Blogg er gott

Blogg er gott, og til margra góðra hluta notað, það hlýtur samt að fara eftir notandanum samt hvernig því er beitt.

Fullyrðingar um að það sé eitthvað að öllu þessu fólki sem bloggar, er voða ódýr flokkun og bull.

Að sjálfsögðu er eitthvað að öllum ef grannt er skoðað, og enginn til sem telst "í lagi" eða hvernig er það annars skilgreint, að vera í lagi.

Hér áður fyrr hittist fólk í Kaupfélaginu og í félagsheimilum, eða fékk fréttir í gegn um sveitasímann, ég hringdi eitt sinn í sveitarsímanum til frænda míns, vegna lykla sem vantaði að koma til hans, eftir 2 til 3 mínútur voru komnir einir 3 ráðgjafar inn í símtalið og málið leystist farsællega, í dag er þetta kallað að nota fundarsíma.

Mannleg samskipti eru sprottin af þörf sem ekki hverfur við brotthvarf fólks til borgarlífs, og það má sjá hvernig Smáralindin og Kringlan eru orðnar að ígildi Kaupfélagana og félagsheimilanna hér áður fyrr, meirihluti fólks er að ganga um í leit að félagsskap og samskiptum, verslar eitthvað dót án jafnvel þarfa fyrir hlutinn, svona til að réttlæta veru sína á staðnum.

Bloggið er svipað tækifæri til samskipta, og form sem hentar mjög mörgum sem ekki komast í verslanirnar stóru, eða eru bara að leita annars vettvangs til að tjá sig og sýnar hugsanir, bloggarinn hefur líka tíma til að orða hugsanir og segja hluti sem venjulegt samtal leifir oftast ekki, bloggarinn þarf ekki að tala tungumál líkamstjáningarinnar né leika hin hressa velmegunar einstakling, sem ávallt er eins og gangandi tannkremsauglýsing frá tískuvöruverslun.

Blogg gefur því visst frelsi um leið og það heftir og lokar fyrir önnur samskipti og tjáningu.

Mér finnst þetta vera voðalega einfalt mál með bloggið og ég fann sannleik.

Sála leitar sálu.


mbl.is Blogg gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað er ekkert að fólki sem bloggar, var eitthvað að fólki á tímum sveitasímans? nei ekki aldeilis, það var að vísu misjafnlega forvitið, en forvitnin hefur nú verið fylgifiskur þjóðarinnar allar götur.
og eins og þú kemur inn á þá fékk maður kannski góða lausn á málum þó það væri ekki frá þeim sem maður hringdi í.

Finnst þér Smáralindin og kringlan vera búin að taka við hlutverki kaupfélaganna, það finnst mér ekki, hef reyndar aldrei komið í Smáralindina og fer helst ekki í þessar búðir, mér leiðast þær.
En ég elska að fara niður í kaupfélag og hitta sér í lagi gamla fólkið sem ætíð kemur brosandi á móti manni og vill spjalla,
það gefur mér líka gleði.
Dóttir mín ein sem býr í Garðabæ sagði alltaf, mamma heldur að hún búi í L.A. vegna þess að ég fór ætíð niður í bæ á morgnanna og tók mér góðan tíma í að spjalla við þá sem vildu spjalla.
þessi dóttir mín er að flytja hingað alkomin á föstudaginn,
enda ekkert skrítið ég og mín fjölskylda höfum alltaf búið fyrir utan bæinn og nú erum við hér allar mæðgur, bara sonurinn eftir á Suðurnesjunum.
Nú er ég að vanda búin að skrifa heila ritgerð, en er hætt.
                          Góðar kveðjur til þín og þinna
                                  Milla á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kaupfélöginn eru að mestu horfinn, og þá er greinilegt að Kringla og Smáralind taka við.

Er líka að benda á að við eru í raun, bændur og sveitamenn upp til hópa, þó á höfuðborgarsvæðið sé fluttur meiri hlutinn af þjóðinni.

Hvað eru eiginlega margir sem geta vísað á Afa og Ömmu, sem eru bæði fædd í Reykjavík, eða  Lang Afa og Lang Ömmu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Öll eigum við ættir að rekja út á land þó við séum fædd í Reykjavík.
Foreldrar mínir eru bæði fædd í R. Og ég og fyrri maðurinn minn
og mamma er enn þá lifandi, en ég veit alveg hvað þú ert að meinar.

Í mjóddinni kemur saman fólk utan af landi, það búa svo margir þar um kring sem þekkjast. Smáralindin og kringlan eru kannski ekkert öðruvísi.

Samkaup í Njarðvík, þar er hægt að fá sér kaffi og spjalla upp á gamla mátann. Hvernig er þetta hjá ykkur?.

Er það ekki þróunin að allir vilja flytja til R.?
Verði þeim að góðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

1930 bjuggu á Höfuðborgarsvæðinu  33.854 Sálir.

1950 bjuggu á Höfuðborgarsvæðinu  65.080 Sálir.

1970 bjuggu á Höfuðborgarsvæðinu 109.238 Sálir.

1998 bjuggu á Höfuðborgarsvæðinu 164.606 Sálir.

2008 bjuggu á Höfuðborgarsvæðinu 196.564 Sálir.

Þróunin er sú að við verðum neydd til að flytja aftur á Höfuðborgarsvæðið, vegna aðgerða Ríkisstjórnar, sem hefur hækkað raforkuverð, flutningskostnað, og er að drepa niður fyrirtækin á landsbyggðinni, samhliða því að hindra fólk í að bjarga sér sjálft og drepa niður allt framtak annarra en ríkisrekinna stofnanna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 13:43

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Látum ekki neyða okkur til neins, og ég flit aldrei suður nema tilneydd
vegna heilsubrests eða eitthvað. við erum hætt að vinna, þá er sama hvar maður er.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Blogg er ágætt til skoðanaskipta og til að kynnast viðhorfum annarra. Taka þátt í rökræðum, þrasi og jafnvel deilum um mismikilvæg málefni. Stundum er þetta bara til að fá útrás fyrir nöldur en góði hlutinn er sá að það þarf enginn að lesa þetta frekar en hann vill né taka þátt í umræðum sem hann/hún ekki vill.

Helst vil ég sjá fólk skrifa undir nafni og með mynd. Það setur umræður og athugasemdir í trúverðugri og yfirvegaðri búning en ella. 

Haukur Nikulásson, 12.3.2008 kl. 00:33

7 Smámynd: Agný

Afhverju er fólk almennt þunglynt í þessu þvílíka góðærinu?.....

Ætti kanski að kalla það góð"æði"..en ekki góð"æri"? Allir gjörsamlega óðir í eltingaleiknum við/um gullkálfinn fræga.... Blogg er að ég tel tjáskiftaform/eintal.. eftir því sem hver vill..... Hver bloggar með sínu nefi eins og hver syngur með sínu nefi..... En mér finnst að fólk eogi að þora að standa og falla með sínum skrifum undir nafni og mynd....´

Við eigum að geta tekið ábyrgð á okkar skrifum jafnt sem tali.... En ef að við viljum ekki að neinn gagnrýni eða lesi okkar skrif, þá held ég að við værum betur komin með gamla dagbókar formið með hengilás og öllu ..Sem enginn mátti lesa......

P.S... Ég er fædd og uppalin Eyfirðingur...mamma er Þingeyingur... pabbi Skagfirðingur... þannig að ég hlýt að vera "kokkteill"...Svo var ömmubróðir minn læknir á Húsavík...hann þótti víst nokkuð góður læknir...en tækin og tólin sem hann notaði til lækninga....ja það skulum við láta liggja milli hluta....en karlinn var víst nokkuð kvenhollur er mér sagt...

Agný, 13.3.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband