Sýna ábyrgð

Mótmælendur verða að sýna ábyrgð, og láta slökkvilið og sjúkraflutninga vita um allar hindranir eða lokanir gatna, það er auðvelt að missa tök á svona hlutum og missa allan stuðning.

Svo eru til fleiri aðferðir, til dæmis að leggja bílunum í nokkra daga, að vísu verðum við á landsbyggðinni ekki ánægð með vöruskort, en það kemur við Ríkið og Olíufélöginn að tapa viðskiptum, og með þessu geta allir tekið þátt.

 


mbl.is Aðgengi takmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að athuga að þessirmenn geta bara ekki lagt bílunum og hætt að vinna, þeir hafa samninga sem þeir verða að uppfylla. Hvað telur þú til dæmis að vinnuveitandi þinn myndi gera ef þú mætir ekki í vinnuna í nokkra daga án þess að baki því stæðu lögleg förföll og þar mep brot gegn ráðningarsamningi?

Björgvin (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:31

2 identicon

Vandamálið er að þetta eru aðalega smávertakar á höfuðborgasvæðinnu sem eru að mótmæla. Það er að koma í bakið á þeim að vera endalaust að unndirbjóða hvern annan.

Stóru flutningafyrirtækin hækka bara verðskrána og allir eru sáttir.......eða þannig sko.

Gísli (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skæruverkföll eru áhrifarík, bílar geta bilað og fólk getur veikst, en það þorir enginn lengur að fara í verkfall, sýna mótþróa eða jafnvel bara að tjá sig, vegna ótta við einhverskonar refsingu, oft ímyndaðrar frekar en raunverulegar.

Þeir sem ekki þora að andmæla eiga þann rétt ekki skilin, þeir kyngja bara því sem að þeim er rétt, áfram eins og áður.

Það er náttúrulega ekki við miklu að búast af þjóð sem sýnir jafn mikinn þrælsótta og við

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband