Nýr lánaflokkur, raunhæft Covid bataferli

Fólk borið út í Covid USAÉg vill helst ekki trúa því að endurtaka eigi leikinn frá hruninu 2008 og bera fólk út eins og er að gerast í USA sökum Covid afleiðinga.

Það er ekki flókið að búa til nýtt lána fyrirkomulag sem mætti kalla tekjulán, lán sem fylgja tekjum lántaka og breytast í samræmi við þær, lítið greitt er illa árar en töluvert er vel gengur.

Lánaflokkurinn gæti yfirtekið áhvílandi fasteignalán sem fyrir eru og gefið út ný með breyttum skilmálum, þannig tapast engin verðmæti fyrir lánveitandann og samfélagslegur hagnaður okkar yrði í raun gríðarlegur.

Kostnaður samfélagsins af nauðungasölum, gjaldþrotum og niðurbroti á fjölskyldum sem einstaklingum er stórkostlegur, því það tapast líka bæði geðræn og líkamleg heilsa fólks. Í staðin fyrir virka verðmætaskapandi einstaklinga fjölgar í hópi framtakslausra fórnalamba og heilsulausra, eitthvað sem kostar samfélagið gríðarlega vinnu og fjármuni að endurbyggja.

Það mætti fara svipaða leið vegna atvinnulífsins og stilla útgjöld að væntanlegum tekjum.

Það mætti hugsanlega nýta Íslandsbanka og breyta honum í samfélagsbanka sem tæki þetta hlutverk að sér, með aðkomu Lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs sem heitir víst núna H.M.S sem er sama skammstöfun og Breska heilsugæslan hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband