Stjórntæki trúarinnar

Mikið afskaplega er sorglegt að sjá þau systkin trú og fáfræði leiðast um heiminn og skaða mannanna börn sem og aðra.

Nánast öll okkar hafa þessa þörf fyrir það að trúa á eitthvað æðra en okkur sjálf, og enginn skortur er víst á fólki til að misnota þessa þörf okkar sjálfu sér til valdsauka og framfærslu.

Valdastéttin var fljót að sjá hvað miklum tökum trúin hefur á fólki og hefur í flestum ríkjum heimsins innlimað stjórnendur hinna ýmsu trúarbragða og nýtt til að hjálpa til við stjórnun almennings.

Það hefur verið öflugt að geta hótað fólki vísa vist í helvíti ef það ekki hlýðir valdsmönnum og mörg veikburða manneskjan hefur gefið kirkjunnar mönnum aleiguna, eftir að búið er að skelfa úr fólki við dauðans dyr alla von með hótunum um vist í helvíti og eilífri pínu.

Ríki og kirkju á skilyrðalaust að aðskilja að fullu og halda öllum eigum kirkjunnar hjá ríkinu, trúfrelsi á að ríkja en það hlýtur að teljast eðlileg krafa að söfnuðir sjái sjálfir um sýna fjármögnun og rekstur.

Ég segi trúfrelsi, með þeim fyrirvara að trúarbrögð sem boði ofsóknir gegn öðrum eða mismunun sem ekki er samræmanleg samfélagi okkar verði undanskilin.


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir svartagaldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Ég segi trúfrelsi, með þeim fyrirvara að trúarbrögð sem boði ofsóknir gegn öðrum eða mismunun sem ekki er samræmanleg samfélagi okkar verði undanskilin.

Þetta líst mér vel á. Þetta þýðir að lang flest trúarbrögð yrðu bönnuð. Þ.m.t. kristni og íslam. Mikið held ég að heimurinn yrði betri ef þetta fengi einhverntíman brautargengi.

Reputo, 21.3.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Reputo eða hvað sem þú heitir, eigum við bara ekki að vinna að því

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.3.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér líst vel á þesa hugmynd Þorsteinn, Svo er ég allveg sammála Reputo (Sighvati Jónssyni).

Það er allveg ótrúlegt hvað er hægt að plata menn til að gera í nafni trúar, það sést víða í heiminum og eru kristnir ekki barnanna bestir hvað það varðar.

Múslimar hafa líka verið framarlega í misbeitingu valdsins sem fylgir því að hafa svona marga áhangendur.

Svo má benda á að oftar en ekki hafa stríð brotist út í nafni trúar.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.3.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Því miður virðist lítill áhugi á alþingi til að fást við annað en vilja framkvæmdavalds.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.3.2010 kl. 22:31

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

Í nokkrum Múslimaríkjum er dauðasök að skipta um trú en ekki í neinum kristnum þjóðfélögum.Smámunur þar á .

Hörður Halldórsson, 2.4.2010 kl. 10:52

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hörður

Við fá endalaust fréttir af kynferðislegri misnotkun og öðrum viðbjóð sem hefur þrifist innan kirkjunnar og því full ástæða til að efast um ágæti þeirra sem fullyrða eða telja sig geta verið talsmenn guðs.

Þessir aðilar hafa tekið sér þann rétt að vera talsmenn án þess að hafa frekar umboð til þess en ég og þú.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband