Sjúkdómsvæðing

Sjúkdómsvæðingin er öflug og mikill iðnaður, að sjálfsögðu þarf að hjálpa þeim sem þurfa hjálp, til að komast út úr vítahring reiðinnar, en er ekki verið að gera samfélagið að einni allsherjar andlegri flatneskju lyfjaðra einstaklinga.

Ef það á að lyfja niður allar mannlegar tilfinningar, og eða senda fólk í meðferð við tilfinningum, er þá bara ekki komin tími á að skipta um heila og setja rökrásir í staðinn.

 


mbl.is Eyðileggingarmáttur reiðinnar vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Þetta sjúkdómsvæðingar árátta ( það ætti kanski að láta þá á einhver lyf sem vilja lyfja alla..þeir eru allavega haldnir "áráttu" eða "þráhyggju" í sambandi við að finna upp nýja sjúkdóma nú eða gefa tilfinningum og hegðun ný og ný nöfn.... Það sem einu sinni var kallað að hafa "ástríðu"  (passion) fyrir x málefnunum eru núna sagðir vera haldnir "þráhyggju" (obsession)... Það er svolítið erfitt að skrifa upp á lyf við sjukdómseinkenni sem héti ástríða..en þegar er búið að breyta nafninu í þráhyggju þá er sko hægt að gefa  lyf við því..Svona má lengi telja... Hvað er t.d. að hafa "ódæmigerðan" sjúkdóm?.. Samanber ódæmigerð einhverfa...Hvað ætli  fólki finndist t.d. með að fá sjúkdómsgreininguna "ódæmigert" krabbamein ...ódæmigerð sykursýki......Afhverju þá ekki að kalla það "óhefðbundin" einhverfa....Ég verð að játa að mér finnst alltof margt vera farið að minna mann á The New Brave World... 

 Hvort vegur þyngra hjá "BIG PHARMA", okkar heilsa eða þeirra pyngja?

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=2613 

Agný, 25.3.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nokkuð til í þessu hjá þér

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:42

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála.  Það verður að skilja á milli veikinda annars vegar og eðlilegra tilfinninga hins vega þó manni finnist þær stundum óþægilegar.  Lífið er bara engin stanslaus hamingjuganga!!

Þorsteinn Sverrisson, 25.3.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Brattur

... það er bráðnauðsynlegt að hafa skap... en það er líka bráðnauðsynlegt að kunna að fara með það...

Brattur, 25.3.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta lyfjabruðl er komið út í tóma vitleysu og gagnast best fyrir þá sem framleiða lyfin. Annars sammála Bratti, eins og reyndar svo oft áður. 

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2008 kl. 10:50

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er punktur í þessu en reiði hefur líka vondar hliðar ef menn kunna ekki að temja hana.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:25

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það þarf að hjálpa sumu fólki út úr reiðinni, vildi gjarnan sjá námskeið fyrir þá sem þurfa, en það læðist að manni grunur um öfgar og ofnotkun.

Það er til dæmis þekkt með áfallahjálp að hún getur magnað upp smávægilegan atburð, yfir í verulegt áfall fyrir viðkvæma.

Það er allt gott í hófi, en því miður er óhóf algengara, og reikninginn fáum við.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.3.2008 kl. 16:51

8 identicon

mannsheilinn er thegar trodfullur af rokrasum.

Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er oft svo að fyrst finnur lyfjaverksmiðan upp lyf, síðan er sjúkdómurinn búin til með hjálp auglýsingasálfræðinga.

Prózak byrjaði sýna auglýsingaherferð með því að kaupa tíma hjá fjölda sjónvarpsstöðva á besta tíma . Síðan voru prófessorar og læknar látnir vera á með og á móti umræðum um lyfið.

Þeir höfðu útstúderaðan "manus" til að fylgja, svo umræðurnar næði tilætluðum árangri.

Niðurstaðan var sú að þeir sem voru á "móti" Prózac töpuðu alltaf í rökræðu keppnunum.

Þetta er bara ein af aðferðum lyfjafyrirtækja til að koma lyfjum á framfæri... 

Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband