Er verið að selja þýfi ?

Að boði ríkisins eru eignir seldar, fjölskyldur bornar út á götu og eða þeim sundrað.

Eignirnar seldar aftur og engin hugsun um annað en bókhaldstölur og hagnað.

Brimöldur félagslegra vandamála rísa og áratugir getu sem þekkingar tapast úr landi.

Ítrekað reyna lögmenn íbúðalánasjóðs að komast hjá dómsmáli um lögmæti verðtryggingar sem er oft á tíðum orsakavaldur greiðslufalls, hvað ef dómur staðfestir ólöglega verðtrygginguna.

Hvernig ætlar ríkissjóður þá að taka á ólöglegri eignaupptöku, bæði eigin sem og annarra með aðstoð sýslumanna

Er hugsun stjórnvalda virkilega ekki lengri en næsta vika, er enginn sem tengir saman athafnir og afleiðingar.

Er hver smákóngur kerfisins bara í sýnu horni, og enginn sem horfir á heildarmyndina ?


mbl.is ÍLS hefur selt 629 eignir á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Óla Halldórsdóttir

Öll þessi eignaupptaka í skjóli "laga" sem dómsvaldið vill ekki taka á, sbr. verðtrygging/verðbætur og sv.fr. minnir mann á aðferðir Nasista þegar þeir voru að stela öllu af gyðingunum og enn í dag eru Þjóðverjar að borga skaðann af öllum þeim hörmungum. Verður þetta eins hjá okkur?

Ásta Óla Halldórsdóttir, 17.4.2014 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband