Gefum frelsi og stóriðjutaxta á raforku

Gefum bændum frelsi til að framleiða eins og þeir vilja, tryggjum þeim stóriðjutaxta á raforku og opnum markaði með þeirra vörur þannig að verðmyndun sé byggð á eftirspurn og framboði.

Án þess að láta eðlilegan markaðsbúskap þróast í landbúnaði erum við að tryggja útför Íslensks landbúnaðar er innflutningur verður án tollahindrana í framtíðinni.

Núna eigum við að efla landbúnaðinn til að vera sjálfbjarga um matvæli og tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar eins og stjórnvöldum ber skylda til að gera, en við eigum líka að afnema eins mikið af heftandi reglum og hægt er samhliða framleiðslufrelsi til bænda og hvatningu til meiri fullvinnslu vöru á býlinu sjálfu og beinni sölu til neitenda frá bændum í gegn um opna markaði.

Sterkur Íslenskur landbúnaður sem búin verður að aðlagast opnu umhverfi mun standast samkeppni framtíðar og með ímynd hreinleikans og gæða að vopni á Íslenskur landbúnaður að geta farið í sókn á erlenda markaði.

Við eigum að snúa núverandi áföllum yfir í tækifæri til sóknar sem byggist á að styrkja innlenda framleiðslu til þess að koma sterk undan hremmingunum með heilbrigt og öflugt framleiðslukerfi.

XP Suðurkjördæmi


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessaður og takk fyrir síðast.

Góður pistill.

Svo sannarlega þarf að koma því réttlætismáli í framkvæmd að bændur sitji við sama borð með orkukaup.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2009 kl. 00:23

2 identicon

HVAÐ ERU GARÐYRKJUBÆNDUR MARGIR Á ÍSLANDI

OG HVAÐ KOSTAR ÞAÐ RÍKIÐ AÐ LÁTA LANDSVIRKJUN (RÍKISFYRIRTÆKI )

GEFA ÞEIM RAFMAGN KOSTNAÐUR 0 KR...

ÞAÐ MYNDI EFLA OG STYRKJA ÞÁ TIL FRAMTÍÐAR

SVO ÆTTI AÐ BANNA ALLAN INNFLUTNING Á GRÆNMETI SEM VIÐ

GETUM FRAMLEITT ..

ÍSLENSKT JÁ TAKK

Zippo (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:45

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Zippo

Gott væri að geta gefið bændum raforkuna en það er betra að selja hana á verði sem er næst stóriðjutaxta, ef við gefum bændum ekki tækifæri til að keppa á og aðlagast opnum samkeppnismarkaði mun Íslenskur landbúnaður líða undir lok seinna meir er innflutningur opnast upp á gátt.

Forsjárhyggjukerfi landbúnaðar er búið að vera að kyrkja landbúnaðinn og keyra alla að mörkum uppgjafar í stað þess að treysta bændum og leifa þeim að sýna hvað í þeim býr.

Bændur eru til hópa framúrskarandi búmenn sem þarf að virkja og gefa frelsi til athafna svo við getum brauðfætt þessa þjóð, sem hlýtur að teljast ein grunnskilda stjórnvalda

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.4.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband