Til bóta, en samt

Það væri til mikilla bóta að ráða talsmann fyrir dómara, til að skýra sjónarmið þeirra.

En tel ekki ástæðu fyrir dómara að koma sjálfa fram, er þá ekki mikil hætta á vanhæfni.


mbl.is Dómarar tjái sig opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Er ekki eitthvað undarlegt við að það þurfi að skýra dóma? Eiga ekki lögin að vera skýr og öllum því skiljanlegt í hverju tilviki hvers vegna er dæmt á ákveðinn hátt. Það sem vantraustið snýst kannski fyrst og fremst um er að dæmt er vægt í einni tegund mála og refsiramminn ekki nýttur meðan hann er notaður til fulls í öðrum. Almenningur hefur þarna aðrar hugmyndir um alvarleika en dómarar. Þetta er það sem er að skapa gjá milli dómstóla og fólksins í landinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Dómar er byggðir á sífellt fleiri lögum og dómhefð, þetta er orðið ansi flókið oft á tíðum og þörf á útskýringum fyrir almenning.

Við höfum 63 manneskjur á launum við að semja og samþykkja lög, auk allra opinberu starfsmannanna sem starfa við að þýða og birta lög og reglur frá Evrópusambandinu, Þar eru yfir 170.000 laga og reglugerðir komnar nú þegar.

Jú Steingerður, það er full ástæða til að endurskoða mikið af lögum, og fella niður.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hér er líka gleymt að minnast á eitt, sem er að dómar eiga að skýra sig sjálfir. Í dómsorði eiga dómarar að færa rök fyrir niðurstöðu dómsins. Er það kannski það sem vantar?

Elías Halldór Ágústsson, 10.3.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband