Segðu nú einu sinni satt

Það vita allir að persónuleg andúð Ingibjargar Sólrúnar og Össurar á Davíð Oddssyni, er það sem þau hafa í huga, þetta er bara auðvirðileg hefnd hinna kjarklausu.

Þeim svíður að hann hafi kjark til að opinbera lyddulegar tilraunir þeirra til að koma allri sök á hann, eins og maðurinn geti einn stýrt Seðlabankanum, og hinir bankastjórarnir og aðrir starfsmenn séu bara já bræður Davíðs.

Mér finnst þetta vera mikið ofmat á manninum Dávíð Oddssyni, og virðingarleysi gagnvart öðrum bankastjórum og starfsmönnum Seðlabanka.

Þetta er það eitur sem hefur gert Íslenskt stjórnkerfi að gróðrarstíu fyrir já bræður og flokksdindla, við þurfum fólk með kjark til að andmæla og hrekja rangar sakagiftir, við þurfum menn eins og Davíð í Seðlabankanum, menn eins og Jóhann fyrrverandi Lögreglustjóra á Suðurnesjum og fleira fólk sem hefur þeirra kjark til að svara fyrir sig, og verja stjórnkerfið fyrir ábyrgðarlausum atvinnustjórnmálamönnum, sem ofsækja alla þá sem ekki segja já við hverri þeirri vitleysu sem þeir láta út úr sér, við þurfum fólk með kjark, en ekki hlýðnar lyddur í störfin.

Fari þetta fólk ekki eftir lögum og reglum á að reka það umsvifalaust, en það á ekki að ofsækja starfsmenn stjórnkerfisins fyrir að svara hrokagikkjum sem enga ábyrgð bera, og geta verið horfnir af sjónarsviðinu á morgun.

Embættiskerfið heldur þessu samfélagi gangandi þó stjórnmálamenn fari í margra mánaða leifi, því er nauðsynlegt að hafa það í lagi, vel mannað og betur varið fyrir lyddum í vinsældarkosningum.

Mér finnst Davíð hrokagikkur og mér finnst bæði Ögmundur og Kolbrún í Vinstri Grænum vera að berjast fyrir arfavitlausri pólitík.

En ég virði þetta fólk og hrífst af , fyrir það eitt að standa á skoðunum sýnum, bein í baki.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... er ekki komið að því að við kjósum okkur fólk en ekki flokka?

Brattur, 19.11.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að nokkuð sé til í því Brattur Bróðir, tilnefni Gísla nokkur í Borganesi.

Held að hann eigi erindi á þing, enda lagasmiður góður.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.11.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEtta eru orð að sönnu.

Mikið er lagt á sig í sumum flokkum,. að fá áfram að ganga í MYRKRINU.

Lygin er förunautur þeirra

Svikin kennimark þeirra

Unirlægjuháttur aðalsmerki þeirra að þeirra mati.

Miðbæjaríhaldið

Ann LJÓSINU

Bjarni Kjartansson, 20.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband