Gætið meðalhófs

Gætið meðalhófs er setning sem Lögreglan þarf að virða, þeir eru í vandasömu starfi.

Lögreglunni ber að framfylgja lögum og reglum en samt að gæta meðalhófs, og ekki beita meira valdi en nauðsyn ber til.

Á mínútubrotum þarf að taka ákvarðanir sem dómstólar taka sér svo daga og vikur í að rökræða, því þarf að gæta stillingar.

Þó ég styðji baráttu bifreiðarstjóra, þá verða þeir líka að gæta hófs og hætta aðgerðum um leið og Lögregla kemur á staðin og fyrirskipar þeim.

Löggjöfin er ekki samin með hagsmuni almennings í huga, hún er samin fyrir stjórnvaldið.

Ástæða þess að ég hvet aðila til að gæta hófs, er sú fjandsamlega skipulagsbreyting sem gerð hefur verið á löggæslu undanfarin ár, Björn Dómsmálaráðherra og Haraldur Ríkislögreglustjóri hafa verið að koma sér upp her án samþykkis Alþingis og hafa beitt svokölluðum skipulagsbreytingum Lögreglu, sem yfirhylmingu á uppbyggingu hers.

Réttlæting á tilvist þessa hers sem er kallaður sérsveit, hefur verið ýkjukennd viðbrögð við atburðum sem oft áður hafa komið upp, og verið leystir án þess að kalla til fjölmiðla í hvert skipti.

Fólk er farið að trúa því, að Höfuðborgin sé full að erlendum glæpamönnum og stórhættulegum innlendum krimmum, sem ráðast á alla vegfarendur og pissi utan í allt og alla, þrátt fyrir að engin tölfræði sé til að rökstyðja þetta.

Blekkingarmáttur fjölmiðlana er notaður miskunnarlaust til að réttlæta skaðlegar breytingar, og þjóna pólitískum markmiðum einstakra stjórnmálamanna.

Svokölluð styrking sérsveitarinnar, uppbygging Friðargæslunnar og Landhelgisgæslu er ekkert nema uppbygginga á Íslenskum her.

Og það þarf ekki mikla skynsemi til að sjá hina miklu hörku sem verið er að innleiða í öllum samskiptum, og sjá svo fyrir sér hvernig hinum nýja her verður beitt gegn landsmönnum.

Ísland er án annarra óvina en þeirra sem Davíð og Halldór reyndu að afla með Íraksstríðinu, og Ingibjörg Sólrún fetar svo í fótspor undanfaranna, með Íslenska friðargæslu í fylgd NATO.

Hinn nýi Íslenski her nota hvert tækifæri til að efna til átaka, og greinilegt að hinir nýju tímar úðabrúsana og rafmagnsbyssunnar, eru komnir til að vera sem samskiptaform við borgarana, ég yrði ekki hissa á ofstækislegum viðbrögðum við áframhaldandi mótmælum vörubifreiðarstjóra.

Þjóðinni hefur verið skipt upp í stéttir eftir efnahag, verið er að byggja í Höfuðborginni hverfi fyrir efnaða, með sérstökum einkagæslumönnum, og svo hverfi hinna, sem að vísu þurfa að borga skattana fyrir Fyrirtækin og hina efnameiri, en teljast samt vera svona almúga fólk.

Og ef einhver fer að mótmæla misskiptingunni, er gott að hafa herinn til að berja bölvaðar forsmánirnar, sem biðja kannski seinna um heila brauðsneið, með frekju fátæklingsins.

Ó hvað það eru bjartir tímar framundan fyrir horaðan almúgann, ef það væri ekki bannað með lögum, þá myndi ég hvetja fólk til að stofna samtök og berjast gegn svínaríinu, þjóðnýta bæði einkavinavæddu fyrirtækin og stolnu náttúrugæðin sem við áttum öll saman.

Og svo hvet ég alla til að styðja við söfnun fyrir Hannes Hólmstein, Prófessorinn fékk víst háa sekt frá Dómstólum fyrir ritstuld, og alger óþarfi að láta hann bera ábyrgð á eigin gerðum, eins og einhvern almúgafanga á kvíabryggju eða Litla Hrauni.


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótmæli
Hingað og ekki lengra!

Fylkjum liði og mætum gangandi, hjólandi eða akandi á Austurvöll þriðjudaginn 1. apríl kl. 16
Fyllum miðbæinn og sýnum samstöðu í verki.
Við, hinir almennu borgarar, fjölskyldufólk, bíleigendur, atvinnubílstjórar og aðrir sem láta sig málið varða, skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.

4x4 (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Lýst vel á það, krefja ríkið um lækkun gjalda af eldsneyti

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.3.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla sem endar skemmtilega

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Brattur

... er ekki hægt að fá "Trukkarana" í lið að safna handa Hannesi... þeir eru svo fjandi öflugir... sturta svo bara söfnunarfénu í garðinn hjá Nesa... Ó, hvað ég vona að þessi söfnun gangi nú vel og Hannes fái sem víðtækasta stuðning, hvar í flokki sem menn standa... við verðum að snúa bökum saman þegar menn eiga bágt...

Brattur, 31.3.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður pistill. Langar afskaplega til að styrkja Hannes ræfilinn, en það er búið að taka alla fimm aurana úr umferð.

Halldór Egill Guðnason, 1.4.2008 kl. 09:48

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Þú sleppur ekki svona vel Halldór. 

Ég á gamla seðla....fimmkall og tuttuguogfimmkall og þú færð lánað hjá mér svo þú getir tekið þátt. 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband