að nota svona orð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.5.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smá líkingardæmi: segjum að það sé brjálæðingar fyrir utan hurðina þína, vopnaðir hnífum... í hvaða númer hringir þú?

Ég hef bæði góða og slæma reynslu gagnvart lögreglum, læknum, tannlæknum, stelpum, múslimum, hvítum og svörtum en ég dæmi ekki alla í hverjum flokk fyrir það.

Mér fannst sorglegt að lesa þessa færslu.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gunnar skil ekki sorgina sem þú talar um, er að tala um að hrein skil verða að vera á milli ímyndar Almannavarna, og ímyndar hinnar nýju lögreglu sveitar sem kallast sérsveit.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.6.2008 kl. 03:35

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Áskil mér rétt til að skipta um skoðanir, eftir því sem ég þroskast, og afla mér meiri þekkingar."

Ég vill byrja á því að biðjast velvirðingar á fljótfærninni í mér. Þetta kemur einstaka sinnum fyrir mig að ég misskilji það sem stendur í færslunum - þarf að byrja venja mig á að lesa færslur tvisvar sem ég finn sorg yfir. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.6.2008 kl. 16:03

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.6.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kæri Gunnar

Ekkert til að afsaka, hef sjálfur lent í þessu og það þarf líka tvo til.

Hef oft staðið mig að því að skrifa ekki nógu skýran texta, og þurft að laga hann til að skýrari sé.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.6.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband